Sælir.
Wastegate ventillinn er pikkfastur opinn í patrolnum hjá mér.
Ef þið þekkið þetta þá er armur sem kemur úr Wastegate ventlinum og tengist inná færanlegan arm á túrbínunni.
Færanlegi armurinn er pikkfastur og þarafleiðandi er Wastegate ventillinn bara fastur í opinni stöðu.
Eru einhver trikk sem ykkur dettur í hug til að ná að losa þetta ?
Fastur Wastegate Patrol
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Fastur Wastegate Patrol
Mér dettur helst í hug að kippa bínunni úr og hella redex niður með arminum innan frá og láta liggja á í kannski sólarhring, reyna svo að hreyfa arminn með töng án þess að taka of mikið á honum, redex hefur gert kraftaverk fyrir fasta stimpilhringi, en ef þetta er vegna ryðs þá er úr vöndu að ráða, kanski banka laust og ítrekað í arminn með litlum hamri í von um að losa smásaman um ryðið, kannski með einhverja ryðolíu á þessu
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Fastur Wastegate Patrol
Sæll
Ég myndi skoða vel að nota einhversskona sóthreinsi því að ef þetta er fast opið þá hlýtur það að hafa gerst í notkun, gæti maður allavega haldið. Svosum smuga að hann hafi verið tregur út og ekki viljað inn aftur.
Ég myndi skoða það að taka afgashúsið frá og henda upp á borð til að liðka þetta vel.
Ein ryðlosunaraðferð sem ég kann er að láta kók liggja á þessu í nokkuð langann tíma því að það er hátt sýrustig í kóki.
Kv Jón Garðar
Ég myndi skoða vel að nota einhversskona sóthreinsi því að ef þetta er fast opið þá hlýtur það að hafa gerst í notkun, gæti maður allavega haldið. Svosum smuga að hann hafi verið tregur út og ekki viljað inn aftur.
Ég myndi skoða það að taka afgashúsið frá og henda upp á borð til að liðka þetta vel.
Ein ryðlosunaraðferð sem ég kann er að láta kók liggja á þessu í nokkuð langann tíma því að það er hátt sýrustig í kóki.
Kv Jón Garðar
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Fastur Wastegate Patrol
Ég hef náð hreyfingunni aftur með því að hita húsið utan um ásinn.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Fastur Wastegate Patrol
hvernig lýsti þessi bilun sér?? varð hann skítmáttlaus og reykti bara svörtu ?? er í vandræðum með patrol sem ég sem að lýsir sér svona
Re: Fastur Wastegate Patrol
halldorrj wrote:hvernig lýsti þessi bilun sér?? varð hann skítmáttlaus og reykti bara svörtu ?? er í vandræðum með patrol sem ég sem að lýsir sér svona
Ertu búinn að skifta um hráolíusíunna ?
kv. Kalli
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Fastur Wastegate Patrol
Þetta komst í lag hjá mér.
Lýsti sér þannig að svakalegur hávaði var í túrbínunni og hún var alltaf að vinna, kom ekki bara inn þegar bíllinn var kominn í ákveðinn snúning.
Hann reykti mjög svörtum reyk stundum ef mikið reyndi á hann já, t.d. ef mótorinn var kaldur og maður keyrði upp brekku.
Lýsti sér þannig að svakalegur hávaði var í túrbínunni og hún var alltaf að vinna, kom ekki bara inn þegar bíllinn var kominn í ákveðinn snúning.
Hann reykti mjög svörtum reyk stundum ef mikið reyndi á hann já, t.d. ef mótorinn var kaldur og maður keyrði upp brekku.
Re: Fastur Wastegate Patrol
var hann fastur opinn eða lokaður?
Re: Fastur Wastegate Patrol
sá það núna að hann var opinn, hvernig leistiru þetta vesen?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 88
- Skráður: 02.okt 2010, 18:25
- Fullt nafn: Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson
Re: Fastur Wastegate Patrol
Jább, hann var pikkfastur opinn og það tók nokkrar tilraunir að ná að losa ventilinn.
Ég úðaði á þetta allveg smurolíu, prófaði einnig að hella coke og reyndi að berja létt á arminn ekki gekk þetta fyrstu 2 skiptin en þegar ég var búinn að hita bílinn nokkrum sinnum og gera þessa aðgerð þá loksins losnaði ventillinn.
Reyndist vel að keyra hann þangað til hann var orðinn heitur og úða svo smurolíu á þetta og berja létt á arminn.
Útaf hitanum þá smaug olían frekar inní og snöggkælingin losar oft óhreinindi og ryð.
Ég úðaði á þetta allveg smurolíu, prófaði einnig að hella coke og reyndi að berja létt á arminn ekki gekk þetta fyrstu 2 skiptin en þegar ég var búinn að hita bílinn nokkrum sinnum og gera þessa aðgerð þá loksins losnaði ventillinn.
Reyndist vel að keyra hann þangað til hann var orðinn heitur og úða svo smurolíu á þetta og berja létt á arminn.
Útaf hitanum þá smaug olían frekar inní og snöggkælingin losar oft óhreinindi og ryð.
Re: Fastur Wastegate Patrol
okey, takk fyrir þetta, þarf að fara kíkja á minn bráðum hann er búinn að vera í skammarkróknum í nokkrar vikur, held að þetta sé að mínum
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur