Síða 1 af 1
ARB þéttihringir
Posted: 17.mar 2010, 10:15
frá Óskar - Einfari
Sælir félagar
Vitið þið um einhverja sem gætu átt varahluti í ARB, það sem mig vantar nákvæmlega eru þéttihringirnir tveir sem fara alltaf inni í drifinu...Benni á þetta ekki, ekki stál og stansar, ekki AT, ekki breytir og ekki K2 á akureyri.
Kv.
Óskar Andri..... með lekan afturlás....
Re: ARB þéttihringir
Posted: 17.mar 2010, 11:02
frá Járni
Benni auglýsir að hann panti hvað sem er fyrir hvern sem er, spurðirðu út í það?
Re: ARB þéttihringir
Posted: 17.mar 2010, 11:08
frá Óskar - Einfari
Þeir eiga þetta iðulega til sko... bara búið eins og er og amk 2 vikur í að þeir komi aftur.... sem er svosem í lagi en ég hefði viljað fá þetta í fyrir páskatúrinn...
Re: ARB þéttihringir
Posted: 17.mar 2010, 13:10
frá jeepcj7
Ertu búinn að athuga Jeppasmiðjuna á Ljónsstöðum 4822858 ?
Re: ARB þéttihringir
Posted: 17.mar 2010, 13:45
frá Óskar - Einfari
Ég hringdi þangað, ekki til... en takk samt
Re: ARB þéttihringir
Posted: 21.mar 2010, 23:51
frá Freyr
Veit ekki hvort þetta eru einhverjir voða spes hringir, ef ekki ættir þú að prófa landvélar og Barka.
Freyr
Re: ARB þéttihringir
Posted: 22.mar 2010, 03:00
frá Hlynurh
ef þú veist nákvæmlega hvað hún heitir þá er það bara ebay lenti í þessu þegar mér vantaði slatta af varahlutum fyrir utan þessar 2 vikur sem mér var sagt að þetta tæki urðu svo 2 mánuðir :S enn þegar það kom þá var þetta allt rétt og fékk þetta á mjög mjög góðu verði hjá benna
Re: ARB þéttihringir
Posted: 22.mar 2010, 09:28
frá Óskar - Einfari
Þetta eru víst einhverjar afbrigðilegar stærðir er mér sagt af stál og stönsum.. hef reyndar ekki reynt barka eða landvélar...
Ég er búinn að finna þessa hringi hjá MarlinCrawler og kosta þeir 2,29 USD, þeir senda reyndar ekki til íslands og að nota shopusa sem millilið að þá munu þessir o-hringir kosta c.a. 3.400,- sem eru frekar dýrir o-hringir. Spurning hvort maður finni einvher á ferðinni út...
Kv.
Óskar Andri
Re: ARB þéttihringir
Posted: 22.mar 2010, 14:56
frá Brjótur
Sælir þetta eru kanski ekki bara afbrigðilegar stærðir heldur eru þetta ekki venjulegir kúptir o-hringir heldur frekar kantaðir
hringir.
kveðja Helgi