Síða 1 af 1

Ryðvarnarefni

Posted: 22.júl 2011, 21:25
frá hobo
Hvað eru menn að nota til að ryðverja boddístálið?
Var að skera úr gólfi og síls og þarf eitthvað alvöru stöff sem heldur ryðinu í burtu.

kv HB

Re: Ryðvarnarefni

Posted: 22.júl 2011, 22:44
frá Sævar Örn
Grunnur, málning og olía eða feiti yfir

Re: Ryðvarnarefni

Posted: 23.júl 2011, 20:40
frá jeepson
Það er gat í gólfinu á pattanum mínum sem að ég ætla að bæta í núna á næstuni. Ég hafði hugsað mér að smyrja alt góflið með koppafeiti og setja byggingaplast yfir og svo gólf teppið. heyrði að þetta hafði verið gert á jeepster. sá var víst mikið ryðgaður en gólfið leit út eins og nýtt.

Re: Ryðvarnarefni

Posted: 24.júl 2011, 16:09
frá haffij
Hvernig var svo lyktin inni í þessum bíl á heitum sumardegi?

Re: Ryðvarnarefni

Posted: 24.júl 2011, 16:31
frá jeepson
haffij wrote:Hvernig var svo lyktin inni í þessum bíl á heitum sumardegi?


Það fylgdi aldrei söguni.

Re: Ryðvarnarefni

Posted: 24.júl 2011, 17:12
frá LFS
en tjöruborðarnir eru þeir any good ?

Re: Ryðvarnarefni

Posted: 24.júl 2011, 20:20
frá hobo
En í hjólaskálum þar sem stálið er ekki bakvið plast, þarf ekki eitthvað meira en málningu þar? Mjúka vörn, svona til að þola steinkastið?

Re: Ryðvarnarefni

Posted: 24.júl 2011, 20:36
frá jongunnar
´Ég er að fara að sama pakka og þú Hörður og var að spá í að grunna og mála það sem er inní bílnum og síðan sílsana þar ætla ég að dæla holrúms ryðvörn. og undir hann fera bara ryðvörn Þórðar ;)

Re: Ryðvarnarefni

Posted: 24.júl 2011, 20:45
frá Kiddi
49cm wrote:en tjöruborðarnir eru þeir any good ?

NEI. Safna í sig raka og síðan ryðgar undan þessu helvíti!!!

Re: Ryðvarnarefni

Posted: 24.júl 2011, 22:38
frá s.f
zink frá wurth og svo lakk yfir það og svo bara tegtil frá n1

Re: Ryðvarnarefni

Posted: 24.júl 2011, 23:57
frá Sævar Örn
Mála hjólskálar mjög vandlega og setja þéttiborða líkt og sett er í brettakanta á jeppum til að verjast grjótkasti innanfrá, svona er þetta gert í rútunum og svo eru þessir borðar bara til friðs for ever, vatnsfráhrindandi, skiptir MIKLU MÁLI að kítta vel aftan á hann svo vatn og raki komist aldrei a milli borðans og hjólskálarinnar