Síða 1 af 1
Loftkerfi??
Posted: 30.sep 2011, 16:08
frá joisnaer
sælir, ég er núna að spá í að reyna að fara að útbúa loftkerfi eitthvað í bílinn hjá mér, þ.e.a.s loftdæla, kútur, stýrikerfi fyrir loftpúða og svo til að dæla í dekk.
ég ætla ekket að skafa af hlutunum en ég er alveg verulega lélegur í því að útfæra svona hluti og langar að athuga hvort að einhver snillingur hérna er með teikningar eða eitthvað þannig til að setja hér á spjallið.
svo bara líka hvað þarf í þetta, t.d hvernig dælu er best að vera með (veit að það eru mjög skiptar skoðanir á hvort fólk vilji hafa ac dælu eða rafmagns), svo þarf ekki að vera eitthvað útsláttarkerfi fyrir þetta svo að þetta sé ekki að dæla endalaust inná kút.
vonandi fæ ég góð svör sem gagnast mér og vonandi öðrum í framtíðini.
Jóhann Snær
Re: Loftkerfi??
Posted: 30.sep 2011, 16:32
frá AgnarBen
Re: Loftkerfi??
Posted: 15.okt 2011, 10:17
frá Groddi
Annars þarf í raun bara
1.Dælu og einstefnuloka fyrir útganginn á dælunni (ekki nauðsínlegt samt)
2. tengikví (fyrir "loft inn", þrístingsnema (sem slekkur á dælunni, mekkanískur öriggist ventill og "loft út" (1/4" kúpling t.d.)
3. Smurglas og smursíu (ef þú ert með A/C dælu) hægt að tengja hvorutveggja í hringrás þannnig að olían sjé notuð aftur og aftur
4. Loftkút og lagnir
.. held ég sjé ekki að gleima neinu
jú! pláss fyrir þetta allt (:
Þetta er sára einfalt að tengja..
Re: Loftkerfi??
Posted: 15.okt 2011, 12:00
frá Izan
Sæll
Það eru nokkrar leiðir færar til að viðhalda loftþrýstingi inn á kút en allar ganga út á samskonar tækni. Þú þarft pressostat með einhverjum ákveðnum diffrens því að án hans verður dælan alltaf að gelta inn og út og það gengur ekki. Gamaldags pressostat af venjulegri loftpressu dugar í raun ágætlega. Ef þú ert með rafmagnsloftdælu þarf að aflesta hana alltaf þegar hún hættir að dæla. Það tel ég að sé best að gera með því að setja 2/1 loftloka sem vinnur algerlega með loftdælunni og afloftar dæluna þegar ekkert rafmagn er á pressunni. Þegar pressan fer í gang lokar lokinn þessari afloftun og opnar frá dælu inn á kút. Kosturinn við þetta umfram það að nota aflestunina á pressostatinu er að sú aflestun virkar ekki ef þú slekkur sjálfur á dælingunni og þá getur dælan átt í erfðileikum með að fara í gang aftur. Einstefnuloki á kútlögninni tryggir að þú aflestir ekki kútinn.
Hafðu kerfið þannig að það sé auðvelt að tappa vatni af því því að það fyllist af vatni ótrúlega hratt og örugglega.
Ef þú tengir læsingar við þetta kerfi þarftu að láta kerfið ná einhverjum 8 kílóa þrýstingi og ekki fara niður fyrir 6 kíló. Ég setti pressostat án differens á loftlæsinguna hjá mér til að tryggja það að hún fari út ef kerfið annar ekki 6kílóa þrýstingi eða dælan klikkar.
Loftpúðakerfið er hægt að gera sáraeinfalt og verulega flókið. Allt frá því að vera handvirkt og upp í að vera fullkomlega sjálfvirkt. Einfaldast er að setja loftkistu á milli sætanna með amk 7 inngöngum. Þá tengirðu hvern púða við krana á kistunni, lofti inn á krana og aftöppun á krana og mæli á þann síðasta. Í notkun þá opnarðu fyrir hvern púða fyrir sig, eða eins marga og þú vilt og ýmist opnar fyrir loftið inn eða út. Mælirinn segir þér hvað er að gerast þegar þú opnar fyrir það sem þú ætlar að mæla.
Kv Jón Garðar
(flókna kerfið er iðntölva með stöðuskynjara á hverju hjóli og reglir sem opnar magnstýrða loftloka og viðheldur þannig valinni stöðu sem getur verið valin á snertiskjá inní bíl. Kerfið getur flatt út mjög breytilegt merki á meðan þú keyrir í holóttu færi sem reynir á fjöðrunarkerfið og breytir sér ekki nema á frekar löngum tíma. Kerfið getur verið stillanlegt á auto og hand þannig að þú hafir full yfirrráð yfir það sem þú vilt að kerfið geri í raun svipað og kranakerfið sem áður var lýst, en stjórnar á snertiskjá innaní bíl og veljir þannig annaðhvort ákveðinn þrýsting eða ákveðna stöðu hásingar.)
Re: Loftkerfi??
Posted: 23.okt 2011, 20:39
frá Heiðar Brodda
sæll gæskur talaðu við hónas og grétar í k2m austurlandi (jg bíla) annars er ég líka að spá í þessu það voru teikningar af svona kerfi á f4x4.is ekki fyrir svo löngu það er eifaldakerfinu er ekki með loftpúða en ætla að vera með loftlás allavega að framan kv Heiðar
p.s. svo er möguleiki að Bjarnþór vinur okkar viti þetta
Re: Loftkerfi??
