Síða 1 af 1

Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Posted: 02.nóv 2011, 19:13
frá Startarinn
Sælir

Hefur einhver hérna prófað að mixa loftlæsingar fyrir 4 cyl toyotu kögglana í V6 kögglana eða Lc70 köggla?

Ég er að velta fyrir mér hvort ég kemst upp með að útbúa millilegg fyrir burðarlegurnar, þær eru 5mm stærri í V6 kögglinum en á ARB lásunum sem ég er með

Eru sömu legur í köggli úr LC70 framhásingu og er í kögglinum í afturhásingunni?

Re: Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Posted: 03.nóv 2011, 15:45
frá Startarinn
Hefur virkilega enginn lent í þessu?!?

Re: Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Posted: 03.nóv 2011, 17:16
frá JonHrafn
Gekk ekki upp hjá mér

Re: Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Posted: 03.nóv 2011, 17:19
frá hobo
Er sama lengd á milli burðarlegnanna í 4cyl og V6? Ef svo er, þá er hugmynd að láta renniverkstæði renna slíf upp á stútana.

Re: Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Posted: 03.nóv 2011, 19:02
frá Atli E
Sæll.

Það er mjög algengt að þetta sé gert svona, þ.a.s. að renna slíf til að fóðra á milli Keisingar og legu.
Þegar "nýja stóra" drifði kom, þá var þetta eina leiðin til að láta lása passa og því voru allar læsingar græjaðar svona.

Minnir að gamli legustúturinn á keisingunni sé 45mm og nýji sé 50mm - mann þetta samt ekki alveg.

Gangi þér vel,
kv. Atli E.

Re: Toyota- Læsing úr litla kögglinum í þann stóra

Posted: 03.nóv 2011, 19:26
frá Startarinn
Ég renni þetta bara sjálfur, ég var bara að velta fyrir mér hvort þetta hefði verið gert og hvernig það reyndist.

þessar tölur 45-50mm eru nokkuð líklegar, ég geng þá bara í þetta.

Ég á tvær loftlæsingar sem ég hef ekki komið í verk að setja í bílinn, það er líka búið að vera í bið nokkuð lengi, eftir að ég setti framhásinguna undir. En það fór sverari köggull undir að aftan með hlutfallinu sem passaði við framdrifið.