Spurning fyrir mitsubishi specialista

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Spurning fyrir mitsubishi specialista

Postfrá Arsaell » 14.júl 2011, 09:35

Jæja er einhver hérna svo vel að sér í mitsubishi fræðum að hann getur upplýst mig um hvort að drif-kögglar úr pajero gen-2 (1993-2000) muni passa í Mitsubishi L-200 (2006-2009).

Miðað við þær upplýsingar sem að ég hef fundið á netinu þá sýnist mér sömu drif vera undir L-200 bílnum og Gen-2 Pajeroinum.
En ég er samt ekki 100% viss, er einhver hér sem að þekkir þetta út og inn og getur sagt mér hvort að þetta sé allt sama tóbakið eða ekki.



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Spurning fyrir mitsubishi specialista

Postfrá jeepcj7 » 14.júl 2011, 20:26

Ég held að ég fari með rétt mál að þú sért með sömu drif og 2.8 tdi/3.5 v6 er með eða sem sagt stóra 9.5" afturdrifið og 31 rillu öxla en að framan er alltaf sama drifið 8" og 28 rillur eftir ca.1991.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Spurning fyrir mitsubishi specialista

Postfrá snöfli » 14.júl 2011, 21:20

Sammála síðasta ræðumanni. Stærra afturdrif í 2.6D og 3.5B bílunum en sama í 2.5D og 3.0B


geirsi23
Innlegg: 93
Skráður: 14.júl 2010, 00:45
Fullt nafn: Geir Höskuldsson

Re: Spurning fyrir mitsubishi specialista

Postfrá geirsi23 » 15.júl 2011, 01:01

er ekki rafm.lás hjá þér?, ég veit það passar ekki úr pajero sport í 2,5d í l200 af sömu árg. 2003


Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Spurning fyrir mitsubishi specialista

Postfrá Arsaell » 16.júl 2011, 17:52

Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar, eftir smá meiri eftirgrennslan á netinu þá fann ég þetta:

Samkvæmt ARB:
Image

Pajero Gen2
Image

Pajero Gen2 hlutföll
Image

Þess vegna mér sýnist þetta allt vera rétt hjá ykkur, ég yrði þá að finna köggul úr 2.8tdi eða 3.5 B með 4.90 hlutfalli. Kögglar úr 2.5 bílnum myndu ekki passa.

er ekki rafm.lás hjá þér?, ég veit það passar ekki úr pajero sport í 2,5d í l200 af sömu árg. 2003

Nei því miður er ekki rafmagnslás í bílnum hjá mér heldur er hann bara með limited slip diff , lásinn er ekki standard í þessum heldur er hann extra option, nokkuð sem menn ættu að athuga áður en þeir versla svona bíl.

Það væri því ansi fínt að finna köggla með lás að aftan.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur