Síða 1 af 1

Skráning á dráttarbeisli

Posted: 06.júl 2011, 11:14
frá AgnarBen
góðan dag

Er mikið mál að fá heimasmíðað prófílbeisli (dráttarbeisli að aftan) skráð ? Getur maður farið upp í Frumherja og fengið þá til að taka það út og er það nóg eða krefjast þeir teikninga og vottaðs suðumanns líka ?

Það er skráð dráttarbeisli undir bílnumí dag en ég ætla að smíða prófílbeisli undir hann í staðinn. Hvernig snúa menn sé almennt í þessu ?

kv / Agnar

Re: Skráning á dráttarbeisli

Posted: 06.júl 2011, 11:57
frá LFS
geturðu ekki flutt skraninguna af gamla beislinu yfir á það nyja ?

Re: Skráning á dráttarbeisli

Posted: 06.júl 2011, 12:15
frá haffij
Sé skráð beisli undir bílnum núna þá kemur enginn til með að taka eftir, hvað þá skipta sér af því að það verði allt í einu komið annað beisli undir hann.

En ef að beislið undir honum er óskráð þá gæti verið meira mál að fá heimasmíðað beisli úttekið.

Re: Skráning á dráttarbeisli

Posted: 06.júl 2011, 12:26
frá AgnarBen
Jæja, ég hringdi í Frumherja og þetta er nú minna mál en ég hélt. Maður smíðar bara beislið, setur það undir og merkir það með stöfunum á smiðnum (í þessu tilfelli mínum eigin) og síðan áætlaða þyngd sem beislið þolir. Síðan fer maður bara á næstu skoðunarstöð og skráir beislið á bílinn, enginn sem skoðar neitt og þú berð bara ábyrgð á þessu sjálfur !

Það er eins gott að það sé ekki neinn að skítmixa eitthvað drasl undir hjá sér, væri lítill húmor í því að einhver myndi missa fellihýsið aftan úr hjá sér á ferð .....

Re: Skráning á dráttarbeisli

Posted: 06.júl 2011, 13:47
frá H D McKinstry
Að gefnu tilefni langar mig að setja inn mynd sem ég tók af dráttarbeisli fyrir stuttu. Það þarf ekki að taka það fram að þessi var ekki búinn að fá skoðun á beislið..

Re: Skráning á dráttarbeisli

Posted: 06.júl 2011, 14:17
frá AgnarBen
Þetta er magnað !

Það sem er mest scary við þetta er að það skoðar þetta enginn þegar beislið er skráð, mér skildist á kappanum sem ég ræddi við hjá Frumherja að menn bæru bara ábyrgð á þessu sjálfir, einu kröfurnar sem væru settar væru að beislið sé merkt með "framleiðanda" og hvað þau ættu að þola.

Re: Skráning á dráttarbeisli

Posted: 06.júl 2011, 17:27
frá Stebbi
Þetta er mögnuð smíði á þessu beisli á myndini. Virkar alveg örugglega eins og orginal þegar bíllinn er ekki á lyftu. :)