Hlutfallapælingar í hilux með 3vze

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Hlutfallapælingar í hilux með 3vze

Postfrá JonHrafn » 29.mar 2010, 08:39

Mér langaði að forvitnast hvort einhver hefði reynslu af muninum á 5,29 hlutfalli og 5,71 á 3vze (3.0 V6 bensín úr 4runner )

Við erum með 5,29 en okkur grunar að hann þyrfti 5.71. Maður notar nánast aldrei overdrive-ið því hann dettur niður í 2200 snúninga á 90km hraða og þá missir hann bara dampinn. Einnig er hann ansi duglegur að djöflast á milli 4þreps og overdrive nema maður slökkvi hreinlega á því.

Síðan er það hitt, að ef maður færi í 5.71, væri það of lágt til að nota 35" dekk á sumrin?




grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Hlutfallapælingar í hilux með 3vze

Postfrá grimur » 23.apr 2010, 00:33

Setja bara kúplingu og kassa í hann. Málið dautt.
Þá þarftu heldur ekkert að spá í aðra vél útaf afli, það er alveg hægt að kreista helling út úr þessum rellum með réttu dóti og stillingum.
Sjálfbíttari er ekki alveg að gera sig í þessum dollum.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hlutfallapælingar í hilux með 3vze

Postfrá StefánDal » 23.apr 2010, 17:47

Ég mæli allavegana ekki með 5:71 og 35" dekkjum. Kannski að það henti samt betur við ssk.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hlutfallapælingar í hilux með 3vze

Postfrá Stebbi » 23.apr 2010, 19:44

grimur wrote:Setja bara kúplingu og kassa í hann. Málið dautt.
Þá þarftu heldur ekkert að spá í aðra vél útaf afli, það er alveg hægt að kreista helling út úr þessum rellum með réttu dóti og stillingum.


Það er sjálfsagt álíka mikið vesen að skipta um vél eins og að fara að setja gírkassa aftaná þessa. Það er alveg synd hvað þessar rellur eru handónýtar svona óbreyttar afþví þær hafa alla burði til að vera fínustu vélar. Þetta er svona eins og 3.5 Rover, algjört drasl en samt alveg frábært. :)

Mæli samt ekki með 5.71 í svona bíl, alltof brothætt þó að vélin sé ekki stærri.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Hlutfallapælingar í hilux með 3vze

Postfrá JonHrafn » 23.apr 2010, 20:17

Er hættur að pæla í þessu í bili :þ Er bara að leita mér að diesel í þetta, verst bara að sá pakki kostar varla undir 300-400kalli án vinnu og það tekur þónokkra kílómetra að fá þann pening til baka í eldsneytiseyðslu. Okkur gengur ekkert að fá þennan mótor undir 20 lítra

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hlutfallapælingar í hilux með 3vze

Postfrá Stebbi » 23.apr 2010, 21:53

JonHrafn wrote:sá pakki kostar varla undir 300-400kalli án vinnu og það tekur þónokkra kílómetra að fá þann pening til baka í eldsneytiseyðslu


V8 í húddið og þá erum við að tala um 'Smiles per Gallon' :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Hlutfallapælingar í hilux með 3vze

Postfrá Fordinn » 23.apr 2010, 22:08

v 6 toyotan er bara leiðindavél..... þetta er grútmáttlaust miðað við að þetta eyðir jafn mikið og jafnvel meira en góður v 8 rokkur.

Ég myndi segja að 5/71 sé samt of lágt fyrir þessa vél og bílinn á 38"....... flestir hafa farið med þessa bíla í 5/29 hlutföll. Annars er hætta á að brjóta drifið í tíma og ótíma.

ég var med svona bíl reyndar beinskiptan, eyðslan var um 20 litrar á 38"....... félagi minn keypti fyrir mörgum árum runner norður á akureyri óbreittann, hann keyrði hann i bæinn og setti hann beint a sölu, og þá kostaði bensinið ekki neinn 200 kall =)

Það er alltaf dyrt að skipta um mótora og fá eitthvað nothæft í þetta, spurning bara hvað menn nota þetta mikið á fjöllum, ef notkunin er mikil þá borgar dísel sig á endanum.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir