Síða 1 af 1

Ford Explorer - Hurð opnast óvænt

Posted: 06.sep 2011, 16:16
frá maxwebber
Daginn, ég er með Ford Explorer 1995 árgerð og Það gerist stundum að ökumannshurðin opnast alltíeinu örlítið sérstaklega í beygjum veit einhver hvað gæti verið þarna vandamálið??

Öll skítaköst afþökkuð :)

Re: Ford Explorer - Hurð opnast óvænt

Posted: 06.sep 2011, 18:41
frá KÁRIMAGG
þetta er líklegast slit í læsingunni sjálfri eða bara stirðleiki.
Lenti í svipuðu dæmi reyndar ekki á eins bíl en þar var læsingin búin og var vandamálið úr sögunni með annari læsingu

Re: Ford Explorer - Hurð opnast óvænt

Posted: 07.sep 2011, 08:46
frá atlifr
Sæll

Það gæti vel verið að læsingin sé farin að svíkja en ég myndi athuga hvernig húnninn er fyrst, það er þekkt vandamál í þeim að húnninn í þeim verður "slappur" þ.e. tekur bara efst og dinglar annars laus.

Ég myndi fara vel yfir pinna og fóðringar fyrst þú þarf hvort eð er að fara að gramsa innan í hurðinni.

Re: Ford Explorer - Hurð opnast óvænt

Posted: 07.sep 2011, 13:03
frá Izan
Sælir

Er þetta nokkuð sem góður slurkur af WD-40 ræður ekki við?

Kv Jón Garðar

Re: Ford Explorer - Hurð opnast óvænt

Posted: 13.sep 2011, 14:15
frá maxwebber
Þakka góð svör, en Atlifr hunninn er orðin helvíti slappur og dinglar gæti það verið málið frekar en læsinginn?

Re: Ford Explorer - Hurð opnast óvænt

Posted: 13.sep 2011, 14:51
frá atlifr
Ég gæti trúað að það hjálpi ekki uppá, myndi kannski byrja á því að smyrja læsinguna áður en þú ferð að rífa hurðina í sundur.

Ég hef ekki lent í því sjálfur að hurðin vilji ekki lokast, vanalega er bara leiðinlegt að opna þær með svona "slöppum" haldföngum.