Síða 1 af 1

trooper hjálp óskast

Posted: 18.sep 2011, 16:50
frá oskargj
vantar að vita fyrir hvað er (ECT) öryggið?er bullandi útleiðsla

Re: trooper hjálp óskast

Posted: 18.sep 2011, 17:38
frá Stebbi
ECT - Engine Coolant Temprature - Hitanemi á vél
ETC - Engine Throttle Control - Olíugjöfin

Re: trooper hjálp óskast

Posted: 18.sep 2011, 18:55
frá oskargj
búin að mæla hitaneman og fann ekkert þar::/

Re: trooper hjálp óskast

Posted: 18.sep 2011, 20:58
frá olihelga
Viltu lýsa vandamálinu frekar af hverju heldurðu að það sé útleiðsla á þessu öryggi og hvernig lýsir það sér?

Kv, Óli

Re: trooper hjálp óskast

Posted: 18.sep 2011, 23:18
frá oskargj
sko.er með 2000 arg af trooper sem var hitavandamál sem fyrri eigandi var búin að gefast upp á,svo að ég keypti bifreiðina.
er kominn með hana í skúrinn og fór að skoða gripinn og tók eftir nokrum sprungnum öryggjum og vissi hvað flest voru en ekki þetta.
er ég svissa á koma öll ljós í mælaborðið en svo þegar reynt er að starta klikkar bara í relyinu og ekkert meir.svo þar sem þetta var eina öryggið sem ég vissi ekki hvað var en er með bullandi útleyðslu þá vantar mig upplýsingar hvað þetta öryggi er?það lýsir sér þannig að ef ég set öryggi í þá springur það srax,ég ómmældi plöggið og fæ öðrumeginn + og hinumeginn - ekki ein og það á að vera.:)

Re: trooper hjálp óskast

Posted: 19.sep 2011, 01:12
frá Sævar Örn
Sparaðu þér heilmikinn hausverk og fáðu þér vírateikningu um bílinn og rektu leiðina og jafnvel betra spyrðu fyrri eiganda nánar út í hvað hefur verið gert

Re: trooper hjálp óskast

Posted: 19.sep 2011, 08:20
frá olihelga
ok Þetta gæti hjálpað. Ég veit nú reyndar ekki hvernig þú ohm-mælir + eða - en til að byrja með ef þú hefur þennan hitanema ekki tengdan og setur öryggið í hvað gerist þá? Mér finnst nú reyndar alveg eins líklegt að það séu vírar sem hafa nuddast utaní stell einhversstaðar hjá þér og það gæti reynst dáltið snúið að finna út úr því sérstaklega teikningalaus. Byrjaðu á því að verða þér út úm teikningar þær hjálpa talsvert.

Kv, Óli