Síða 1 af 1

Áframhaldandi Ford breytingar

Posted: 24.okt 2011, 15:10
frá ivar
Hálfnað verk þá hafið er...

Svo að sagan komi að stórum hluta fram fyrir þá sem ekki þekkja þá í raun "gafst ég upp" á vetrarjeppaferðum fyrir ári síðan sökum snjóleysis og kostnaðar. Þangað til hafði ég almennt verið á töluvert breyttum bílum og núna síðast á patrol á 39,5 með flest öllu dóti s.s. lógír, læsingar ofl.

Ákvað að "spara" og færði mig yfir í F350 2005 árg á 37" og er nokkuð ánægður með það. Hinsvegar eins og gegur og gerist var ekki allt eins og maður vildi hafa það svo ég fór í það að breyta nokkrum hlutum. Þar sem bíllinn var bara hugsaður sem svona 3 seasona bíll fólu þessar breytingar ekki í sér stærri dekk.

Þannig að það var byrjað á litlu hlutunum.
Mér fannst rúm 300hö ekki alveg nóg, sérstaklega þar sem ég vissi að hann gæti auðveldlega fengið meira svo í fór tölvukubbur, úr með hvarfakút og EGR og auðvelduð öndun aðeins. Kubbur er frá framleiðendna gaf 125 svo þetta er að slaga í 450hö núna.

Bíllinn var hinsvegar mjög leiðinlegur í fjöðrun svo ég skellti undir hann 3cm klossum að framan og gabriel dempurum ásamt því að fjarlægja stuðnings-loftpúða sem voru á afturhásingunni. Get sko sagt ykkur það að þessi breyting gerði það að verkum að ég hætti við að selja bílinn. Þetta var alveg að fara að verða eins og í jeppa.

Svona var bíllinn notaður nokkra km og kom bara ágætlega út en mér fannst hann helst til hastur að aftan. Svoldið leiðinleg fjaðrablöð sem gerð eru fyrir 1,5T á pallinn þegar bíllinn er tómur.
Bílnum var því skellt inn í skúr og þessi fjaðrablöð skorin undan. Var lengi að velja loftpúða og fannst þetta of dýrt þegar þetta var í réttri stærð. Gafst hinsvegar upp á endanum og keypti púða í Landvélum. 1600kg firestone púða með 41cm slaglengd. YES :)
IMG00036-20110915-2104.jpg

IMG00024-20110914-2056.jpg

Til að þetta myndi nú höndla almennilega setti ég KONI dempara með 88-1338 minnir mig að þeir heiti. Hefði kannski viljað hafa 1339 en þeir eru lengri en þar sem ég var ekkert að hækka bílinn sem neinu nemur komust þeir ekki fyrir. Lét þá hina bara halla aðeins til að allt slagið væri nýtilegt.

Þá var farið aftur út að keyra og úfff, þetta munaði sko miklu. Fór í eina stutta ferð og komst að því að núna væri framendinn orðinn leiðinlegi hlutinn aftur svo það þyrfti að gera eitthvað í því.
Aftur fór ég í N1 og kom þaðan út með annað par af KONI (84-1130) og stífaði það 1 hring til að þeir væri svoldið stífari en gabriel dempararnir. Þessir eru líka mun slaglengri og til að allt slagið væri nýtilegt skipti ég klossunum út og setti 6,5cm hækkun. þar sem stýriseiginleikar höfðu versnað við 3cm klossann og hann hjó smá á hraðahindrunum með 6,5cm klossum síkkaði ég stífurnar að framan um 6cm.

Út að prófa og viti menn, þetta munar aftur bara heilum helling. Þarf reyndar aðeins að stífa hann meira að aftan til að hann samsvari sér vel en að öðru leyti hef ég ekkert út á fjöðrun að setja.

Þrumaði í jeppaferð um helgina og er bara skæl brosandi. Þetta er að verða það sem ég vildi.

Hinsvegar er oft eitthvað sem er ekki eins og það á að vera.
T.d. lennti í í því vandamáli um helgina að festa mig í smá leðju og var dreginn áfram yfir pollinn af óbreyttum Terrano þar sem hann var að BAKKA! Þessu lenda jeppar ekki í og því þarf að breyta þessum vörubíl í jeppa.

Þannig að núna erum við komin í nútímann og þarf að ákveða næstu skref og vantar mig smá comment um þau.

Ég held að svona 44" verði að duga mér þar sem ég er enn að "spara" og treysti mér ekki til að vera á mikið stærra en það án þess að því fylgi mikill kostnaður.
Á sama tíma vil ég ekki hækka bilinn meira en þessir 6,5cm eru sem komnir eru og langaði því að spyrja hvort einhver hefði reynslu eða hugmyndir um kannta og útskurð til að ná þessu fram?

Þá gengur ekki að vera með bílinn alveg ólæstann og hafði ég hugsað mér að setja styrktan diskalás í að aftan en m.v. breyttar forsendur held ég að það verði Torsen (trueTrac) sem fari í að aftan og annaðhvort truetrac eða ARB að framan. Hefur einhver notað svona Torsen lása á þetta stórum bílum? Hef horft uppá þetta gera góða hluti í minni tækjum en enga vitneskju um þetta stóra bíla.

Varðandi hlutföll er ég alveg blanko sem stendur en ég hugsa að ég fari í 4,56 eða 4,88 þar sem lásarnir verða öðruvísi í 4,56 og ég vil eiga option að lækka hlutföll niður úr öllu.

Einhverjar skoðanir á þessu? Haldið þið að ég nái ekki að gera úr þessu 3,5seasona bíl með þessu móti :)

Re: Áframhaldandi Ford breytingar

Posted: 18.nóv 2011, 23:52
frá Freyr
Sæll Ívar

Ég hef nokkra hluti að segja um þetta:

1. Mikið ofboðslega er maðurinn á mynd nr. 2 fallegur, líka gaman að standa við hliðina á svona þykkum fjaðrapakka, virka bara grannur ;-)
2. Hvernig ertu í Ford sálinni eftir að hafa verið niðurlægður svona af terrano, ég held ég hafi brosað allann tímann...........
3. Djöfull er gaman að keyra hann eftir þessar breytingar.
4. Lýst vel á framtíðarplanið þitt og er ánægður með ganginn í þessum málum hjá okkur þessa dagana.

Heyrumst, Freyr

Re: Áframhaldandi Ford breytingar

Posted: 19.nóv 2011, 00:18
frá stjanib
Flott verkefni hjá þér... verður gaman að fylgjast með hvernig þetta kemur út hjá þér..

Ertu ekki með smá update fyrir okkur hérna.

Re: Áframhaldandi Ford breytingar

Posted: 24.nóv 2011, 13:32
frá JHG
Ég er með Torsen (líklegast Truetrac) í Blazer K5 og hún skilar sínu mjög vel án þess að vera leiðinleg í almennum akstri.