3lítra Patrolvélarnar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

3lítra Patrolvélarnar

Postfrá Kölski » 11.okt 2011, 20:16

Sælir enn og aftur meistarar.


Hafa þær verið með hitavandamal líka eða a þetta aðalega við 2.8?? ...
Vatnskassapælingar. bíll arg 200I.




SigmarP
Innlegg: 45
Skráður: 10.okt 2011, 18:06
Fullt nafn: Sigmar Pálsson

Re: 3lítra Patrolvélarnar

Postfrá SigmarP » 11.okt 2011, 21:19

Ég myndi nú segja ad zd30 vélin væri talsvert verri en 2.8 með hitavandamál. Enda mun meira um ónytar 3.0 vélar en 2.8 miða við fjölda.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: 3lítra Patrolvélarnar

Postfrá Brjótur » 11.okt 2011, 21:38

Sælir, ég ætla nú ekki að bera blak af 3.0 vélinni en í mínum 2 - 3.o bílum sá ég aldrei hitamælinn stíga alveg sama hvað ég misbauð þessu en það kom bara stóri hvellur á fyrri 3.0 bílnum, en aftur á móti sá ég mælinn stíga í 2,8 99 árg sem ég átti fyrst. Það er mjög líklegt að vatnskassi frá 2001 sé búinn með sitt skeið, þeir endast jú ekki endalaust.

kveðja Helgi


Höfundur þráðar
Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: 3lítra Patrolvélarnar

Postfrá Kölski » 11.okt 2011, 21:57

Ja ég er líka soldið smeikur við þessar vélar en ég get huggað mig við það að hann var tekinn í umboðið og skipt um vél í honum í 30þus svo þetta er ekki alveg handónýtt held ég an þess að vita hvað það var sem búið var að bæta. Væri gaman að vita ef einhver lægi a þeim fróðleik.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: 3lítra Patrolvélarnar

Postfrá Einar » 11.okt 2011, 22:13

Mitt álit á Patrol hefur alltaf verið "Mjög góður jeppi með ónýta vél" eg ég velti því alltaf fyrir mér af hverju eru menn að ergja sig yfir þessum vélardruslum. Þegar þetta dót yfirgefur jarðvistina af hverju að eyða hundruðum þúsunda í að gera upp vélar sem líklegast bila fljótlega og eru ekki einu sinni skemmtilegar? Af hverju ekki að henda þessu úr og setja eitthvað sem bæði endist og virkar?


Höfundur þráðar
Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: 3lítra Patrolvélarnar

Postfrá Kölski » 11.okt 2011, 22:49

Það er stefnan að setja cummins 5.9 þegar og ef þessi vél gefur upp öndina. Er eitthvað annað sem menn mæla frekar með í húddið a þessum köggum.

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: 3lítra Patrolvélarnar

Postfrá AgnarBen » 11.okt 2011, 23:27

Ég átti 44" 3.0 lítra Patrol 2001 í mörg ár og hann hreyfði aldrei hitamælinn. Vandamálin sem snúa að þessari vél eru ekki kælivatnsvandamál heldur olíukæling á stimplum. Einhverjar sögur hafa verið um að Nissan hafi lagað þetta í seinni vélum með því að sprauta olíunni neðan á stimplana en enginn virðist vita þetta með neinni vissu hvað var gert.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 53 gestir