Patrol vandamál. Drifloka?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
binni123
Innlegg: 14
Skráður: 30.sep 2011, 07:28
Fullt nafn: Brynjar Baldursson

Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá binni123 » 30.sep 2011, 07:30

Er með 1998 árg af patrol. Hann er með auto driflokum. Bíllinn hefur verið keyrður með lokurnar á "LOCK" en síðan setti ég lokurnar á auto um daginn og þá heyrðist ljótt brak og smellir úr hjólabúnaðinum hægra meginn að framan. Fann líka högg þegar ég tók beygju og þá var eins og það hætti í smástund og byrjaði svo aftur þegar ég var kominn á ákveðna ferð. Þetta hætti um leið og ég setti lokurnar aftur í lock. Hann virðist detta í framdrifið strax og ég set hann í það inn í bíl.

Einhver sem gæti liðsinnt mér með þetta?


Nissan Patrol 1998 2,8l 35"

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá Hagalín » 30.sep 2011, 08:13

Láta sjóða þetta í drasl og þá svíkur þetta aldrey.
Allt í lagi að láta þetta snúast allt árið.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá JoiVidd » 30.sep 2011, 12:54

´g á framhásingu fyrir þig með manuallokum og nýtt í bremsum á 40 kall;) hehe
Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá Hagalín » 30.sep 2011, 14:30

Gætir notað bremsudótið og lokurnar en ekki til dæmis legustútana og nafið.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

JoiVidd
Innlegg: 242
Skráður: 23.okt 2010, 18:56
Fullt nafn: Jóhann Viðarsson

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá JoiVidd » 30.sep 2011, 15:19

getur tekið þetta á 40 og selt rest;)
Ford F350 6.0 '05
Benz E55 Amg '98 til sölu
Skidoo Summit 860cc 154" '08

Til sölu varahlutir úr Patrol '02!
Jóhann - 6601605


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá Izan » 30.sep 2011, 21:53

Sælir

Bíðiði alveg pollslakir, er verið að pranga hásingu inn á manninn vegna þess að driflokurnar hjá honum eru stirrðar?????

Lokurnar eru ekki að virka vegna þess að það er of þykk olían á þeim, eða þær eru stirrðar af ryði eða einhverju álíka. Taktu þær af og hreinsaðu allt innanúr þeim og festu botnhringina kyrfilega þannig að öxullinn geti ekki snúist inní lokunni. 'agætt að gera þetta með því að bora göt á húsið og snitta fyrir litlum skrúfum sem halda botnstykkinu föstu inní.

Þegar þetta er komið borarðu aftur og snittar 6mm lágmark og setur stuttann bolta í það með þéttiefni og eftir að lokan er komin á getur þú fyllt á húsið með gírolíu. Þegar þetta er komið ertu kominn með gírolíu á hjólalegurnar og hún, ásamt álhúsinu sem áður hýsti drifloku, hjálpa þér að koma hita frá legunum. Hafðu bara vel af þykkri feiti á liðhúsunum svo að gírolían leki ekki þangað.

Kv Jón Garðar.

P.s. eftir þetta ertu með drifloku sem svíkur aldrei, aftengir í raun aldrei heldur en þannig er best að svona búnaður virki, snúi framdrifinu með.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá Hagalín » 01.okt 2011, 00:03

Izan wrote:Sælir

Bíðiði alveg pollslakir, er verið að pranga hásingu inn á manninn vegna þess að driflokurnar hjá honum eru stirrðar?????

Lokurnar eru ekki að virka vegna þess að það er of þykk olían á þeim, eða þær eru stirrðar af ryði eða einhverju álíka. Taktu þær af og hreinsaðu allt innanúr þeim og festu botnhringina kyrfilega þannig að öxullinn geti ekki snúist inní lokunni. 'agætt að gera þetta með því að bora göt á húsið og snitta fyrir litlum skrúfum sem halda botnstykkinu föstu inní.

