Soðið framdrif

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Soðið framdrif

Postfrá hobo » 03.nóv 2011, 20:24

Hver er reynsla manna af soðnum framdrifum?

Nú er hægt að stjórna átakinu með driflokunum, t.d hafa aðra lokuna á. En hvernig er að aka með þetta svona í hálku á þjóðvegum?



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Soðið framdrif

Postfrá jeepcj7 » 03.nóv 2011, 20:26

Bara fínt og klikkar aldrei.
Heilagur Henry rúlar öllu.


siggi.almera
Innlegg: 50
Skráður: 17.okt 2011, 22:10
Fullt nafn: Sigurður Almar Birgisson

Re: Soðið framdrif

Postfrá siggi.almera » 03.nóv 2011, 20:34

verður billinn ekkert leiðinlegur i akstri með soðnu drifi er svona að pæla að gera þetta við runnerinn minn

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Soðið framdrif

Postfrá -Hjalti- » 03.nóv 2011, 20:45

Eina vitið og svíkur aldrei.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Soðið framdrif

Postfrá jeepcj7 » 03.nóv 2011, 20:47

Það verða að vera driflokur ef þú ætlar að sjóða drifið þá er hægt að keyra í annari lokunni td. ef autt er á köflum.
Með soðið drif beygir þú ekki á auðu ef báðar lokur eru á.
En í snjó og ófærð er þetta alveg málið og bilar aldrei.
Heilagur Henry rúlar öllu.


siggi.almera
Innlegg: 50
Skráður: 17.okt 2011, 22:10
Fullt nafn: Sigurður Almar Birgisson

Re: Soðið framdrif

Postfrá siggi.almera » 03.nóv 2011, 20:50

ok þannig að þetta er frekar málið en að hafa diskalæsingu

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Soðið framdrif

Postfrá jeepcj7 » 03.nóv 2011, 20:55

Bara ef þú vilt að bæði hjól taki á.
Heilagur Henry rúlar öllu.


siggi.almera
Innlegg: 50
Skráður: 17.okt 2011, 22:10
Fullt nafn: Sigurður Almar Birgisson

Re: Soðið framdrif

Postfrá siggi.almera » 03.nóv 2011, 21:00

eg held að þetta verðið málið hja mer það er bara að sjóða hann að framann

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Soðið framdrif

Postfrá hobo » 03.nóv 2011, 21:15

Þetta hljómar eins og niðurstaða..


Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Soðið framdrif

Postfrá Stjóni » 03.nóv 2011, 21:58

Ég er búinn að prófa þetta. Bíllinn er fínn þar sem snjór er yfir öllu eða hálka. Sennilega er beyjuradíusinn eitthvað meiri í snjó en ef bíllinn væri með opið mismunadrif. Ef gripið er mikið skapast gríðarleg átök á öxla og stýri nema ekið sé nákvæmlega beint. Bílinn er hættulegur í akstri með aðra lokuna ef hann er í framdrifinu og hefur eitthvað grip. Ég ók oft með aðra lokuna á en bílinn ekki í framdrifinu og skelti síðan honum í drifið þegar afturdrifið dugði ekki eitt. Þegar önnur lokan er á og bíllinn í framdrifinu hendist hann til vinstri þegar gefið er og hægri þegar slegið er af. Maður þarf vera meðvitaður um hvað maður er gera ef maður er með soðið drif

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Soðið framdrif

Postfrá Hfsd037 » 03.nóv 2011, 22:07

Stjóni wrote:Ég er búinn að prófa þetta. Bíllinn er fínn þar sem snjór er yfir öllu eða hálka. Sennilega er beyjuradíusinn eitthvað meiri í snjó en ef bíllinn væri með opið mismunadrif. Ef gripið er mikið skapast gríðarleg átök á öxla og stýri nema ekið sé nákvæmlega beint. Bílinn er hættulegur í akstri með aðra lokuna ef hann er í framdrifinu og hefur eitthvað grip. Ég ók oft með aðra lokuna á en bílinn ekki í framdrifinu og skelti síðan honum í drifið þegar afturdrifið dugði ekki eitt. Þegar önnur lokan er á og bíllinn í framdrifinu hendist hann til vinstri þegar gefið er og hægri þegar slegið er af. Maður þarf vera meðvitaður um hvað maður er gera ef maður er með soðið drif



