vélaskipti lc,60 í patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 09.aug 2011, 23:12

sælir
ætla að fara að setja vél úr landcruser 60 ( 4L..hj 61) í 94''patrol y60
er ekki einhver sem þekkir þetta og þau vandamál sem upp koma og til í að deila því
það sem ég er að spá er að ná 24v lc startaranum niður í 12v???
( hef heirt að það sé hægt að fá startara úr skout eða einhverju öðru veit bara ekki hverju??? )
( eða sameina lc startaran við eihvern annan startara???? hverju þá til að fá 12v??? )
svo er það handbremsudæmið ???? ( hef heirt að til séu hand,,,,bremsudælur og úr hvernig ökutæki eru þær þá?????)
og svo eru ábiggilega fleiri þrautir sem eiga eftir að koma upp ef einhver þekkir þetta væri ósköp gott ef sá hin sami væri til í að deila því .
Picture 022.jpg
Viðhengi
Picture 009.jpg



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Polarbear » 10.aug 2011, 08:41

ég hef breytt svona mótor í 12 volt og var það ekki mikil vinna. þetta eru ofur-einfaldir mótorar, sterkir og toga vel, en ekkert sérlega sprækir.

þú þarft að ná þér í 12 volta alternator með vacuum dælu fyrir kílreim.

það er búð/verkstæði í súðarvogi, beint á móti innkeyrsluni í áttinna að endurvinnsluni sem ég man ekki hvað heitir, sem sérhæfir sig í alternatorum og störturum og þeir breyttu fyrir mig mínum startara í 12 volt.

ég er náttúrulega með toyotu og setti því olíuþrýtstings- og vatnshitaskynjarana úr gömlu vélinni (2.4L-T) á þessa nýju og passaði það á milli án breytinga. ádreparinn er vacuum-stýrður og notaði ég bara einfaldan vacuumrofa sem ég tengdi inná sviss-strauminn til að stjórna því.

ekki einusinni hugsa um að tengja forhitarann, það er alger óþarfi nema útihiti fari undir -15°c. Frekar að fá sér bara Webasto vélahitara. þessir mótorar eru ótrúlega góðir í gang. Ég myndi satt að segja taka hitagrindina úr loftinntakinu, hún er bara fyrir (það eru ekki hitakerti í þessum mótor ef þú ert með túrbómótorinn).

ef þú lendir í veseni með vacuum stýringarnar þá á ég einhversstaðar teikningu af því ef þú villt. ég þekki þennan mótor sæmilega orðið :) vertu bara duglegur að skipta um olíu (c.a. 5-7000 km fresti) og þá fer hann leikandi létt í milljón kílómetra.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Sævar Örn » 10.aug 2011, 12:48

Handbremsudælur geturðu fengið úr gamla subaru 1800 1982-1991

og gamla Saab90

svo eru nýjir evrópskir bílar með handbremsudælur, vw, audi skoda osfv en þær dælur eru algjört rusl og ekki þess verðar að mixa í fjallajeppa.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 10.aug 2011, 14:42

sælir
þakka ykkur kærlega fyrir þessar upplýsingar

þetta er 89 árg 4Llc motor með túrbínu mjög góð í gang og togar vel ,,,ég hafði hugsað mér að nota allt frá grilli og aftur að drifi ,,,,,( eða,, vatnkassa,,,vél,,,gírkassa,,millikassa ),,,,en 4 hjóla drif er raf,,24v,,,og ,,vagumstírt í millikassa er það eithvað til að hafa áhyggjur af ....????

get ég ekki notað patrol altantorinn ??????ef ekki úr hverju er þá best að fá hann

startarinn,,,er best að láta breita 24vlc startaranum í 12v ????
eða púsla honum við einhvern annan????vitið þið hvað bassar saman????

hitanemi,,,,smurþrístingsnemi,,,,passar það úr hilux 2,4L ?????.

ádreparin,,, það væri voðalega gott að fá teikningar,,,

handbremsan er notturulega drifskaftsbremsa í patrol
er ekki best að leysa það mál með því skifta bara um bremsudælur að aftan og setja hand,,,bremsubulludælu t,d úr subaru 1800,,,82''----91'''???????.

það væri voða gott að fá síma nr hjá einhverjum sem þekkir þetta = (snillingi) fyrir fram takk kv sigfús s:8938305


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Izan » 10.aug 2011, 17:37

Sæll

Mér skilst að menn taki statorinn og rótorinn úr Hilux og setji á LC startarahúsið. Ég veit ekki um ádreparaspólouna og það geim allt saman en sennilega er þetta mjög svipað úr öðrum toyotum t.d. einfaldri vél eins og Hilux eða 4runner.

Ef þú kemur Patrolalternetornum á mótorinn sé ég ekkert athugavert við að nota hann nema að hann er helst til lítill. Glóðarkerti er ég viss um að þú finnir einhversstaðar f 12V en stýringuna þarftu að græja sjálfur. Ég gerði það með 12v tímaliða og startreleyi.

Víðir á Egs hefur verið að smíða patrolhandbremsuna aftan á LC millikassa en annars eru menn hrifnastir af Subaru franbremsudælum með handbremsubúnaði. Leystu þetta með því að smíða milligír úr LC millikassanum og settu Patrolkassann aftast og original handbremsuna þar. Þá færðu líka drifskaftið beint og meira tankapláss.

Vatnshitanema, smurpung o.s.frv. notarðu af gömlu vélinni því að þeir verða að hafa sama impedans og mælarnir, s.s. þeir verða að passa við mælana en ekki gengjurnar á vélinni.

Kv Jón Garðar, Patrol 6.2


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá birgiring » 10.aug 2011, 18:56

Er þetta túrbínulausa vélin 2H eða túrbínuvélin 12 H-T ? Á þessum vélum er grundvallarmunur hvað varðar forhitun o.fl.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Hjörturinn » 10.aug 2011, 19:06

Hérna eru nokkrir manualar, getur fundið teikningar þar
http://daemon4x4.org/portal/downloads.php

Annars ef þetta er 2H með túrbínu þá myndi ég bara sleppa þessu, vertu alveg viss að þú sért með 12H, hef séð alltof marga klikka á þessu og þessir mótorar eiga nákvæmlega ekkert sameiginlegt nema kannski blokkina.

En þetta eru gríðarlega öflugir mótorar þegar búið er að klappa þeim aðeins, skrúfa olíuna í botn, nálaloka á bínuna í sirka 16-17 psi (ekki yfir 14 nema þú sért með intercooler) svo er hægt að slaka á gorminum í boost compensaternum til að olíukúrvan á inngjöf rísi hraðar = meira boot og tog á lágum snúning, þarft reyndar að taka soggreininga af til að komast að þessu.

En þetta er allavega orðið þannig að ég þarf að passa mig að botna hann ekki í blautu í öðrum gír, því þá bara snúast 38 tommurnar :P

Ekki áttu mynd af gripnum?
Dents are like tattoos but with better stories.


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá birgiring » 10.aug 2011, 23:21

Blokkin í 2H er ekki með olíusprautun neðan í stimpla. Stimlarnir í þeirri vél brotna með tímanum ef túrbína er sett á þar
sem vélin er mjög háþrýst fyrir.EN hún er með loftgangráð og laus við helv.rykkina sem 12H-T vélin er þekkt fyrir.

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 11.aug 2011, 02:09

sælir
vélin á að vera eða heita ,,,hj-61 =12hd
þetta er úr landcruser 89árg með túrbínu og fimm gíra kassa

( er verið að tala um mynd af vélinni ég get sett mynd af henni inn á morgun ekkert mál hún stendur bara inná skúrgólfi og býður eftir ísetningu )

þessi vél er ekki með nein glóðarkerti hún er með forhitara í sogrein sem er notturulega 24v og ég ætla að sleppa að tengja,,, mér er sagt að það sé í góðu lagi,,,,séu svo góðar í gang

talaði við rafverkstæði í dag og að breita 24v startaranum í 12v kostar sirka 60.000 ,,,,úpps
spurning hvort er hægt að græa þetta fyrir minni pening..????

er að leita að hgandbremaudælum úr subaru 1800 ,,,,,,ekkert fundið enn,,

milli kassin er raf24v og vagúmstírðu í 4hjóla drif ( vantar 12v vagúmstíringu úr hverju er best að fá svoleiðis )

get sett mynd af mótornum inn á morgun
takk fyrir spjallið,,,, kv sigfús


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá birgiring » 11.aug 2011, 08:15

Ekki sleppa forhitaranum. Í kulda er leiðinda lykt af bílnum fyrst eftir gangsetningu ef hann er ekki hitaður í nokkrar sek. Forhitarinn í soggreininni er með tvískipt elemennt,12 og 24 v.
Einfalt að tengja með takka í mælaborði og segulrofa.