Þegar þetta er komið borarðu aftur og snittar 6mm lágmark og setur stuttann bolta í það með þéttiefni og eftir að lokan er komin á getur þú fyllt á húsið með gírolíu. Þegar þetta er komið ertu kominn með gírolíu á hjólalegurnar og hún, ásamt álhúsinu sem áður hýsti drifloku, hjálpa þér að koma hita frá legunum. Hafðu bara vel af þykkri feiti á liðhúsunum svo að gírolían leki ekki þangað.

Kv Jón Garðar.

P.s. eftir þetta ertu með drifloku sem svíkur aldrei, aftengir í raun aldrei heldur en þannig er best að svona búnaður virki, snúi framdrifinu með.


Svon svipuð laus og ég talaði um með að sjóða draslið......
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Höfundur þráðar
binni123
Innlegg: 14
Skráður: 30.sep 2011, 07:28
Fullt nafn: Brynjar Baldursson

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá binni123 » 01.okt 2011, 10:48

Takk fyrir þetta kærlega. Vona að þetta geti leyst þetta. Var kominn með svoltinn hnút í magann með að þurfa að kaupa nýja loku.
Hringdi í I helgason og fékk þær upplýsingar hjá þeim að hún kostaði 107.000,- kr stk. :)
Nissan Patrol 1998 2,8l 35"


Höfundur þráðar
binni123
Innlegg: 14
Skráður: 30.sep 2011, 07:28
Fullt nafn: Brynjar Baldursson

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá binni123 » 01.okt 2011, 11:20

en með því að sjóða þetta eða bolta fast. Þá eins og þú segir snýst þetta alltaf með. Hef enga reynslu af jeppum og er ég rétt búinn að fá mér þennan bíl, en alltaf verið varaður við því að hafa driflokurnar á ef maður er ekki að nota framdrifið eins og bara yfir sumarmánuðina.
Er þetta þá bara della eða hafa menn eitthvað fyrir sér í þeim efnum? Hlýtur td að vera meiri Olíueyðsla, slit á framdrifi?
Nissan Patrol 1998 2,8l 35"

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá jeepson » 01.okt 2011, 11:27

Ég hef heyrt að menn hafa víxlað lokunum. Því að tennurnar inní kubbunum sem læsa séu að fara. Ég var einmitt með eina soðna og eina mixaða loku hjá mér og fékk svo aðrar lokur sem eru í lagi til að geta notað í sumar. Ég ætla nú að láta reyna á þær í vetur líka.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


jongunnar
Innlegg: 220
Skráður: 14.jún 2011, 21:03
Fullt nafn: Jón Gunnar Mýrdal

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá jongunnar » 01.okt 2011, 12:26

Ég er með superwinch lokur hjá mér handvirka einfaldalokur ég held að Bílabúð Benna sé að selja þær
Ef það er ekki olía undir enskum bílum þá er ekki olía á þeim

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá jeepson » 01.okt 2011, 12:51

jongunnar wrote:Ég er með superwinch lokur hjá mér handvirka einfaldalokur ég held að Bílabúð Benna sé að selja þær


Minnir einmitt að það sé superwinch sem að ég er með líka. Mér var sagt að þetta væri algjört drasl. Það kemur þá bara í ljós í vetur.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá Kalli » 01.okt 2011, 17:36

jeepson wrote:
jongunnar wrote:Ég er með superwinch lokur hjá mér handvirka einfaldalokur ég held að Bílabúð Benna sé að selja þær


Minnir einmitt að það sé superwinch sem að ég er með líka. Mér var sagt að þetta væri algjört drasl. Það kemur þá bara í ljós í vetur.

superwinch lokur eru bara peningasóun, albest er að sjóða þær, er búinn að vera með orginal lokurnar soðnar í 3 ár og ekki klikkað.

kv. Kalli

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá arni87 » 01.okt 2011, 19:23

Afakið að ég ryðjist svona hér inn, en veit einhver hvort það sé eithvað mál að sjóða Warn lokur?

