Síða 1 af 1

Glóðakerti í dísel Hilux

Posted: 18.okt 2011, 08:46
frá Hfsd037
Sælir, glóðakertin virka ekkert hjá mér við kaldræsingu og þegar vélin er í gangi þá logar glóðarljósið
hvað er það fyrsta sem ég ætti að checka á varðandi glóðarkertin og hver er algengasta glóðakerta bilunin í þessum vélum?
þetta er 2000 hilux 2.4 diesel

Re: Glóðakerti í dísel Hilux

Posted: 31.okt 2011, 23:16
frá Fetzer
er ekki bara að rífa þau ur og skella 12v á þau og athuga hvað þau eru lengi að hitna.. eg lenti i þessu með léleg kerti, eiga að hitna eins og skot

Re: Glóðakerti í dísel Hilux

Posted: 01.nóv 2011, 22:33
frá Hjörvar Orri
Sæll.
Ég hef gert það sama og fetzer bendir á að skella þeim á 12 v og telja upp á 6-7, þá er hægt að bera þau saman, svo er líka hægt að ohm mæla.
Vona að þetta komi að einhverjum notum!!
Kv. Hjörvar Orri

Re: Glóðakerti í dísel Hilux

Posted: 02.nóv 2011, 04:01
frá StefánDal
Skoðaðu jarðsamband aftan á mótornum

Re: Glóðakerti í dísel Hilux

Posted: 18.feb 2012, 00:09
frá siggi64
Ég lenti í því að vírinn milli öryggis og realey fyrir g-kerti bilaði þannig að kaldstart var erfitt en svo virtist allt vera í lagi allann daginn,settum nýjan vír og allt í lagi síðan.