Síða 1 af 1

Stilla ollíuverk eftir Intercooler?

Posted: 06.sep 2011, 07:55
frá Guðjón S
Góðan dag.

Hafa menn einhverja hugmynd um hversu mikið þarf að stilla olíuverkið eftir ísetningu á intercooler, um er að ræða LC hj-61 árg 88, auðvitað með túrbínu.

Kv. Guðjón S

Re: Stilla ollíuverk eftir Intercooler?

Posted: 07.sep 2011, 01:05
frá Hjörturinn
Þess á nú ekki að þurfa, eða ertu að tala um olíumagn eða actuall stillingu á verkinu? (innspítingartíma)

Re: Stilla ollíuverk eftir Intercooler?

Posted: 07.sep 2011, 07:55
frá Guðjón S
Ég er að tala um olíumagnið inn á verkið, erum við ekki að tala um boltann sem er undir membrunni á olíuverkinu?

Re: Stilla ollíuverk eftir Intercooler?

Posted: 07.sep 2011, 12:47
frá Hjörturinn
Það eru 2 boltar á verkinu, annar er aftan á því og er minnir mig með 12mm hettu, hann stillir olíuna í venjulegum gangi.
Svo er annar framan á verkinu sem er með 10mm hettu en hann stillir olíumagnið sem boost compensatorinn gefur, þeas hvað hann bætir mikið við olíuna þegar túrbínan kemur inn.

Aftari boltinn = inn = meiri olía.
Fremri boltinn = út = meiri olía.

Annars ef þú vilt fá eitthvað út úr þessum intercooler mæli ég með að hækka boostið í allavega 14 psi, svo stilla olíuboltana eftir því, mjög góð lausn að fá bara nálaloka hjá Landvélum og setja á slönguna sem fer í wastegate ventilinn.

Sjálfur er ég kominn með fremri skrúfuna alveg út og þá aftari töluvert inn, er að blása mest 16 psi og afgashiti ekki vandamál.

Þessir mótorar geta unnið alveg svakalega skemmtilega með svona smá breytingum.

Re: Stilla ollíuverk eftir Intercooler?

Posted: 10.sep 2011, 17:21
frá Guðjón S
Einmitt já, gætir bent mér á einhvern sem er góður í að stilla þetta og túrbínu með? Einhvern sem er sanngjarn á verði.