Er húsið á þeim úr áli eða einhverjum öðrum léttmálmblöndum sem maður þarf að hafa áhyggjur af eða er bara að láta pinnan vaða í þetta??
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá Izan » 01.okt 2011, 20:43

Sælir

binni123 wrote:en með því að sjóða þetta eða bolta fast. Þá eins og þú segir snýst þetta alltaf með. Hef enga reynslu af jeppum og er ég rétt búinn að fá mér þennan bíl, en alltaf verið varaður við því að hafa driflokurnar á ef maður er ekki að nota framdrifið eins og bara yfir sumarmánuðina.
Er þetta þá bara della eða hafa menn eitthvað fyrir sér í þeim efnum? Hlýtur td að vera meiri Olíueyðsla, slit á framdrifi?


Það eru trúabrögð í gangi með þetta eins og annað en ertu oft að skipta um afturdrif? Það snýst alltaf með og er undir átaki á meðan og bara tölverðu. Ef drifið snýst ekki með þá standa alltaf sömu tennur saman og nuddast meðan mótorinn titrar og þá fyrst ertu í hættu með að skemma eitthvað. Frekar hæpið samt að drifið sé alveg kjurt en fræðilega er þetta möguleiki.

Olíueyðsla, prófaðu að snúa drifskaftinu með bílinn í 2wd og lokurnar ótengdar og spáðu í það hvað það krefur þig um mikla orku. Orkan kemur klárlega úr olíunni en ég hugsa að með því að nota aldrei afturrúðuþurrkunni í heilann vetur spararðu meiri olíu.

Original lokurnar eru í álhúsi svo að þær eru ekki soðnar útí húsið heldur eru tannkransarnir soðnir saman. Ég hef heyrt ein rök sem mæla gegn því að þetta sé soðið og það er þannig að öxullinn þarf að hafa ákveðinn hreyfanleika inní lokunni sem er ekki lengur í boði ef lokan er soðin eða með ægislokunum. Ég veit ekki hversu heilagt þetta er og ég veit ekki um neinn sem hefur brotið öxul í patrol og kennt þessu um.

Ég festi lokurnar hjá mér í Lock sumarið 2006 og það hefur engin áhrif haft sem ég veit til allavega. Þær byrjuðu að smella svona, komu slynkir á framdrifið svo að mér fanst hyggilegra að hafa þær tengdar heldur en að brjóta eitthvað. Síðasta haust tók ég svo draslið innanúr þeim og gerði það sem ég lýsti áður, eða lét gera það og fyllti rúmlega til hálfs af gírolíu. Hvort það auki endingu hjólaleganna kemur í ljós seinna en ég er sannfærður um að þetta sé hið besta mál. Mér skilst að brotnar driflokur í Patrol megi oftast rekja til þess að menn eru að hjakkast í snjó með þær stilltar á auto og þá eru þær að tengja og sleppa á víxl og þegar þær koma á gerist það með smelli og miklum skyndilegum átökum sem skemmir þær.

Kv Jón Garðar

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá hobo » 01.okt 2011, 20:54

Izan wrote:Það eru trúabrögð í gangi með þetta eins og annað en ertu oft að skipta um afturdrif?



Heh?


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá Izan » 02.okt 2011, 02:58

Izan wrote:Hlýtur td að vera meiri Olíueyðsla, slit á framdrifi?


Ef afturdrifið lifir sæmilegu lífi undir átaki hlýtur framdrif að þola að snúast átakslaust, sammála?

Kv Jón Garðar


Höfundur þráðar
binni123
Innlegg: 14
Skráður: 30.sep 2011, 07:28
Fullt nafn: Brynjar Baldursson

Re: Patrol vandamál. Drifloka?

Postfrá binni123 » 02.okt 2011, 08:01

Takk fyrir þetta. Þetta hjálpar mikið
Nissan Patrol 1998 2,8l 35"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur