Síða 1 af 1

tectil??

Posted: 01.sep 2011, 17:25
frá Palli
þarf maður að hreinsa rið í burtu áður en tectil er borið á?

kv.

Re: tectil??

Posted: 01.sep 2011, 17:52
frá Sævar Örn
já tectil er ryðhægjandi en ekki hrindandi

Re: tectil??

Posted: 03.sep 2011, 16:13
frá Palli
þetta er svona ryðdoppur ekkert alvarlegt varla yfirborðsrið, en ætti ekki að virka að setja rustconverter á undan?

Re: tectil??

Posted: 04.sep 2011, 01:20
frá Sævar Örn
Ryðdoppur eru aldrei alvarlegar fyrr en þær verða að einhverju meiru, ég myndi í þínum sporum eyða hálftíma vinnu í að hreinsa doppurnar burtu grunna og mála yfir og setja svo loks kvoðuna yfir


Það bíta sig margir í handarbakið af því að gera ekkert nema mála eða húða beint yfir(yfirborðsryð) því það virðist alltaf lifa þar undir og á endanum rífur það gat á kvoðuna og þá er ekki aftur snúið allur styrkur farinn úr járninu og stórt stykki sem þarf að sjóða upp.