Síða 1 af 1

Stýrisdæla í Musso

Posted: 08.okt 2011, 14:24
frá G,J.
Sælir.

Ég er í smá veseni með stýrisdælu í Musso,þannig er að það er mikill hávaði í henni þegar lagt er á stýrið. Það er passlega mikið í forðabúrinu og hvergi virðist leka, er einhver sem kannast við þessi einkenni og getur ausið úr viskubrunninum?

Mbk
Guðmann

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 10.okt 2011, 00:14
frá mundi636
Hefuru athugad viftureimina?

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 10.okt 2011, 10:29
frá G,J.
Sæll.
Jamm hún virðist vera í ágætis standi og passlega strekkt.
Getur verið að það sé einhver sía í dælunni sem er að stíflast,
eða þá að þetta sé einhver innvortis leki?

Kv.GJ

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 10.okt 2011, 11:08
frá Brjótur
þegar þetta gerist í Ford þá er dælan bara að gefast upp, ekkert minnkar á henni bara vælir í átaki og svo hættir hún að virka einn daginn.

Helgi

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 10.okt 2011, 11:42
frá mundi636
sæll
ég man eftir þessum hljóðum úr bleiser sem ég átti
enn þau komu þegar maður lagði i botn
las hér á netinu að fúnar hosur við kælielementið þyrti að skipta út
skil það ekki nema séu orðnar stíplaðar eða brot á þeim
enn þá væri hann sennilega þungur í stýri
veit ekki um neina siu aðra enn sem er i forðabúrinu
það eina sem ég get leiðbeint þér með er tildæmis
skipta um olíu á stýrinu ath viftureim og ath hvort sé komin
olíu húð á hana og trissu hjólin
ég á musso 98 sem hef átt í rúman mánuð
sem ég þarf að athuga með stýrið hann er þungur í stýri
og leitar til vinstri þarf alltaf að halda við hann annas stekkur hann til hliðar frekar þreitandi og vill elta ójöfnur í vegi hann er á 33 tommu dekkjum
hefuru lent í þessu?
kv mundI

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 10.okt 2011, 17:42
frá G,J.
Takk fyrir svörin,

Mundi, ég hef ekki lent í því hjá mér að bíllinn sé að rása á vegi
eða leita til V/h,
lýsingin hjá þér gæti bent til slits í stýrisgang eða fóðringum.

Kv.GJ

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 10.okt 2011, 23:16
frá Grímur Gísla
Guðmann ef það er ískur í dælunni þá myndi ég veðja á viftureimina, er ekki enþá hægt að kaupa sprey á bensínstöðum til að spreyja á viftureimar til að gera þær stamari, eða spreyja bremsuhreinsi á reimina þegar bíllinn er í gangi.
Mundi, vinur minn sem sem átti 35 " bíl lenti í því þegar hann skifti um dekk og fór í aðra tegund þá fór bíllinn að rása um allann veg virtist elta slitið í hjólförunum, hann skifti aftur í sömu gerð og áður og varð bílinn eðlilegur aftur.
Það gæti líka verið að gúmíið í spyrnunum vinstra megin sé farið að slitna eða festingarnar spyrnurnar bognað inn við grindina.

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 10.okt 2011, 23:24
frá mundi636
Takk fyrir svörin ætla að athuga þetta

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 11.okt 2011, 13:40
frá G,J.
Sæll Grímur.
Hljóðið er meira svona eins og dælan sé að erfiða,ekki þetta týpíska reima ískur.

Kv.Guðmann

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 16.okt 2011, 16:53
frá Muse
Bíllinn hjá mér er líka með óhljóð í stýri, þungur og erfiðar, meira þegar lagt er á hann til vinstri, Musso 2003. Spurning hvort nægir að skipta um stýrisdælu?

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 16.okt 2011, 18:59
frá Sævar Örn
Hef margoft lagað surg í stýrisdælum á allskyns bílum með militec töfraefninu.

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 16.okt 2011, 20:06
frá G,J.
Skellti nýrri dælu í múslíið í gær,allt annað líf :)
Þakka góð ráð .
Kv. GJ

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 16.okt 2011, 21:02
frá Muse
Hvað ætli stýrisdæla í Musso kosti, ekkert mál að útvega þær?

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 17.okt 2011, 21:41
frá G,J.
Tæp 27 þús í umboðinu, með reimskífu og alles.

Kv.GJ

Re: Stýrisdæla í Musso

Posted: 17.okt 2011, 21:48
frá birgiring
Árið 2001 keypti ég Volvo 240 ekinn 200.000 km. og það var hvinur í stýrisdælunni þegar lagt var á. Ég setti ca. 1/4 úr Militec
brúsa á dæluna og eftir ca.500 km. var hún þögnuð. Hún er hljóðlaus enn í dag eftir 100.000 km.í viðbót.Bíllinn er ekinn um 300.000 km.