Síða 1 af 1

Hlutföll. ??????

Posted: 03.nóv 2011, 08:41
frá Kölski
Einhverntíman heyrði ég að hægt væri að telja hringi á dekki og drifskafti til að komast að hver hlutföll eru. Það er að seigja hringina á dekkinu og svo hvað klukkan slær á drifskaftinu. Getur einhver frætt mig betur um þetta. ???

Re: Hlutföll. ??????

Posted: 03.nóv 2011, 08:59
frá ivar
Já, þetta er nokkurnveginn hægt.

Nokkrar aðferðir til í þessu en ég myndi passa að bæði afturdekkin snúist jafnt og snúa þeim einn hring. Á sama tíma myndi ég telja hversu marga hringi drifskaptið fer.
T.d. ef drifskaftið fer 4,5 hringi ertu sennilega með 4,56 hlutfall (eða það sem er því næst í þinn bíl).

Ef þú ert í vandræðum með að láta dekkin snúast jafnt ættir þú að geta látið bílinn standa í annað hjólið og snúið bara öðru dekkinu. Athugaðu að þá ætti snúningurinn á skaptinu að tvöfaldast. Þ.e. einn hringur á dekki = 9 hringir á skapti fyrir 4,56 hlutfall.