Síða 1 af 1

Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 08.júl 2011, 17:43
frá hobo
Ég bara hef ekki hugmynd um hvað þetta kallast, en þetta er semsagt gúmmíið sem er í t.d. hvalbak til að koma lögnum á milli vélarýmis og mælaborðs.

Ég þarf að koma loftslöngu og rafmagnsvírum aftur á pall og þarf að setja svona gúmmí í 50mm gat sem er á pallgólfinu, svo þetta verði nú vatnshelt.

Hvar finn ég þetta? Er búinn að prófa Landvélar, Bílasmiðinn og N1.

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 08.júl 2011, 19:30
frá Haukur litli
Finndu þetta úr partabíl.

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 08.júl 2011, 19:49
frá hobo
Ég vissi af því, en þetta hlítur að vera til einhversstaðar.

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 08.júl 2011, 20:38
frá nobrks
wurth

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 08.júl 2011, 21:31
frá hobo
ok takk prófa það.

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 08.júl 2011, 22:05
frá Sævar Örn
http://en.wikipedia.org/wiki/Grommet


þekki íslenska orðið ekki...

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 08.júl 2011, 22:15
frá hobo
Þeir virðast ekki eiga það.
https://verslun.wurth.is/catalog/product/gallery/id/9005/image/3203/

Ég verð þá að reyna að finna þetta úr bíl.
..sem minnir mig á það að ég á til rafkerfi úr súkku einhversstaðar, það væri þá fyndið ef ég ætti þetta þá bara til..

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 08.júl 2011, 22:51
frá Sævar Örn
Furða mig á að bílasmiðurinn hafi ekki átt þetta.

En já það er fullt af grommettum í súkkurafkerfi :)

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 08.júl 2011, 23:54
frá bjsam
Sæll ég á til fullkomna túðu í svona ,en hún er eitthvað stærri en 50 mm. hef notað svona í hvalbak í Toyotu Hilux. get reddað þér ef þú villt ,skal mæla gatastærðina og senda póst .Kv.Bjarni

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 09.júl 2011, 00:53
frá Freyr
Þetta gat er í stærri kanntinum en ég hef græjað svona með því að:

Bora gat
Ryðverja
Troða í gegnum það nokkra cm. löngum bút úr gúmmíslöngu sem er þröngur í gatinu
Þræða lagnirnar gegnum slönguna og þétta svo með kítti og tape

Kv. Freyr

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 09.júl 2011, 10:05
frá jongunnar
Hörður farðu í næstu verslun sem selur raflagnaefni og fáðu Gúmmí nippil til að setja í töflukassa þeir eru til í öllum stærðum og gerðum. (eða svona næstum því)
kv. Jón Gunnar

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 09.júl 2011, 11:19
frá jongunnar
Geturðu ekki notað eitthvað af þessu sem er hér

http://www.reykjafell.is/gogn/3400000_netid.pdf

Re: Lagna-þilgúmmí...?

Posted: 09.júl 2011, 14:47
frá hobo
Haldið þið ekki að ég eigi bara fullt af þessu, reyndar fyrir 48mm gat þannig að það skröltir aðeins, en ég læt þetta passa..

Gott að eiga nóg af grommettum ;)