MMC breyting

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

MMC breyting

Postfrá biggi72 » 02.aug 2011, 22:07

Daginn.
Var að spá í að hækka jeppann hjá mér sem er MMC PAJERO Sport.
Er ekki hægt að kaupa klossa undir gormana að aftan, en hvernig hækkar maður hann upp að framan?
Afsakið hversu heimskulega er spurt. :)




helgiaxel
Innlegg: 259
Skráður: 27.maí 2010, 19:27
Fullt nafn: Helgi Axel Svavarsson
Staðsetning: Akranes

Re: MMC breyting

Postfrá helgiaxel » 03.aug 2011, 09:06

Fer eftir hvað þú ætlar að setja stórt undir hann, er P-sport ekki á flexitorum að framan? fyrir 33-35" er nóg að skrúfa hann upp á floxitorunum að framan og setja klossa eða lengri gorma að aftan, en fyrir stærra þarf að boddyhækka hann líka, ég myndi fara strax í 60-100mm hækkun á boddy af því ég hef aldrei heyrt um að menn fari í minni dekk en þeir ákváðu í upphafi :)

P-sport er að mig minnir með 4,88 hlutföll sem duga vel fyrir 38 og jafnvel stærra

Kv
Helgi axel


Höfundur þráðar
biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

Re: MMC breyting

Postfrá biggi72 » 03.aug 2011, 20:44

Ok takk fyrir þetta.
Var að hugsa um 33" breytinguna.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: MMC breyting

Postfrá HaffiTopp » 10.aug 2011, 15:54

Ef þú ætlar í 33" breytinug geturðu alveg eins farið í 35" breytingu strax, nánast jafnstór dekk og borgar sig að skera úr og hækka fyrir þeirri dekkjastærð strax í upphafi.
Best væri að hækka hann á fjöðrun um 2". Ég er að spá í 2" hækkunargormum og dempurum að aftan hjá mér frá Old Man Emu og skrúfa hann upp að framan um tæpar 2" og setja þar Rancho9000 stillanlega dempara. (er alveg hægt að fá 2" hækkunardempara að framan frá OME líka). Betra er að hafa hann aðeins minna hækkaðann upp að framan en aftan bæði til að hafa sem minnstann halla á öxlunum og svo ef vel er skoðað þá sést á óbreyttum svona bílum að þeir eru alltaf smá neðar að framan en aftan. Kannski nóg að láta muna annað hvort rúmum eða tæpum sentimeter, en passa sig að það verði ekki of mikill munur annar verður hann kjánalegur á að líta.
Mér skillst að það þurfi að færa fremstu boddyfestinguna svo að framdekkin rekist ekki þar í. Herða útí á legum svo þar sé ekkert slag og skifta út öllu sem er slitið í stýris og fjöðrunarbúnaði að framan; svosem stýrisenda eða spyndilkúlum sem eru farið að slappast og fara svo með hann í hjólastillingu og fá það vottað.
Skera slatta úr og vanda sig við riðvörslu og alla íbætingu svo það komi ekki í hausinn á manni aftur seinna meir, skella á hann könntum. Minnir að þeir kosti um 80.000 hjá Gunnari Ingva hjá Brettakantar.is málaðir í réttum lit.
Fá í hann hraðamælaleiðréttara, viktann og fá það vottað. Fara með hann í breytingarskoðun og þá þarftu sjúkrakassa og slökkvitæki.
Einnig væri snilldarleikur að láta færa þverstífuna að aftan niður um það sem samsvarar hækkuninni á fjöðruninni að aftan og hækka upp brakketið fyrir hleðlsujafnarann fyrir bremsurnar að aftan.
Drifhlutföllin í beinskiftan svona díselbíl er yfirleitt 1:4:88 eins og fram var komið og fyrir sjálfskiftann V63000 er það 1:4.636 minnir mig


Höfundur þráðar
biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

Re: MMC breyting

Postfrá biggi72 » 21.aug 2011, 23:10

Þá kemur ein spurning.
Get ég skrúfað bílinn upp að framan og hvernig er það gert?
Býst við að geta sett klossa undir að aftan hjálparlaust :)

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: MMC breyting

Postfrá arnijr » 21.aug 2011, 23:26

1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: MMC breyting

Postfrá Izan » 21.aug 2011, 23:39

Sælir

Eigum við ekki að láta lappirnar ná til jarðar.

