Aukarafkerfi
Posted: 10.sep 2011, 17:35
frá stjanib
Sælir
Hver er skoðun ykkar á því að hafa transistora í staðinn fyrir relay í aukarafkerfi.
Hefur einhver keypt eða skoðað aukrafkerfið hjá smarás, þar er einmitt notað transistorar í staðinn fyrir relay..
K.v
Stjáni
Re: Aukarafkerfi
Posted: 10.sep 2011, 21:55
frá Izan
Sæll
Transistorarely eða solidstate relay eru gjarnan notuð þar sem það þarf að vinna oft og hratt því að ótvíræður kostur þeirra er sá að það er engin mekanísmi í þeim sem getur klikkað og engin snerta sem kolast eða einangrast. Verðmiðinn er oftast það sem heldur mönnum frá þeim.
Ég hef ekki orðið var við annað en að Samrás selji almennt góða vöru og ég hefði ekk áhyggjur af því að versla við þá.
Hinsvegar er með þetta eins og allt annað að það er leikur einn að ofgera þessum búnaði og þá er spurning hvernig er að endurnýja þær einingar sem bila t.d. eins og einstaka relay.
Fáðu upplýsingar hjá Samrás hvað hver rás þolir og farðu alls ekki uppfyrir það. Spurðu líka um það hvernig þessi búnaður þolir mikinn startstraum því að ég býst við að HID ljós valdi svolítið miklum startstraumi rétt eins og önnur úrhleðsluljós. Á loftdælu og annað slíkt þarftu að nota annaðhvort mjög stórt SST relay eða bara startrelay úr Bronco.
Kv Jón Garðar