Síða 1 af 1
Að ná sektor-arm af???
Posted: 21.júl 2011, 20:14
frá joisnaer
núna er ég að vesenast í því að ná sektorarminum af stýrismaskínuni hjá mér og ég er bara í tómu tjóni við það. Ég er búinn að vera með aðdráttarkló í þessu verki en samt næ ég þessu engan veginn af. búinn að prófa að hita þetta, sprauta WD-40 inná milli, slá í þetta með hamri og ég er orðinn alveg hugmyndarsnauður um hvernig ég á að fara að þessu.
eru einhverjir hérna sem eru með snilldar trix til að ná svona sektor arm af???
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 21.júl 2011, 21:15
frá Ofsi
Slípirokkinn á kvikindið. Skurðarskífu í rokkinn,slípar þar til 2-3 millimetrar eru eftir inn í öxulinn. Þá tekur þú meitil og slærð inn í sárið. Við það springur armurinn og dettur af. Einfaldasta og fljótlegasta leiðin. Kv Ofsi
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 21.júl 2011, 21:23
frá joisnaer
já ég var að hugsa um það, langar samt helst til að ná honum heilum því ég er ekki alveg 100% viss um að sá sem ég ætla að setja á passi akkúrat, þetta er á discovery og nýji armurinn kemur af range rover classic
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 21.júl 2011, 21:36
frá Hjörvar Orri
Þú getur keypt aðdráttarkló hjá N1 sem er virkar akkurat fyrir þetta. Hún er með 2 klær sem er hægt að bolta saman. Ég mundi tjekka á því ef þú vilt ná arminum heilum af.
Kv. Hjörvar
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 21.júl 2011, 21:44
frá Hjörvar Orri
Hjörvar Orri wrote:Þú getur keypt aðdráttarkló hjá N1 sem er virkar akkurat fyrir þetta. Hún er með 2 klær sem er hægt að bolta saman. Ég mundi tjekka á því ef þú vilt ná arminum heilum af.
Kv. Hjörvar
Vel á minnst, ég var búinn að prófa allt sem þú taldir upp, og var kominn á það að fara með rokkinn á þetta, þar til mér var bent á þessa aðdráttarkló. Hún lítur aumingjalega út, en stendur fyrir sínu.
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 21.júl 2011, 23:11
frá oggi
hringdu á morgun í eðalbíla
http://www.edalbilar.is/ þeir eru vita eitt og annað um land rover / range rover
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 22.júl 2011, 00:23
frá Freyr
Hef tekið arm af tveimur maskínum úr u.þ.b. '08 defender, þeir voru fjandanum fastari. Náði þeim af með því að setja stóra afdrárrarkló á þá og setja svo rörtöng á armana á klónni til að geta hert meira (tveggja manna verk), hitaði svo arminn vel með gastækjum (hitaði samt bara smá hluta úr hringnum mikið á stuttum tíma til að lágmarka hitann sem færi upp í maskínu og gæti mögulega skemmt pakkdósir), sló svo á arminn með 1500 gr. hamri og tók vel á því, þá kom þetta að lokum.
Freyr
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 22.júl 2011, 01:28
frá joisnaer
takk fyrir þessar ábendingar, athuga þetta á morgun.
hvað kostaði annars þessi aðdráttarkló hjá N1?
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 22.júl 2011, 02:11
frá Startarinn
Það virkar líka oft vel með svona kónískar samsetningar að taka tvo slaghamra og berja á hringinn með annan hamarinn sem aðhald á móti hinumegin
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 22.júl 2011, 08:03
frá Tómas Þröstur
Startarinn wrote:Það virkar líka oft vel með svona kónískar samsetningar að taka tvo slaghamra og berja á hringinn með annan hamarinn sem aðhald á móti hinumegin
Já en líka að vera með stóra kló og gefa vel þétt drag með sleggjunni hans afa á endann á klónni sjálfri (þar sem lykill eða toppur er settur á) Ef það kemur ekki þannig þá að snöggvelgja bara arminn sjálfan og halda áfram að berja á klónna.
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 22.júl 2011, 15:14
frá Hjörvar Orri
joisnaer wrote:takk fyrir þessar ábendingar, athuga þetta á morgun.
hvað kostaði annars þessi aðdráttarkló hjá N1?
Sæll. Hún kostaði um 3000 k.r. árið 2008. Ég á hana enn, og hef þurft að grípa til hennar þegar svo ber undir.
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 23.júl 2011, 10:36
frá Izan
Sæll Jói
Losaðu bara rónna og farðu í bíltúr. Armurinn dettur pottþétt af þegar þú síst mátt við því.
Kv Jón Garðar
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 23.júl 2011, 11:33
frá jongunnar
Izan wrote:Sæll Jói
Losaðu bara rónna og farðu í bíltúr. Armurinn dettur pottþétt af þegar þú síst mátt við því.
Kv Jón Garðar
Bwahahahahaha dreptu mig ekki :)
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 23.júl 2011, 13:16
frá Sævar Örn
Er með í vinnuni púllara úr N1, virðist vera mjög aumt kvikindi og lítið en þar á móti nær hann taki á allskonar flötum.
á pinnanum er 17mm haus og ég hefi ekki verið ragur að negla á hann með loftverkfærum, hef einu sinni lent í vandræðum við að losa sektorsarm af og akkurat var það í landróver, þá var púllarinn settur á, spenntur alveg ábyggilega við það að brotna, svo var stóra sleggjan og meitillinn gripinn og lamið utan í hliðarnar á arminum og hann small af og þrykktist í gólfið með þvílíkum látum
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 23.júl 2011, 21:54
frá joisnaer
Izan wrote:Sæll Jói
Losaðu bara rónna og farðu í bíltúr. Armurinn dettur pottþétt af þegar þú síst mátt við því.
Kv Jón Garðar
hahaha, þetta hljómar hálf hættulega Jónsi minn.
en ég held að það endi með því að ég fjárfesti mér í svona töfra aðdráttarkló frá ENNEINN, ef ég geri það ekki fer ég bara með rokkinn á þetta helvíti, búinn að gera mig nokkrum sinnum alveg vitlausan og brjálaðan af þessum armi sektors
Re: Að ná sektor-arm af???
Posted: 23.júl 2011, 23:18
frá JonHrafn
Maskínuna úr og í pressu með hana?