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 11.aug 2011, 12:58

sælir
takk fyrir þetta
vissi ekki að forhitarinn væri,,,, 24v,og,,, 12v,,
nota hann hiklaust ef það er lítið mál

24v vagumpungarnir fyrir 4hjóla drifið,,, ekkert mál að fá þá hjá mér,,,( einnig til í að skifta á þeim og 12v vagumpungum sem ég gæti þá notað ,,,,,eða bara stöng sem bassar í milli kassan,,,),,,kristján,,

set inn myndir að vélinni og startaranum ,,,,(,,,,,sona til gamans,,)
er einhver sem veit um sniðuga leið til að koma,, 24v,, startaranum í 12v ,
,,,,,,helv,,,dírt að láta breita honum á rafverkstæði eða um 60,000

kv sigfus,,

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 11.aug 2011, 13:23

sælir
eithvert vesen að setja myndir eða kunnáttuleisi
vona að þetta komi hér.
svo er ,,,,,eða verður patrolmótor + gírkassi+ 3laga vatnkassi, og,, sennilega millikassi til sölu
mótor ekinn 240,000 nýtt hedd í 170,000 og yfir farnnir spíssar af kistufelli um leið,,,, og gírkassi tekin um leið
eða í 170,000 ,,,,( skifti kassi hjá ss gíslasson )
bíll sem er í góðu viðhaldi og regluleg olíuskifti,,,
,,,,,,,allt saman í topppp lagi ,,,,,kv sigfus.
Viðhengi
001.jpg
Síðast breytt af sigfus þann 11.aug 2011, 13:39, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 11.aug 2011, 13:24

003.jpg

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 11.aug 2011, 13:25

006.jpg

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 11.aug 2011, 13:26

007.jpg


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá birgiring » 11.aug 2011, 13:53

Ég get sent þér mynd af hvor tengingin er 12v og hver er 24v. Hitaraheilinn hjá mér er bilaður og ég tengdi 24v.tenginguna og hita ca. 15 sek.fyrst á morgnana ef kalt er í veðri.
Ef hitinn er 0 C. eða lægri. Veit ekki hvað má hita lengi með 12v.en ef soggreinin er tekin frá hitaranum er auðvelt að sjá hvenær hann byrjar að hitna.

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 11.aug 2011, 14:40

sæll
það væri rosalega vel þegið

kv sigfus


Hilmar Örn
Innlegg: 116
Skráður: 07.feb 2011, 18:05
Fullt nafn: Hilmar Örn Smárason
Bíltegund: 44" 4Runner
Staðsetning: Kópavogur

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Hilmar Örn » 11.aug 2011, 21:52

Startarinn lítur nánast alveg eins út og startarinn af 3 lítra diselvélinni í lc 90 og 4runner, spurning hvort hægt sé að nota svoleiðis startar eða sameina svoleiðis startar við þennan til að fá 12 volt´.


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Þorri » 11.aug 2011, 22:03

mig minnir að þegar við gerðum þetta í bílnum hjá Lárusi þá hafi komið í ljós að startari í 2,4 turbo toyota sem er 12v lítur nákvæmlega eins út og 24v startarin á 4 l vélinni. Við sáum þetta þegar Lárus var búinn að láta breita sínum.

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 12.aug 2011, 11:14

sælir
startaramálið leist,,( sameinaði hilux og lc,,,, þarf að vera 98'' hilux og eldri held ég,,,,) )

vantar smurpung sem nemur þrísting 2 leiðslur í hann ( ,,,held að hann sé í bensín hilux 2,4 )

þetta kemur svona smá saman,,,,,kv sigfus


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá birgiring » 12.aug 2011, 11:57

Veistu hver þyngdarmunurinn er á þessum vélbúnaði og upprunalegu Patrol vélinni ?
Hvað má Patrol bera mikið á framhásingu? Betra að hafa það á hreinu ef að þyngdarmunurinn
á vélunum er mjög mikill.

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 12.aug 2011, 14:16

sælir
nei,,,,,, en hann er einhver

User avatar

LFS
Innlegg: 579
Skráður: 10.apr 2010, 11:39
Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
Bíltegund: nissan patrol y60

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá LFS » 12.aug 2011, 14:25

það þarf sjalfsagt ekki að hafa miklar áhyggjur af frammhásingunni þar sem hun er latin bera 5.9l cummins !
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Hjörturinn » 13.aug 2011, 10:35

minnir að 12H-t sé um 400kg+ sel það ekki dýrara en ég stal því
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

heimir páll
Innlegg: 64
Skráður: 24.okt 2010, 22:26
Fullt nafn: Heimir Páll Birgisson
Bíltegund: patrol 95 38"
Staðsetning: Akureyri eða A-Hún eftir hvort henntar betur