Einmitt það sem mig grunaði.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Soðið framdrif

Postfrá Hjörturinn » 03.nóv 2011, 22:37

Svo er þetta líka spurning hvað þér þykir vænt um framöxlana þína...
Dents are like tattoos but with better stories.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Soðið framdrif

Postfrá Þorri » 03.nóv 2011, 22:44

Þetta er alheimsk aðferð bíllinn verður hundleiðinnlegur og hreinlega hættulegur. Þú finnur mun minna fyrir því að vera með bílinn soðinn að aftan þá finnuru bara fyrir því í kröppum beygum á malbiki. Ég er búinn að prufa bæði og verð mikið frekar læsingarlaus og dríf aðeins minna en að sjóða draslið að framan.
Kv. Þorri.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Soðið framdrif

Postfrá -Hjalti- » 03.nóv 2011, 22:51

Það tekur auðvitað smá tima að venjast en þú ert að ýkja þessa kippi í stýrið svakalega stjóni. Maður finnur alveg fyrir þessu á auðu malbhki en hvað ertu þá að gera í frammdrifinu..? Og að brjóta öxla? Þá er þarftu að vera bölvaður auli því að þú finnur vel fyrir tregðuni áður en þú snýrð þá i sundur. Ég hef allavega keyrt 6 vetra án þess að skemma neitt og alltaf með soðið frammdrif.
Kostirnir við þetta eru margfallt fleiri en ókostir sérstaklega ef þú ert mikið á fjöllum.
Síðast breytt af -Hjalti- þann 03.nóv 2011, 23:10, breytt 2 sinnum samtals.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Soðið framdrif

Postfrá -Hjalti- » 03.nóv 2011, 22:52

2x
Síðast breytt af -Hjalti- þann 08.des 2011, 01:37, breytt 1 sinni samtals.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Soðið framdrif

Postfrá jeepcj7 » 03.nóv 2011, 23:06

Búinn að leggja nokkur þúsund km að baki með soðið framdrif án vandræða í allskonar bílum bara virkar.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Stjóni
Innlegg: 48
Skráður: 08.jún 2010, 11:29
Fullt nafn: Kristjón Jónsson

Re: Soðið framdrif

Postfrá Stjóni » 03.nóv 2011, 23:28

Hjalti_gto wrote:Það tekur auðvitað smá tima að venjast en þú ert að ýkja þessa kippi í stýrið svakalega stjóni. Maður finnur alveg fyrir þessu á auðu malbhki en hvað ertu þá að gera í frammdrifinu..? Og að brjóta öxla? Þá er þarftu að vera bölvaður auli því að þú finnur vel fyrir tregðuni áður en þú snýrð þá i sundur. Ég hef allavega keyrt 6 vetra án þess að skemma neitt og alltaf með soðið frammdrif.
Kostirnir við þetta eru margfallt fleiri en ókostir sérstaklega ef þú ert mikið á fjöllum.



Þetta er mín reynsla af þessu og ég er ekki að ýkja. Svo er veröldin ekki svart/hvít stundum eru auðir kaflar og hálka á milli. Það á við í bænum, úti á vegum og á fjöllum. Það er hverjum manni frjálst mín vegna að gera bílinn sinn ókeyrandi og bara venjast því að eiga ömurlegan bíl. Ég talaði ekki um að brjóta öxla, en var að reyna benda á þá miklu spennu sem getur myndast.

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Soðið framdrif

Postfrá Tómas Þröstur » 04.nóv 2011, 08:16

Ég myndi frekar fara á fólksbíl heldur en að sjóða framdrif. Þar að auki skifta ekki læsingar svo miklu máli nema þegar bíllinn stendur ekki jafn í öll hjól. T.d. á jökli þarf varla læsingar.


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Soðið framdrif

Postfrá helgiaxel » 04.nóv 2011, 09:49

Þetta fer allt eftir því í hvað þú ætlar að nota bílinn.

Ef þú ert að smíða þér almennilegan fjallajeppa sem nýtist svo mögulega í veiði eða að draga kerru þess á milli er ekki nokkur spurning að sjóða hjá sér framdrifið, lang ódýrast og virkar stórvel

En ef þú ert að smíða þér malbiksbíl á trölladekkjum eins og er orðið vinsælt í dag skaltu sleppa því að sjóða þetta og leyfa einhverju innflutningsfyrirtækinu að taka þig í rassinn og kaupa lás af þeim í leiðinni.

