Síða 1 af 1

Koma 6cyl línuvél fyrir í húddi á Hilux/4Runner

Posted: 08.sep 2011, 04:21
frá -Hjalti-
Hefur eitthver komið 6cyl línuvél fyrir í húddi á Hilux/4Runner?
Væri til í að sja þráð eða myndir af því ef það er til..
:)

Re: Koma 6cyl línuvél fyrir í húddi á Hilux/4Runner

Posted: 08.sep 2011, 10:00
frá jeepson
Þú ætlar þó ekki að fara að troða alvöru vél í þinn?? híhíhí :p En hvernig er það. Er ekki 3l diesel rellan 6cyl í 4runner??

Re: Koma 6cyl línuvél fyrir í húddi á Hilux/4Runner

Posted: 08.sep 2011, 10:05
frá Startarinn
jeepson wrote:Þú ætlar þó ekki að fara að troða alvöru vél í þinn?? híhíhí :p En hvernig er það. Er ekki 3l diesel rellan 6cyl í 4runner??


Nei hún er 4 cyl

Re: Koma 6cyl línuvél fyrir í húddi á Hilux/4Runner

Posted: 08.sep 2011, 11:07
frá jeepcj7
Bóndinn hérna á spjallinu var búinn að setja blásna 6 cyl rönd í hilux sem kom úr celicu.

Re: Koma 6cyl línuvél fyrir í húddi á Hilux/4Runner

Posted: 08.sep 2011, 12:10
frá Kiddi
Ég hitti svisslending í sumar inni við Álftavötn og sá var með 4.2 díselmótor úr 100 Cruiser. Framendinn var úr plasti og lengdur um 180 mm. Vélin var með stærri túrbínu og búið að tjúna tölvuna... 300+ hestöfl sagði hann.

Ekki nóg með það heldur var líka afturhásing undan 100 Cruiser og framdrif + nöf. Spyrnurnar voru heimasmíðaðar að framan og FOX coilover, 350 mm slaglengd.
Að aftan voru Fox demparar og 340 mm slaglengd. Svo var hann með olíutanka ALLSTAÐAR, og 50 lítra vatnstank.
Á þessum bíl er hann búinn að þvælast um alla norður afríku og ég veit ekki hvað og hvað, bara gaman að hitta svona nagla.
Félagi hans var á LC 60 sem smíðuð var undir gormafjöðrun fyrir 22 árum... hversu margir voru að því á Íslandi fyrir 22 árum...
Já þriðji bíllinn var síðan LC 80, með hásingarfærslu. Allir á 35" dekkjum!


Image
Image
Image
Image
Image

Bara töff stöff...

Re: Koma 6cyl línuvél fyrir í húddi á Hilux/4Runner

Posted: 08.sep 2011, 12:16
frá jeepson
Þetta hefur þá verið fruner extra long hehe.

Re: Koma 6cyl línuvél fyrir í húddi á Hilux/4Runner

Posted: 08.sep 2011, 21:32
frá Valdi B
þetta hefur verið gert þónokkrum sinnum með góðum árangri...

ég hef séð extracab með 4.0 úr 60 krúser og með hásingu að framan og margt fleira