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá heimir páll » 15.aug 2011, 23:34

er ekki fljótlegast að redda sér bara lc 60 aftur hásingu þá er handbremsunni redað og þú færð fljótandi öxla og sterkari hásingu (að ég held)
Ég stend hann flatan hann kemst bara ekki hraðar

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 16.aug 2011, 01:53

sælir
ég er með allan bílinn,,,,Það gæti verið góð lausn

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Polarbear » 16.aug 2011, 11:36

60 krúser hásingin er mun mjórri en patrol held ég örugglega. mældu samt til að vera viss.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Hjörturinn » 16.aug 2011, 12:50

60 cruiser hásingin er töluvert mjórri.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 16.aug 2011, 13:04

sælir
svo er patrol með læsingu í afturhásingu,,,,,,,,
þannig að hún verður mjög trúlega undir,,,,,,kv sigfus

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 26.aug 2011, 20:41

sælir
vantar framdrifskaft undan hilux disel með 2földum lið ,,,,góðum

Hef til sölu patrol gírkassa + millikassa sem er ekinn 50.000
var tekinn í gegn af,,, ss , gíslason skift um allar legur og yfirfarinn
í topp lagi,,,,,,,,, sangjarnt verð
nánari uppl ,,,,8938305,,,kv sigfus

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 02.nóv 2011, 14:00

Polarbear wrote:ég hef breytt svona mótor í 12 volt og var það ekki mikil vinna. þetta eru ofur-einfaldir mótorar, sterkir og toga vel, en ekkert sérlega sprækir.

þú þarft að ná þér í 12 volta alternator með vacuum dælu fyrir kílreim.

það er búð/verkstæði í súðarvogi, beint á móti innkeyrsluni í áttinna að endurvinnsluni sem ég man ekki hvað heitir, sem sérhæfir sig í alternatorum og störturum og þeir breyttu fyrir mig mínum startara í 12 volt.

ég er náttúrulega með toyotu og setti því olíuþrýtstings- og vatnshitaskynjarana úr gömlu vélinni (2.4L-T) á þessa nýju og passaði það á milli án breytinga. ádreparinn er vacuum-stýrður og notaði ég bara einfaldan vacuumrofa sem ég tengdi inná sviss-strauminn til að stjórna því.

ekki einusinni hugsa um að tengja forhitarann, það er alger óþarfi nema útihiti fari undir -15°c. Frekar að fá sér bara Webasto vélahitara. þessir mótorar eru ótrúlega góðir í gang. Ég myndi satt að segja taka hitagrindina úr loftinntakinu, hún er bara fyrir (það eru ekki hitakerti í þessum mótor ef þú ert með túrbómótorinn).

ef þú lendir í veseni með vacuum stýringarnar þá á ég einhversstaðar teikningu af því ef þú villt. ég þekki þennan mótor sæmilega orðið :) vertu bara duglegur að skipta um olíu (c.a. 5-7000 km fresti) og þá fer hann leikandi létt í milljón kílómetra.


Sæll ef þú átt teikningu af vacuum stíringum væri svaka gott að fá þær kv Sigfús

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Polarbear » 02.nóv 2011, 21:04

there you go......

vacuum system 12ht.gif
landcruiser hj61 12ht 12h-T motor engine vacuum

User avatar

Höfundur þráðar
sigfus
Innlegg: 69
Skráður: 09.aug 2011, 21:42
Fullt nafn: Sigfús kristjánsson
Bíltegund: Patrol

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá sigfus » 02.nóv 2011, 23:03

Sælir
vélinn kominn í,,,,,, soldið önnur afstaða á þessu en var með patrol mótor (eðlilega)
hef smá áhyggjur af afstöðu á framskafti svolítill halli á því niður á við er með tvöfaldan lið úr hilux sem ég ætlaði að nota ,,,,hann passar ekkert altof vel mér fynst lítið vera hægt að sveyja þennan lið ,,,,,eða þannig ,,,,vitið þið um tvöfaldan,,,,,einfaldan,,,,,lið sem gæti hentað í þetta dæmi hjá mér,,,,,,,kv Sigfús

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: vélaskipti lc,60 í patrol

Postfrá Startarinn » 02.nóv 2011, 23:27

Það eru tvær gerðir af liðum skilst mér, þeir hreyfast mismikið, ef þú ert með liðinn sem hreyfist minna þá er brjóst í stýringunni sem er hægt að renna niður.
Félagi minn var búinn að skoða þetta aðeins og sagði þetta lítið mál ef liðurinn er tekinn í sundur
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir