Síða 1 af 1

Spurning fyrir mitsubishi specialista

Posted: 14.júl 2011, 09:35
frá Arsaell
Jæja er einhver hérna svo vel að sér í mitsubishi fræðum að hann getur upplýst mig um hvort að drif-kögglar úr pajero gen-2 (1993-2000) muni passa í Mitsubishi L-200 (2006-2009).

Miðað við þær upplýsingar sem að ég hef fundið á netinu þá sýnist mér sömu drif vera undir L-200 bílnum og Gen-2 Pajeroinum.
En ég er samt ekki 100% viss, er einhver hér sem að þekkir þetta út og inn og getur sagt mér hvort að þetta sé allt sama tóbakið eða ekki.

Re: Spurning fyrir mitsubishi specialista

Posted: 14.júl 2011, 20:26
frá jeepcj7
Ég held að ég fari með rétt mál að þú sért með sömu drif og 2.8 tdi/3.5 v6 er með eða sem sagt stóra 9.5" afturdrifið og 31 rillu öxla en að framan er alltaf sama drifið 8" og 28 rillur eftir ca.1991.

Re: Spurning fyrir mitsubishi specialista

Posted: 14.júl 2011, 21:20
frá snöfli
Sammála síðasta ræðumanni. Stærra afturdrif í 2.6D og 3.5B bílunum en sama í 2.5D og 3.0B

Re: Spurning fyrir mitsubishi specialista

Posted: 15.júl 2011, 01:01
frá geirsi23
er ekki rafm.lás hjá þér?, ég veit það passar ekki úr pajero sport í 2,5d í l200 af sömu árg. 2003

Re: Spurning fyrir mitsubishi specialista

Posted: 16.júl 2011, 17:52
frá Arsaell
Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar, eftir smá meiri eftirgrennslan á netinu þá fann ég þetta:

Samkvæmt ARB:
Image

Pajero Gen2
Image

Pajero Gen2 hlutföll
Image

Þess vegna mér sýnist þetta allt vera rétt hjá ykkur, ég yrði þá að finna köggul úr 2.8tdi eða 3.5 B með 4.90 hlutfalli. Kögglar úr 2.5 bílnum myndu ekki passa.

er ekki rafm.lás hjá þér?, ég veit það passar ekki úr pajero sport í 2,5d í l200 af sömu árg. 2003

Nei því miður er ekki rafmagnslás í bílnum hjá mér heldur er hann bara með limited slip diff , lásinn er ekki standard í þessum heldur er hann extra option, nokkuð sem menn ættu að athuga áður en þeir versla svona bíl.

Það væri því ansi fínt að finna köggla með lás að aftan.