Síða 1 af 1

Felgurær og boltar í Patrol

Posted: 02.sep 2011, 21:47
frá jongunnar
Sælir ég lenti í því núna að vinstra framhjólið losnaði hjá mér þegar ég tók eftir þessu voru allar rærnar og hálf skrúfaðar út. Ég fór og talaði við mér fróðari mann sem sagði mér að yfileitt gerðist þetta vegna þess að það væri ekki hert nóg. Þessi ágæti maður ráðlagði mér að herða í 140nm og fylgjast vel með þessu. Jæja núna kemur aðalmálið ég fór áðan og herti þetta samviskusamlega. það slitnuðu gengjurnar af tveimur róm hjá mér. Núna spyr ég hvað ég að gera. Borgar sig að skipta um allar rær og bolta??? eða á ég að skipta bara um rærnar???
Önnur spurning hvar er hagstæðast að kaupa þetta...
kv. Jón Gunnar

Re: Felgurær og boltar í Patrol

Posted: 02.sep 2011, 23:11
frá Freyr
Prófaðu að byrja á nýjum róm, yfirleitt er mun mýkra í þeim en boltunum og því sópast gengjurnar úr þeim frekar en utan af boltunum. Önnur mjög algeng (í mínum huga sú algengasta) ástæða er ofhersla, ekki endilega síðast þegar rærnar voru hertar heldur jafnvel löngu áður og við það missa gengjurnar styrk.

Freyr

Re: Felgurær og boltar í Patrol

Posted: 03.sep 2011, 00:20
frá Kiddi
og muna að setja eitthvað smurefni í nýju rærnar, það er bara vont að herða þurrar gengjur....

Ég lenti í þessu á Patrol í sumar og lausnin var eins og Freyr segir nýjar felgurær, boltarnir voru í himnalagi!

Re: Felgurær og boltar í Patrol

Posted: 03.sep 2011, 08:16
frá jongunnar
OK ég byrja á því! vitið þið hvar er hagstæðast að kaupa rær???

Re: Felgurær og boltar í Patrol

Posted: 03.sep 2011, 08:25
frá stjanib
Ég keypti rær frá Bílabúð benna og þær voru ekki dýrar....

Re: Felgurær og boltar í Patrol

Posted: 03.sep 2011, 10:29
frá Hagalín
Tékkaðu á Bjössa Vald hann getur reddað þessu fyrir þig á skikkanlegu verði.

Annars er ég með 14mm bolta og rær hjá mér og það er alveg til friðs. Ég lenti náttúrulega í
ævintýri í fyrra með vinstra framhjólið hjá mér og skipti þá út öllu að framan róm og boltum.
Ekki svo dýrt dæmi.