Er það ekki ennþá þannig að jeppar sleppa við breytingaskoðun ef hann er ekki hækkaður meira en 2" og dekkin stækka ekki meira en 10% umfram það sem stendur í skráningaskírteininu?

Allavega ef það er þannig skaltu bara halda þig við 33" breytinguna og byrja á að athuga hjá skoðunarstöð hvort 33" dekk sleppi örugglega undir þennann ramma. Þá skalti troða klossunum undir að aftan og skrúfa upp að framan, jafnvel heldur minna en það sem hann hækkaði að framan. Athugaðu hvorrt það sé hægt með góðu móti að færa demparana niður um hækkunina til að allt sé á sínum stað og svo verður hleðslujafnarinn á afturbremsunum að færast niður um upphækkunina.

Þú þarft sjálfsagt eitthvað að færa samsláttarpúðana niður vegna þess sem dekkin stækka bæði upp og út, þau s.s. breikka líka. Síðan er bara slípirokkurinn, blikklippurnar og slaghamarinn. Oftast nær eru kantar framleiddir fyrir 33-35" dekk og það væri ekkert galið að klippa fyrir stærri dekkjum því að þangað áttu eftir að fara.

Flexitorarnir eru skrúfaðir upp þar sem þeir festast í grindina. Þar ætti að vera einn stór bolti sem hefur þetta hlutverk og þegar þú sérð hann fattarðu strax hver það er. Þú þarft pottþétt einhvert sleipiefni á hann og það er gott að spreyja á hann degi áður en hafist er handa. Vandamálið við klafahækkun er það að þú breytir hallanum á öxlunum og eykur slitið á hosunum. Þar að auki stýfirðu fjöðrunina svolítið en svolítil hækkun skemmir ekkert. menn verða bara að stíga varlega til jarðar með þessu.

Kv Jón Garðar

P.s. búðu þig undir að vilja halda áfram að breyta því að þetta er bara byrjunin.

User avatar

arnijr
Innlegg: 86
Skráður: 06.apr 2010, 23:46
Fullt nafn: Árni Júlíus Rögnvaldsson
Bíltegund: Mitsubishi Pajero

Re: MMC breyting

Postfrá arnijr » 22.aug 2011, 00:43

Ég held að það sé eins með Pajero Sport og Pajero, 33ja tommu sleppur, 35 þarf breytingaskoðun. Í raun alveg sama breytingin, bara spurning hvaða dekk eru sett undir, en endilega að ganga strax frá úrskurði og slíku þannig að 35 komist undir. Kubbar undir samsláttarpúðana fást hjá Málmsteypunni Hellu, eins og kubbarnir undir gormana. Minnir að gormakubbarnir séu 40mm, sem í Pajero er nóg fyrir þessar dekkjastærðir.

Það sem er leiðinlegt við uppskrúfunina að framan er að fjöðrunin niður á við styttist og það verður meiri halli á öxlunum, þannig að meira reynir á öxulhosur og kúluliðinn. Þetta hefur nú samt allt haldið ágætlega hjá mér, búinn að skipta um hosur öðru megin á síðustu tveimur árum hjá mér.

Svo er það bara boddíhækkun fyrir alvöru dekk, þetta leiðir eitt af öðru eins og Izan segir, mikill vill meira. 38 tommur næstar á dagskránni hjá mér, eftir því sem tími og peningar leyfa.
1998 Mitsubishi Pajero GLS 2.8TDI

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: MMC breyting

Postfrá Stebbi » 22.aug 2011, 10:59

Persónulega myndi ég boddýlyfta um 20-30mm og láta fjöðrunina í friði. Þetta er svo sáralítið sem þarf uppá til að þessi dekk passi að er hreinlega sorglegt að fara að skemma fjöðrunina fyrir það.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
biggi72
Innlegg: 82
Skráður: 28.júl 2011, 20:28
Fullt nafn: Birgir M Hauksson

Re: MMC breyting

Postfrá biggi72 » 22.aug 2011, 18:01

Takk fyrir þessi greinagóðu svör :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 28 gestir