Síða 1 af 1

Hreinsa grind...

Posted: 03.sep 2011, 20:42
frá Eiður
Sælir. Nú leita ég visku ykkar, en ég var að versla nýja grind undir patrol. Og mig vantar að vita hvernig ég á að hreinsa alla drullu af henni og með hverju ég á að mála hana. Annað er hvernig er með skráningu og skoðanir ef það er ný grind...

Með þökk fyrir komandi svör.

Re: Hreinsa grind...

Posted: 03.sep 2011, 22:38
frá elfar94
ég hreinsaði alla drullu af hásinguni hjá mér bara með vírbusta, ætli það virki ekki á grindina líka

Re: Hreinsa grind...

Posted: 03.sep 2011, 23:40
frá sukkaturbo
Góða sköfu vírbursta olíuhreinsir og háþrýstidælu og þolinmæði. Ef þú hefur ekkert af þessu og átt slatta af pening sem ég er alveg viss um að þú átt því það byrjar engin á svona verki í dag nema eiga pening því allt er orðið svo dýrt.Þá mundi ég fara með grindina í sandblálstur og sinkhúðun. kveðja Guðni

Re: Hreinsa grind...

Posted: 03.sep 2011, 23:45
frá jeepson
Það getur verið gott líka að berja vel á grindina með slaghamri og smúla svo útur henni að innan fyrst að þú ert að taka hana í gegn. Svo myndi ég úða vel af olíu inní hana.

Re: Hreinsa grind...

Posted: 04.sep 2011, 01:18
frá Sævar Örn
Ég myndi ef þú ert með hana strípaða amk. senda hana í sandblástur og mála hana svo ef í ljos kemur að hún er lítið ryðguð

Grunna vel og mála og svo tektílkvoðu eða eitthvað nógu þykkt utan á


svo er auðvitað hægt að láta dýfa henni í zink en þeim er illa við að húða japanskar grindur(lokaðar prófílgrindur) en það er ekkert mál að húða amerísku opnu grindurnar