Síða 1 af 1

Hásingarmál , felgu í felgu

Posted: 14.okt 2011, 11:54
frá dorimake
daginn er að leita að hvað breidd er á framhásingum felgu í felgu svo sem D44 , patrol , landcruiser 60,70,80 , hilux ,landrover , fá þá cm ekki bara ca tölur. kv halldór

Re: Hásingarmál , felgu í felgu

Posted: 14.okt 2011, 12:19
frá ellisnorra
hilux ifs 149cm
hilux hásing 144cm
hilux nýrri (ekki klár hvenær það byrjaði) 159cm
scout minnir mig 144cm

Re: Hásingarmál , felgu í felgu

Posted: 14.okt 2011, 12:41
frá Óskar - Einfari
Sæll

Þetta er það sem ég hef mælt sjálfur nú fyrir stuttu síðan.
Hilux 2007 afturhásing mæld flángs í flángs 160cm (þetta mál ætti að gilda amk 2006-2009)
Patrol Y60 afturhásing mæld flángs í flángs 160cm (reyndar margir sem segja á netinu 158cm en mitt málband sagði 160cm)
Pajero 1998 5 dyra 2,8 diesel ssk afturhásing mæld flángs í flángs 150cm

Ég var að leyta af svona málum eins og þú fyrir stuttu og það bar doldið á því að menn voru að gefa upp mál sem voru fengin annarstaðar af netinu. Sumstaðar munaði 2-10cm á málunum sem menn gáfu og því sem ég síðan mældi. Menn eru náttúrulega ekki að gera þetta viljandi....
Aðferðin sem ég nota við að mæla er að vera með tvö hallamál eða réttskeiðar. Ég tek síðan dekkin undan, legg hallamálin á flángsana og mæli síðan á milli hallamálana eins nálægt flángsinum og hægt er án þess að nokkurstaðar komi brot á málbandið. Það er eiginlega nauðsynlegt að vera með aðstoðarmann í þessu.

Re: Hásingarmál , felgu í felgu

Posted: 14.okt 2011, 12:46
frá Óskar - Einfari
Hérna er umræðan sem ég var með fyrir stuttu: http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=5373

Hérna er síðan einhver umræða á torfæra.is um hásingar: http://www.torfaera.is/spjall/viewtopic.php?t=292

Re: Hásingarmál , felgu í felgu

Posted: 14.okt 2011, 13:32
frá Freyr
Svo virðist sem aðeins sé hægt að svara þessum þræði ef maður á rauðan Hilux, ég á ekki svoleiðis svo því miður get ég ekki hjálpað þér Dóri minn ;-)

Kv. Freyr

PS. Skal smella inn einhverjum tölum í kvöld.

Re: Hásingarmál , felgu í felgu

Posted: 14.okt 2011, 14:05
frá Óskar - Einfari
Ekki örvænta Freyr.... það er til einn hérna handa þér:http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=33&cid=283390&sid=218882&schid=1693291e-2b5e-4519-841a-e80ba48f7694&schpage=4

Kv.
Óskar bjargvættur

Re: Hásingarmál , felgu í felgu

Posted: 14.okt 2011, 14:18
frá JonHrafn
dana 44 undan grand wagoneer 154 framan 150-151 að aftan.