Síða 1 af 1
toyota hilux hásingar???
Posted: 12.okt 2011, 13:44
frá spámaður
sælir hver er munurinn á gömlu hilux nöfum með einfoldum bremsudisk og þeim yngri sem eru með kældum disk??
er hægt að nota gamla draslið yfir á þær yngri.þ.e.a.s nöf,lokur og stútinn??
kv hlynur
Re: toyota hilux hásingar???
Posted: 12.okt 2011, 22:07
frá spámaður
ja hérna hér....vita toyotu gúruarnir þetta ekki??eða
Re: toyota hilux hásingar???
Posted: 12.okt 2011, 22:43
frá -Hjalti-
Ja nöfin passa a milli.
Þu ert væntanlega ad tala um nöfin a klafa bil vs nöf a hasingar bil ekki satt?
en það er töluverður munur a ofsetinu a þeim.
Re: toyota hilux hásingar???
Posted: 12.okt 2011, 23:22
frá Haukur litli
Nú grunar mig að hann sé að tala um muninn á gömlum hásinganöfum með einföldum disk og svo á hásinganafi með tvöföldum loftkældum disk.
Það á að duga að verða sér út um loftkælda diska. Þegar ég keypti í minn Hilux þá voru þeir gefnir upp fyrir Hilux og 70 Cruiser. Þú þarft líka bremsudælurnar sem eru fyrir loftkældu diskana, þær gera ráð fyrir breiðari disk. Boltagötin á dælunum eru á sama stað.
Mundu að nota nóg af koparfeiti eða svipuðu til að það grói ekki allt saman.
Re: toyota hilux hásingar???
Posted: 13.okt 2011, 07:32
frá spámaður
takk fyrir þetta.já ég var að tala um muninn á gömlu m/einföldum disk og hinum m/kældum diskum.
Re: toyota hilux hásingar???
Posted: 13.okt 2011, 18:23
frá JonHrafn
Ertu semsagt að pæla í að nota nafstút af hásingu með einföldum disk á hásingu með 2földum disk?
Veit ekki betur en stútarnir ( engin ábyrgð tekin á þessu :þ ) séu eins, en bremsudiskarnir og dælurnar eru með mismunandi offset, munar 16 mm , 2földu diskarnir eru utar.
Re: toyota hilux hásingar???
Posted: 13.okt 2011, 18:35
frá Sævar Örn
Diskarnir smella á gömlu nöfin ef dælan er færð með, þetta er vinsæl breyting hjá ameríkananum þ.e. færa 4runner eða klafahilux bremsur undir gamla hilux 79-85 því þeir fengu aldrei dobbulkabinn 89-94 eins og við
Re: toyota hilux hásingar???
Posted: 13.okt 2011, 21:49
frá ellisnorra
Re: toyota hilux hásingar???
Posted: 14.okt 2011, 07:03
frá Startarinn
elliofur wrote:http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=247704
Þarna er búið að setja IFS nöf, disk og bremsudælu á 70 cruiser hásingu.
Og eins og sést á myndinni eru klossarnir út fyrir diskinn
Einfaldasta leiðin í því tilviki væri að halda orginal nöfunum af 70 cruiser hásingunni, fá sér kælda diska af 60 cruiser og nota IFS dælurnar, þá eru kominn með þessa 6mm sem vantar uppá að klossarnir séu allir inn á disknum. Miklu öflugri dremsudælu en 70 cruiser dótið er og stærri disk en er orginal á IFS bílunum.
Of sleppur við að útbúa spacer milli nfs og disks.
Allavega finnst mér bremsurnar aldrei hafa verið betri á mínum bíl en þær voru eftir þessa breytingu
Ef hásingin þarf að vera í þeirri breidd sem IFS nöfin gefa er lang einfaldast að kaupa boltaða spacera á Ebay, sem er líka ódýrara en að láta smíða fyrir sig spacera milli disks og nafs
Re: toyota hilux hásingar???
Posted: 14.okt 2011, 07:46
frá Freyr
JonHrafn wrote:Ertu semsagt að pæla í að nota nafstút af hásingu með einföldum disk á hásingu með 2földum disk?
Veit ekki betur en stútarnir ( engin ábyrgð tekin á þessu :þ ) séu eins, en bremsudiskarnir og dælurnar eru með mismunandi offset, munar 16 mm , 2földu diskarnir eru utar.
Ég held það hljóti að vera munur á legustútunum þó ég sé ekki 100% viss. Það eru sömu hjólalegur en innri pakkdósin passar ekki á milli.
Freyr