Að vera með lás er mjög mikilvægt í snjóakstri þó það sé ekki nauðsinlegt, en bílar taka altaf meira á öðru hjólinu þó þeir standi á jafnsléttu , ekki nema að það séu nákvæmlega jafnlangir öxlar út úr drifinu, hjólalegur og bremsur nákvælega jafn hertar og bílnum aldrei beygt, eðli mismunadrifa er að drifið snýr þeim öxli sem er léttara að snúa, og ef drifbúnaðurinn er ekki nákvæmlega eins mun bílinn altaf taka aðeins meira á öðru dekkinu þangað til að það fer á meiri hraða en hitt og lendir þar með í spóli.

Að auki eru pláhnetuhjólin í mismunadrifi ekki hönnuð þannig að ráðlegt er að láta þau snúast allan liðlangan daginn, oft eru þau eingöngu á fóðringum en ekki legum, enda hönnuð til þess að taka upp misræmið sem kemur við það að beygja, en ekki að spóla allan liðlangan daginn á öðru hjólinu upp á jökli.

Kv
Helgi Axel


Hjörvar Orri
Innlegg: 301
Skráður: 22.apr 2010, 18:38
Fullt nafn: Hjörvar Orri Arason
Bíltegund: 4runner 3.0 diesel

Re: Soðið framdrif

Postfrá Hjörvar Orri » 04.nóv 2011, 10:24

Það er löngu búið að sanna það að læsingar eru fyrir klaufa.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Soðið framdrif

Postfrá ivar » 04.nóv 2011, 11:47

Ég ætla að reyna að hafa þetta á málefnalegum nótum.

Ég hef átt bil með soðnu framdrifi og marga bíla með og án læsinga. Ef bíllinn sem er með soðnu framdrifi á bara að vera notaður í snjóakstur þá myndi ég íhuga þennan kost, enda lang ódýrasta læsingin og gefur sig sennilega ekki. Hinsvegar eins og áður hefur verið nefnt þá fylgja þessu margir ókostir og ég fyrir mitt leiti tek undir það að vera frekar læsingalaus en með soðið drif. Bíllinn er mjög leiðinlegur í venjulegum akstri og þetta bras með lokurnar fylgja margir gallar. Það er t.d. mjög skrítið að þurfa reglulega í hindrunum sem ekki eru erfiðar að fara út og setja hina lokuna á, keyra í gegnum haftið eða skarðið og fara svo út og taka hana aftur af. Þetta er t.d. reynslan mín af því að nota svona bila á sumrinn.
Begjur verða leiðinlegar en ég get trúað að þessi áhrif öll magnist eftir því sem styttre er á milli hjóla.

Niðurstaða: ekki gera þetta nema þú ætlir bara að nota hann í snjóakstur utan vega.


siggi.almera
Innlegg: 50
Skráður: 17.okt 2011, 22:10
Fullt nafn: Sigurður Almar Birgisson

Re: Soðið framdrif

Postfrá siggi.almera » 04.nóv 2011, 12:15

en eins og i minu tilviki nota eg aðalega jeppann á veturnar en sama sem ekkert á sumrinn þannig hvað ætti eg þá að gera i þessu tilviki

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: Soðið framdrif

Postfrá Einar » 04.nóv 2011, 13:18

Ég er búinn að prófa þetta í stuttri Súkku og þetta er vægast sagt hundleiðinlegt og jafnvel hættulegt en hinsvegar rótvirkar. Ég keypti bílinn með þessu og kom því aldrei í verk að taka það úr en myndi aldrei aftur hafa þetta í bíl sem ætti að nota mikið í venjulegum venjulegum akstri.
Fyrir bíl sem er bara notaður í ferðalög er þetta hins vegar eitthvað sem er athugandi, ódýrt, sterkt og rótvirkar en þá verða menn líka að hafa hugann við aksturinn á venjulegum vegum.


spámaður
Innlegg: 291
Skráður: 19.des 2010, 09:51
Fullt nafn: hlynur þór birgisson

