ARB boltar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

ARB boltar

Postfrá StebbiHö » 18.mar 2010, 21:42

Hafa menn verið að lenda í því að boltarnir sem halda ARB lásunum hafi slitnað? Lenti í þessu og er ekki sáttur við þetta drasl! Ekið einungis 700 km og aldrei verið neitt álag að þessu dóti og svo fer allt í sundur og ónýtt hlutfall og slitnir boltar! Hef fengið þær lýsingar að þetta hafi verið að gerast og sérstaklega áður en þessum boltum var fjölgað en þeir eru 6 í læsingunni hjá mér. Hafa menn verið að bora þetta út og setja stærri bolta? Mér finnst þetta vægast sagt léleg ending! Endilega látið mig vita af reynslusögum ykkar. Þetta er í 14 bolta semifloting hásinu á 44".

Kv, Stefán hinn svekti!!!



User avatar

Ingaling
Innlegg: 124
Skráður: 01.feb 2010, 18:45
Fullt nafn: Ingi Björnsson
Bíltegund: Toyota LC90
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: ARB boltar

Postfrá Ingaling » 18.mar 2010, 22:50

Spurning hvort þeir hafi verið ofhertir við ísetningu... bara pæling...
Toyota LC90 VX. 32"
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi Jeep..!

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: ARB boltar

Postfrá Kiddi » 19.mar 2010, 00:30

Það má ekki nota sömu boltana tvisvar (togna) og það verður að líma þá annars er hætt við því að þetta verði ekki til friðs. Ég lét Magga felgu sjóða minn saman.


Höfundur þráðar
StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: ARB boltar

Postfrá StebbiHö » 19.mar 2010, 00:39

Ok, málið er líka að þetta bölvaða rusl er algerlega nýt. Þannig að það hefur ekki verið tekið í sundur eða neitt slíkt. Er kanski gæfulegast að sjóða þetta bara saman? Eru engin vandamál tengd því, utan að það er smá bras að ná því í sundur ef þar? Er vægast sagt svektur á þessu, það var allt sett nýtt í hásinguna í vetur og svo fer svona! Eitthvað var minnst á að þetta væru bara 6mm boltar og það væri barasta of grant, hvað segja menn um það? Er orginal frágangur á þessu svona lélegur!


Stefán

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: ARB boltar

Postfrá Tómas Þröstur » 19.mar 2010, 10:22

Ég keypti fyrir 2 árum ARB í Dana 35 og 8.8 Ford og var hissa á því við samsetningu hvað hönnun og smíði virkaði gróf á mig á þessum læsingum og skrýtin útfærsla (rörasnitti) á festibolta fyrir mismunadrifs miðjuöxul. Kæmi mér ekki á óvart að hann losnaði einhvern daginn hjá mér. Samt límdur eins vel og hægt var. Annað ætti ekki að losna hjá mér (vonandi) því tveir samsíðir hlutar mismunadrifshúsins eru festir saman með sömu boltum og halda kambinum. Sú útfærsla er nýrri hönnum minnir mig á báðum læsingunum - að minnsta kosti á 35 læsingunni. En ef það eru sér stakir boltar sem halda mismunadrifshúsinu saman en ekki kambboltar þá er hætt við að þeir losni. Sjóða þannig hús saman hljómar ágætlega, að ég held, ef þéttihringur ofhitnar ekki.


GudniPall
Innlegg: 13
Skráður: 19.mar 2010, 11:33
Fullt nafn: Guðni Páll Gunnarsson

Re: ARB boltar

Postfrá GudniPall » 19.mar 2010, 11:46

Ég er í Flugbjörgunarsveitinni í Rvk, við sluppum fyrir horn með ARB lás í framdrifinu á öðrum Patrolnum okkar. Það var verið að skipta um olíu á drifinu og þá komu þrír boltar niður með olíunni. Þegar drifið var tekið úr stóð fjórði boltinn hálfur úr lás-húsinu kengbogin en síðustu tveir voru fastir, sem betur fer. Hlutfallið og lásinn slapp hjá okkur en boltarnir sem höfðu losnað voru bognir og brotnir.

Ég hef heyrt að menn punkti boltana fasta og/eða skelli nokkrum punktum þar sem lásinn er settur saman.

Kv. Guðni


Höfundur þráðar
StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: ARB boltar

Postfrá StebbiHö » 19.mar 2010, 17:24

Sæll Guðni.

Voru sem sagt boltarnir lausir, ekki slitnir? Nefnilega í mínu tilfelli voru þeir bara slitnir af, hausarnir. 2 voru eftir en hinir farnir. Þetta dót er sem sagt enganveginn að gera sig, er farinn að dauðsjá að hlusta á þau ráð að setja þetta en ekki Nospin. Skal viðurkenna að það er voða gott að geta sett þetta á og tekið af en með svona kostnaði og ef þetta þolir ekki notkun þá er þetta ekki sniðugur búnaður! Hef séð umræður þar sem menn hafa verið að ræða kosti og galla hvorar tegundar fyrir sig og get alveg skilið sjónarmið þeirra sem vilja hafa þetta þannig að það sé hægt að taka af og setja á en í svona bíl eins og ég er með hefði Nospin verið hengurgra, nota hann ekkert nema í fjallaferðir og þær fáar, en ekkert í bæjarsnatt. En hvað um það, þetta er komið í svo ætli maður verði ekki að laga þetta dót og endurbæta til að þetta sé ekki að leka í sundur, líst best á að sjóða þetta saman, á eftir að útfæra hvernig maður gerir það.


Kv, Stefán semerennsvektur!

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: ARB boltar

Postfrá Brjótur » 19.mar 2010, 18:34

Já ég skil svosem að þú sért svekktur ég var að lenda í sama veseni nema að ég notaði vitlaust lím eða ónýtt, slapp við skemmdir á lásnum en hlutfallið brotnaði aðeins en ég átti annað en það verður að svínherða þetta og nota bolta sem eru 12 eitthvað í styrk og tel árteiðanlegt að séu ekki teygjuboltar en annars hef ég notað loftlása í mörg ár og vil ekki skifta þeim fyrir nospin.

kveðja Helgi

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: ARB boltar

Postfrá arni87 » 19.mar 2010, 19:24

Þessir boltar slitnuðu hjá mér þrátt fyrir að það væru suðupuntar á samsetningunni á læsingunni.

Karlarnir í Vélsmiðjunni sem ég fór í sögðu að þetta væru ónýtir boltar sem komi orginal í þeim,
þeir sögðust alltaf taka þessa bolta úr og bora og snitta fyrir stærri boltum.

Þetta gerðu þeir fyrir mig og virkar flott, engin suða bara boltarnir.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


Höfundur þráðar
StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: ARB boltar

Postfrá StebbiHö » 19.mar 2010, 19:42

Já að setja stærri bolta hefur verið orðað, og kanski að maður geri það líka en ég læt sjóða þetta líka, þegar maður verður kominn á 46"verður þetta helv dót að halda. En maur sér fram á að taka framhásinguna og laga læsingun þar líka, var sett á sama tíma og að aftan.

Kv Stefán


GudniPall
Innlegg: 13
Skráður: 19.mar 2010, 11:33
Fullt nafn: Guðni Páll Gunnarsson

Re: ARB boltar

Postfrá GudniPall » 21.mar 2010, 21:02

StebbiHö wrote:Sæll Guðni.

Voru sem sagt boltarnir lausir, ekki slitnir?


Já hjá okkur virtust boltarnir haf losnað og skrúfast út, einn af boltunum stóð hálfa leiðina út úr lás húsinu.

Kv. Guðni


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 46 gestir