Posted: 20.nóv 2011, 10:07
frá AgnarBen
Izan wrote:Ef þú ert með rafmagnsloftdælu þarf að aflesta hana alltaf þegar hún hættir að dæla. Það tel ég að sé best að gera með því að setja 2/1 loftloka sem vinnur algerlega með loftdælunni og afloftar dæluna þegar ekkert rafmagn er á pressunni. Þegar pressan fer í gang lokar lokinn þessari afloftun og opnar frá dælu inn á kút.
Kv Jón Garðar
Ég er að fara að raða saman samskonar kerfi og er með svona loftloka eins og Jón Garðar lýsir (sjá mynd). Á honum eru 3 plög (tvö minni) og eitt stærra sem er slétt. Á maður ekki að tengja stýristrauminn frá segulrofanum inn á annað minna plöggið og svo áfram frá hinu minna plögginu inn á relay-ið og kemur svo jörð á stærra slétta plöggið eða setur maður plús inn á stærra slétta plöggið ?
Eða virkar hann þannig að maður setur plúsinn sem fer inn á dæluna á breiða plöggið og eru þá þessi litlu óþörf ?
kveðja
Agnar
Re: Loftkerfi??
Posted: 20.nóv 2011, 11:01
frá Startarinn
Breiðu plöggin á svona spólum eru yfirleitt bara ætluð í útleiðslumælingar, þú átt ekki að þurfa að tengja í það.
Re: Loftkerfi??
Posted: 20.nóv 2011, 13:54
frá AgnarBen
Þetta er ekki að virka hjá mér, tengdi stýristrauminn í gegnum spóluna á litlu plöggin og hann stendur bara alltaf opinn og hleypir í gegnum sig, lokast ekki þótt stýristraumurinn fari í gegnum hann. Er einhver sem veit hvað ég er að gera rangt ?
Re: Loftkerfi??
Posted: 20.nóv 2011, 16:56
frá Startarinn
Hvað ertu að tala um stýristraum?
Þú átt að tengja mínus öðru megin og svo á plúsinn að koma gegnum relay inn á hinn
Re: Loftkerfi??
Posted: 20.nóv 2011, 18:34
frá AgnarBen
já ok, þú meinar.
Annars er ég að tengja þetta þannig að ég ákvað að hafa kerfið ekki á sérstökum takka í mælaborðinu, ég er bara með relay fyrir dæluna og segulrofa sem opnar (5,4 bör) og lokar (6,4 bör) fyrir stýristraum (frá parki) inn á relay-ið. Ég nota svo bara takkan á dælunni til að stýra hvort kerfið er virkt eða ekki enda verður hún aðgengileg í skottinu.
Mér fannst einhvern vegin eins og ég ætti að nota stýristrauminn frá segulrofanum til að stýra loftlokanum en það er kannski bara tóm þvæla, miklu betra að nota bara strauminn að dælunni frá relay-inu.
Re: Loftkerfi??
Posted: 08.des 2011, 18:21
frá ellisnorra
svopni wrote:Jæja, þá er maður að fara í þetta loksinns. Ein spurning. Er mér óhætt að taka jörð úr boddy fyrir loftdæluna? Fini dæla. Ég er að gera þetta á eins ódýran og einfaldan hátt og hægt er. Kem með myndir og verð fljótlega :)
Ekki nóg með að það sé óhætt heldur er það eins og það á að vera :)
Re: Loftkerfi??
Posted: 08.des 2011, 19:07
frá s.f
ég held að þú verðir að fara með jörðina fram á geimi
Re: Loftkerfi??
Posted: 08.des 2011, 19:44
frá hobo
Ég lagði allavega jörðina fram í geymi fyrir loftdæluna sem ég er með á pallinum, hún tekur 45A og vildi ég ekki taka það í gegn um boddíið, hef svosem ekki rökin á hreinu.
En þú getur prófað að fá ódýrari rafmagnsvíra í S. Guðjónsson í Auðbrekku og kannski Íhluti Skipholti og Miðbæjarradíó Skúlagötu.
Allt betra en "Enn einn(N1)" vitlausi varahluturinn..
Re: Loftkerfi??
Posted: 08.des 2011, 21:09
frá s.f
það er ekki langt síðan ég seti fini dælu hjá mér og ég fékk þær upplisingar að fara með bæði plús og mínus í 16q vír fram á geimi dælan er að takka 80A í startinu
Re: Loftkerfi??
Posted: 08.des 2011, 21:51
frá Startarinn
Jörðin sem liggur frá geymi í boddy er bara brandari, sveri kapallinn sem liggur frá mínus á geymi liggur beint í startarann, en það er alveg á mörkunum að grönnu þræðirnir frá geymi í boddy og frá vél í boddý beri straumnotkunina á loftdælunni, þá er öll önnur notkun eftir....
Re: Loftkerfi??
Posted: 09.des 2011, 12:03
frá Startarinn
Það ætti alveg að ganga, passa bara vel að nota kopar eða álmak undir báða skóna sem þú setur í boddíið, bæði uppá að missa ekki sambandið og svo á líka til að ryðga undan svona tengingum