Gangtruflanir í Trooper 3.0 DT 2000

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Magnus G.
Innlegg: 3
Skráður: 20.aug 2011, 13:32
Fullt nafn: Magnús Gunnlaugsson

Gangtruflanir í Trooper 3.0 DT 2000

Postfrá Magnus G. » 20.aug 2011, 13:42

Er með trooper sem er með gangtruflanir sem lýsa sér á þann hátt að þær eru óreglulegar og geta verið mjög slæmar og svo dottið niður á milli þannig að hann virkar fínt.
Hann er tregur í gang og vill drepa á sér þegar sá gállinn er á honum.
Búið er að útiloka túrbínu og púst og engar villumeldingar í tölvu sem bendir til að rafmagn sé í lagi.
Búið að prófa ísvara og hreinsiefni í díselolíu.
Ef einhver hefur reynslu af slíku eða hugmyndir um hvað þetta gæti verið þætti mér vænt um að heyra frá ykkur.
Einnig ef þið vitið um einhvern sem þekkir vel inn á þessa bíla.
með fyrirfram þökk Magnús G.




helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Gangtruflanir í Trooper 3.0 DT 2000

Postfrá helgiaxel » 20.aug 2011, 18:23

Spíssar og railpresiore switch, næstum 100% viss um það, þessir bílar voru innkallaðir út af þessum galla, ef þinn hefur ekki farið í viðgerð hjá IH út af þssu á sínum tíma þá áttu að fá þetta frítt hjá þeim, ef hann hefur farið áður, er 2ára ábyrgð á þessu, þarft að vera svolítið frekur en þeir gefa sig með þetta á endanum, þetta gerðist hjá mér síðasta sumar tók mig 2 vikur að rífast í þeim þangað til að þeir borguðu, minnir að þetta hafi kostað um 600þús, (varahlutir +vinna)

svo getur verið að þéttingarnar á pickuprörinu fyrir smurolíuna séu orðnar lélagar, þá fer hann illa í gang og kemur e-h ógangur í hann, það kostar um 70þús að skifta um þær á verkstæði,

mæli með Friðrik ólafsyni í Kópavogi, talaðu við Jón verkstæðisformann, hann sér hvað er að að þessu á stundinni.

Kv
Helgi Axel


Gísli Þór
Innlegg: 93
Skráður: 18.aug 2011, 19:18
Fullt nafn: Gísli Þór Þorkelsson

Re: Gangtruflanir í Trooper 3.0 DT 2000

Postfrá Gísli Þór » 20.aug 2011, 21:13

Skoðaðu hvort það sé komið of mikið endaslag í sveifarásinn ef það gerist þá nær sveifarásskynjarinn ekki að lesa ásinn og það getur lýst sér á þennan hátt sem þú lýsir. Ef þú kann ekki að ath það mæli ég með að bifvélavirki skoði málið fyrir þig enda eru þér menntaðir til þess.
gangi þér vel
kv Gísli


Höfundur þráðar
Magnus G.
Innlegg: 3
Skráður: 20.aug 2011, 13:32
Fullt nafn: Magnús Gunnlaugsson

Re: Gangtruflanir í Trooper 3.0 DT 2000

Postfrá Magnus G. » 20.aug 2011, 21:14

Takk fyrir þetta Helgi Axel. Fór með hann tvisvar á sínum tíma þar sem hann skánaði ekkert í fyrra skiptið og kom í ljós að þeir höfðu sett vitlausa spíssa í hann. En það eru meira en 2 ár síðan ég fór með hann síðast svo þeir vilja örugglega ekki ræða það neitt. Billinn hefur hins vegar verið með svipuð einkenni lengi og hefur lagast við að fara með hann í smurningu, en það hinsvegar dugði ekki núna.


Höfundur þráðar
Magnus G.
Innlegg: 3
Skráður: 20.aug 2011, 13:32
Fullt nafn: Magnús Gunnlaugsson

Re: Gangtruflanir í Trooper 3.0 DT 2000

Postfrá Magnus G. » 20.aug 2011, 21:16

Þakka þér fyrir Gísli ég ath. þetta.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Gangtruflanir í Trooper 3.0 DT 2000

Postfrá Freyr » 21.aug 2011, 00:34

Veðja á "rail pressur sensor" sem er á smurolíurásinni ská fyrir ofan spíssana, þarf að taka ventlalokið af til að skipta um hann.


helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: Gangtruflanir í Trooper 3.0 DT 2000

Postfrá helgiaxel » 21.aug 2011, 12:59

ef hann er skárri efir smurolíuskifti .á gæti þetta bent á pickuprörið niðri pönnu (hvernig er smurþrýstingurinn á honum?) svo eins smurrásina í heddinu og railpressor rofann, hráolíukerfið í þessum bíl er hliðrænt við smurolíukerfið og railpressor rofinn samræmir olíukerfið við smurkerfið, ef það er e-h ólag með smurþrýstinginn þá gengur bíllinn ekki, td ef hann nær ekki nógu miklum smurþrýstingi á fyrstu 10sek af starti þá fer hann ekki í gang, og ef smurþrýstingurinn fellur þegar hann er í gangi þá koma í hann gangtruflanir, eins ef rail rofinn er að skynja rangan þrýsting (bilaður)

þú sérð ef spíssarnir eru ónýtir þá kemst hráolía í smurolíuna hjá þér (hækkar á kvarðanum og kemur hráolíulykt af smurolíunni) þetta getur orðið til þess að þynna svo smurolíuna að hún hættir að smyrja, einnig getur hækkað svo á smurolíuhæðinni að vélin slái sveifarás niður og þá ertu með ónýta vél, þéttingarnar á pickupinu skemmast líka ef það kemst diesel í smurolíuna og það á að skifta um þetta ef spíssarnir klikka?

Ég myndi fara með hann til Friðriks Óla í Kóp, þeir eru alvanir þssum bílum og tekur þá ekki nema klukkutíma að fynna út úr þessu, það er hægt að gera margt vitlausara við peninginn en að fá rétta bilanagreiningu strax.

Kv
Helgi Axel

Það er líka möguleiki þetta með endaslag í sveifarás, ef bíllin er sjalfskiftur þá er svo mikill axial-kraftur frá converter að þessar vélar hafa verið að slíta upp endastoppinu í legunum, það kallar á leguskifti.


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Gangtruflanir í Trooper 3.0 DT 2000

Postfrá bjornod » 30.jún 2013, 22:32

Ég er með þetta vandamál núna, veit einhver hvernig þetta var leyst?

Svipað vandamál með lausn:

http://www.itocuk.co.uk/forums/viewtopic.php?t=13572

Fór að ráði bretanna og bíllinn kominn í lag. Þessi bilun kallar ekki fram villu í einföldum aflestri. Bíllinn þarf að komast í Tech 2 tölvu þar sem merkin frá skynjurum eru lesin á meðan bíllinn gengur.

Skipti um:

Oil rail pressure sensor
Lúmmið
Ventlalokspakknigu

......og bingo. Bíllinn kominn í lag.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur