Síða 1 af 1

Breytingaskoðun

Posted: 11.sep 2011, 13:00
frá Haffi
Sælir kappar..

Ég er með Suzuki Samurai sem er boddyhækkaður um ca 5 cm og hann er á 33" dekkjum, og svo er búið að setja undir hann willis fjaðrir.

Ég kemst líklega ekki hjá því að láta breytingaskoða hann, en hvað þarf ég að hafa í huga varðandi breytingaskoðunina, er þetta framkvæmt bara á næstu skoðunarstöð og hvað kostar svona breytingaskoðun?

Re: Breytingaskoðun

Posted: 11.sep 2011, 13:09
frá Sævar Örn
Borgaði að mig minnir 1200 kr aukalega fyrir aðalskoðunina


en þú þarft að fá vigtarvottorð á næstu mönnuðu hafnavog, yfirleitt í kringum 1000 kr, 800 kr í hafnarvoginni í hafnarfirði, og hjólastöðuvottorð hjá vottuðu bílaverkstæði með hjólastillingar, hraðamælavottorð er framkvæmt með hand gpstæki frá skoðunarstöðinni og er innifalið í breytingaskoðunargjaldinu, minnir að frávikin séu 4km +- sem mælirinn má sýna vitlaust.

Re: Breytingaskoðun

Posted: 11.sep 2011, 13:36
frá Stebbi
Þú þarft að borga breytingaskoðun, aðalskoðun, hjólastöðuvottorð, viktarseðil. Hjá mér fór þetta í tæp eða rúm 30 þús, man ekki hvort. Þetta miðast að vísu við að bíllinn sé ekki með jeppaskoðun.

Re: Breytingaskoðun

Posted: 11.sep 2011, 13:52
frá Sævar Örn
Sleikti 12 þúsund hjá mér borgaði ekki fyrir hjólastöðuvottorðið en á bilaverkstæði högna í hafnarfirði kostar 12550 að hjólastilla og ekkert aukalega fyrir vottorð

Re: Breytingaskoðun

Posted: 11.sep 2011, 14:13
frá AgnarBen
Björn Steffensen (Hjólastillingar ehf) var ódýrastur þegar ég ath þetta síðasta vetur, fékk hjólastillingu og vottorð fyrir rúman 10 þús.kall með vsk hjá honum.

Re: Breytingaskoðun

Posted: 11.sep 2011, 18:14
frá Stebbi
Bara það að fá hjólastöðuvottorð og aðalskoðun eru rúm 18þús í dag. Þá er eftir að borga fyrir breytingarskoðunina og allar aukafærslur sem koma í skráningarvottorð eins og dráttarbeysli og annað. Vigtunarseðill er um þúsundkallinn.

Re: Breytingaskoðun

Posted: 28.sep 2011, 21:21
frá Birgiro
Svo þarf vottorð fyrir stýrisstöng ef það er búið að breyta henni

Re: Breytingaskoðun

Posted: 28.sep 2011, 21:40
frá s.f
voðalega er mikil munur á hjólastöðuvotorði milli vekstæða mig mynir að það hafi kostað um 28þ hjá höldur á ak að fara með hilux á 35" dekkjum í fyrra

Re: Breytingaskoðun

Posted: 29.sep 2011, 20:54
frá Óskar - Einfari
Já það virðist vera slatti munur á milli hjólastilliverkstæða. Hef alltaf verslað við Björn B. Steffensen (Hjólastillingar ehf) hefur alltaf verið sanngjarn.