Síða 1 af 1
toyota 2L-T herslur
Posted: 29.okt 2011, 19:50
frá Fetzer
Goða kvöldið, eg er med 2L-T vél, með nyju heddi og nyjum ventlum og allt sem því fylgir,
eg lét nyja heddpakingu a vélina og herti niður heddið eins og mer var sagt að gera, i réttri röð og rétt hersla,, eftir um 1000km fer heddpakningin aftur á 2 og 3 stimpli, ég er að pæla hvort þið snillingarnir hafið eitthverja hugmynd um hvað gæti hafa gerst, hitinn er venjulegur, eg hef aðeins keyrt bilinn innanbæjar frá heddskiptum, ég herti niður gömlu pakninguna og notaði svo klukku, minnir að það hafi verið 76nm og korter á klukkuni, og aðeins hert einu sinni, ekki tvíhert,
þetta er gamla rocker arma vélin, 1988 og eldra,
ef eitthver hefur hugmynd hvað gæti verið að stríða mer endilega commenta :)
Re: toyota 2L-T herslur
Posted: 29.okt 2011, 20:14
frá Sævar Örn
Ef vélin hefur áður ofhitnað, jafnvel ítrekað myndi ég skoða hvort blokkin sé eitthvað undin, réttskeið og vasaljós er fljótleg og ódýr aðferð og virkar þokkalega vel...
Herslan sem þú gefur upp er ekki ótrúleg, og hún er ábyggilega ekki að valda þessu hjá þér. Aðal málið með hedd herslur er að allir boltarnir séu jafnt hertir, en auðvitað á að herða þetta eftir leiðum framleiðanda ef það er í boði.
Skoðaðu blokkina vandlega
Re: toyota 2L-T herslur
Posted: 29.okt 2011, 23:41
frá Fetzer
ég skifaði ovart "fór aftur" en i fyrra skiptið sprakk heddið, en vélin hefur ekki ofhitnað svo eg viti, en hvað veit maður, ætla að athuga þetta sem þú segir,
pakningin var alveg búinn á milli stimpils 2 og 3, bara gone, 1cm sem vantar í pakninguna þarna á milli
Re: toyota 2L-T herslur
Posted: 30.okt 2011, 00:08
frá Jens Líndal
Gætirðu bara ekki hafa mishert heddið, boltarnir þurfa að herðast í ákveðinni röð, en ef ekki þá er annaðhvort um gallað hedd, eða heddpakningu eða bilaða blokk.
Re: toyota 2L-T herslur
Posted: 30.okt 2011, 10:29
frá Startarinn
Þetta hljómar eins og bogið hedd eða bogin blokk (fyrst það fer milli 2 og 3).
Ertu með nýtt hedd eða notað annarsstaðar frá?
Ég var að rífa vél sem var orðin slitin og slöpp, en ekkert að heddpakkningunni, þegar ég lét plana heddið var það undið um næstum 1/10 úr mm, þ.e. það var búið að taka 1/10mm af endunum áður en það snerti í miðjunni.
Þannig að dótið getur verið snúið án þess að neitt bendi til þess, en verður svo ekki til friðs ef það er tekið í sundur og sett saman aftur.
Ef heddið er í lagi gæti blokkin verið bogin, ég hef einusinni rétt blokk sem var ennþá í bíl með demantsbrýni frá Fossberg, en ég mæli ekki með þeirrri aðferð, hún er gríðarlega tímafrek, og ekki nálægt því eins nákvæm og að láta plana blokkina
Re: toyota 2L-T herslur
Posted: 30.okt 2011, 10:37
frá ellisnorra
Mikið svakalega ert óheppinn með þennan mótor hjá þér, umtalsverðir peningar farnir í hann samt endalaust vesen. Ég hef því miður engin ráð fyrir þig núna, nema bara samúðarkveðjur! :)
Re: toyota 2L-T herslur
Posted: 30.okt 2011, 13:22
frá Fetzer
haha takk fyrir góð svör, þetta er glæ nýtt hedd, þeir sögðu hja vélaverkstæði agli, að ekki þurfi að plana.. buinn að reyna að mæla þetta með réttskeið, sé ekkert gap, skelli nyju pakninguni á i dag og læt á hana reyna, gamla pakningin var ekkert rosalega traustvekjandi. en sú nyja er þykkari og traustvekjandi.. ég fékk hina gömlu pakninguna með heddinu sem eg keypti a ebay, veit ekkert hvaða kína drasl það var svosem, en ég finn ekkert "að"
Re: toyota 2L-T herslur
Posted: 30.okt 2011, 16:47
frá Sævar Örn
ekki vill svo til að það séu teygjuboltar i þessu? langsótt en möguleiki, ef svo er þá gæti þurft að endurnyja þá
Re: toyota 2L-T herslur
Posted: 30.okt 2011, 17:11
frá Startarinn
Maður finnur strax á átaksskaftinu ef boltarnir eru lélegir, þeir gefa eftir í lokaherslunni og átakið (við 90° í þessu tilfelli) verður áberandi minna á þeim boltum sem eru lélegir heldur en hinum.
Fyrst þetta var eitthvað ódýrt Ebay dót má alveg ímynda sér að pakkningin hafi verið drasl.
Ein spurning samt til Fetzer, Eru hersluleiðbeiningarnar þínar ekki örugglega miðaðar við að byrja herslu í miðju og herða útá við í nokkrum þrepum?
Re: toyota 2L-T herslur
Posted: 30.okt 2011, 21:26
frá Fetzer
ju byrja i miðju og færa sig svo aftur og fram til skiptana, allt rétta varðandi það
svo eru herslurnar að mig minnir
stage 1: 38 nm
stage 2: 78 nm
stage 3: 90 gráður
stage 4: 90 gráður aftur