Re: Soðið framdrif

Postfrá spámaður » 04.nóv 2011, 16:18

ég hef séð keisingu brotna .þar sem mismunadrifið var soðið.og það var það rosalegasta sem ég hef séð.að vísu var buið að sjóða við keisinguna líka.en hásingin var ónýt eftir þetta.svo er hægt að sjóða mismunadrifið þannig að ekki sé soðið við keisinguna ekki eins sterkt en minni skaði ef eitthvað gerist. en margir hafa notað svona árum saman í snjójeppa og sáttir.
en ef þetta er spurning um 50/50 notkun á malbiki og snjó þá mundi ég hugsa mig um. allt annað ef menn eru bara í snjónum.
Hlynur þór birgisson
'46 willys 460 bbf
Ford F250 35" 5.4L D'74
Mmc outlander turbo
Bmw 323 coupe
Ford ranger 4.0 35"

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Soðið framdrif

Postfrá hobo » 04.nóv 2011, 17:28

Þetta er farið að skiptast í tvær fylkingar, eins og reyndar með flest allt annað.
Mig er farið að gruna að þetta snúist líka um hve mikla tilfinningu menn hafa fyrir bílnum, því það er alveg á hreinu að það er allur gangur á því.

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Soðið framdrif

Postfrá hobo » 04.nóv 2011, 17:34

Svo er líka hægt að fá sér svona.

Image


Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Soðið framdrif

Postfrá Stjáni » 04.nóv 2011, 17:48

Bíllinn sem ég ók daginn sem ég varð 17 ára og fékk bílpróf var lengdur cj5 v8 wyllis á 38" með nospin að aftan og soðinn að framan og ég byrjaði að keira í hálku og skiptumst við pabbi minn á að ferðast á bílnum og líkaði mjög vel og já hann var stundum keirður í bara annari lokuni ef það var einhver hálka og var ekkert að því, þurfti jú aðeins að vera vakandi fyrir því að ef maður gaf mikið þá vildi hann leita örlítið í aðrahvora áttina (fór eftir hvor lokan var á) og eins þegar slegið var af en ekkert sem olli neinum vandræðum á neinn hátt og mun ég halda þessu áfram að hafa þetta annaðhvort soðið eða með nospin í þeim jeppa sem ég á og mun eignast ;-) þetta er bara persónubundið hvað menn fýla og eru vanir að nota :)

kv. Stjáni


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Soðið framdrif

Postfrá Izan » 04.nóv 2011, 18:02

Bara spurning um að sjóða rétta hluti saman!
Viðhengi
diff-fail.jpg

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Soðið framdrif

Postfrá Sævar Örn » 04.nóv 2011, 18:27

hahahaha þetta er laglegt ekki skrítið að þessi tiltekni hafi verið leiðinlegur í akstri eftir á
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


articfarmram
Innlegg: 33
Skráður: 09.okt 2011, 23:10
Fullt nafn: Nikulás Helgi Nikulásson

Re: Soðið framdrif

Postfrá articfarmram » 28.nóv 2011, 21:11

ertu ekki að grínast er þetta pinionin
KV Nikki


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Soðið framdrif

Postfrá birgthor » 28.nóv 2011, 22:36

Þetta er reyndar mjög gott, þ.e. að sjóða þetta svona saman. Ég get eiginlega lofað því að sami bíll festist aldrei í snjó.
Kveðja, Birgir

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Soðið framdrif

Postfrá jeepson » 28.nóv 2011, 23:36

er ekki bara best að vera með raflás eða loftlás? Þó svo að það sé vissulega dýr kostur. en maður getur þá allavega ráðir hvenær á að nota þettta.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: Soðið framdrif

Postfrá birgthor » 28.nóv 2011, 23:39

Það eru líka ókostir við þá lása. Þeir hafa fleirri viðhaldsfleti og því kannski líklegri til þess að gera ekki það sem gera á.
Kveðja, Birgir


Dodge
Innlegg: 288
Skráður: 05.okt 2010, 15:05
Fullt nafn: Stefán Örn Steinþórsson
Bíltegund: Jeep Wrangler
Staðsetning: Akureyri

Re: Soðið framdrif

Postfrá Dodge » 29.nóv 2011, 13:04

Best að framan mundi ég segja að væri tregðu eða torsen lás.
En soðið er allavega betra en nospin bæði uppá aksturseiginleika og öxulbrot.

Kv. Stebbi, fyrrum íslandsmeistari í öxulbrotum :D


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 32 gestir