Síða 1 af 1

Felgubreidd fyrir 38,5 x 16 x 15

Posted: 27.okt 2011, 22:10
frá juddi
Er að spá hvað felgubreidd sé hentug fyrir þessi dekk 16/38.5x15 M/T Baja Claw er með 13"x 15" felgur er að spá hvort það sé fyrir hafnarinnar virði að breikka þær

Re: Felgubreidd fyrir 38,5 x 16 x 15

Posted: 01.nóv 2011, 20:36
frá juddi
Hefur engin hérna reynslu af svona túttum

Re: Felgubreidd fyrir 38,5 x 16 x 15

Posted: 01.nóv 2011, 22:58
frá jeepson
Ég hugsa að það komi best út fyrir þig að selja þessar felgur sem að þú ert með kaupa breiðari felgur. Annars veit ég ekkert hvað kostar að breikka felgur. En ég get ímyndað mér að það sé dýrt...

Re: Felgubreidd fyrir 38,5 x 16 x 15

Posted: 01.nóv 2011, 23:09
frá juddi
Það kostar auðvitað slatta ef þú lætur græja það að öllu leiti fyrir þig en það er heldur ekkert mikið að hafa af felgum í littlu 5 gata deilingunni

Re: Felgubreidd fyrir 38,5 x 16 x 15

Posted: 02.nóv 2011, 08:34
frá JoiVidd
Ég myndi ekki setja þessi dekk á minna en 14"breiðar felgur, helst 15" breiðar.. ég var með svona dekk á 14" felgum og undir patrol og mér fanst það ekki hafa mátt vera mjórra..

Re: Felgubreidd fyrir 38,5 x 16 x 15

Posted: 02.nóv 2011, 09:13
frá oddur
Hef bæði prufað að vera með svona dekk á bæði 14" og 16" breiðum. Fannst vera töluvert betra flot á 16" breiðum og einnig er hægt að hleypa meira úr.
Það kostar í kringum 100 þús kall að láta breikka felgur, sandblása og sprauta.

Re: Felgubreidd fyrir 38,5 x 16 x 15

Posted: 02.nóv 2011, 12:25
frá Dodge
Það er nóg úrval af flottum og léttum felgum í litlu deilingunni ef þú vilt nýjar..

http://www.summitracing.com/parts/WLD-90-515348/

Re: Felgubreidd fyrir 38,5 x 16 x 15

Posted: 02.nóv 2011, 12:27
frá juddi
Ok takk fyrir þetta en undir hvað þungum bíl var þetta hjá þér spurning að ég fari í 15" breiðar