Síða 1 af 1
Boddylift púðar ?
Posted: 24.aug 2011, 08:34
frá MattiH
Daginn.
Hvað eru menn að nota í boddyhækkun, nælonpúða eða ?
Hvar er hægt að fá svoleiðis á billegu verði ?
Re: Boddylift púðar ?
Posted: 24.aug 2011, 10:04
frá Stebbi
Færð þetta í Málmtækni uppá höfða. Biður um Poly-öxul, vertu búin að mæla þvermálið á boddýfestinguni mig minnir að þú þurfir annað hvort 50 eða 60mm öxul. Svo platarðu starfsmannin til að saga þetta niður í réttar lengdir fyrir þig og vælir þig einhverstaðar inn á verkstæði með sæmilega standborvél til að bora fyrir boltunum.
Hvað ætlarðu að hækka mikið?
Re: Boddylift púðar ?
Posted: 24.aug 2011, 12:07
frá nonnig1
Færð þetta líka í hafnafirði hjá G.Arason, mjög ódýrir þar og vilja allt fyrir mann gera.
Re: Boddylift púðar ?
Posted: 24.aug 2011, 12:29
frá Sævar Örn
Eg geri mer enga grein fyrir því hvað er ódýrt í þessum bransa,
Hvað má ég búast við að 70cm öxull kosti, 5þús, 15 þús, 40 þús?
Re: Boddylift púðar ?
Posted: 24.aug 2011, 14:05
frá MattiH
Ég ætla í 50mm lift, skrúfa hann svo aðeins niður að framan til að fá aðeins betri fjöðrun, taka ballansstöngina að aftan og reyna að koma honum á 38" fyrir næsta vetur.
Eru þetta ekki örugglega 8 boddýfestingar og hvað þarf ég langa bolta miðað við 50mm púða ?
Re: Boddylift púðar ?
Posted: 24.aug 2011, 14:56
frá Stebbi
Þetta er 10 frekar en 12 festingar ef að þú ert á löngum bíl. Svo þarftu 50x50 prófíl til að setja undir boddýið í aftari hjólskálum, ca 10-15cm hvoru megin.
Í þínum sporum myndi ég reyna að færa upp eins margar festingar og þú mögulega getur fyrst þú ætlar í þetta mikið lift. Allavegna fremstu, undir hvalbak að lágmarki. Hækka svo grindina við afturstuðara þegar að því kemur ekki fara í að færa stuðarafestingar.
Re: Boddylift púðar ?
Posted: 24.aug 2011, 18:31
frá MattiH
Af hverju prófíl og af hverju ekki að færa stuðara ?