Síða 1 af 1
Læstur úti úr Terrano II
Posted: 01.júl 2011, 20:27
frá Lada
Sælir/ar
Ég er með 1999 árgerð af Nissan Terrano II TDI sem er með fjarstýrðum hurðalæsingum(held original) sem tóku upp á því í morgun að hætta að virka. Læsingarnar hafa aldrei klikkað áður svo ég skipti um rafhlöður í fjarstýringunni en það virkaði ekki. Nú kemst ég ekki inn í bílinn því sýlenderinn hefur nánast aldrei verið notaður og virkar þ.a.l. ekki. Hvað er til ráða? Veit einhver hvað gæti verið að?
Kv.
Ásgeir
Re: Læstur úti úr Terrano II
Posted: 01.júl 2011, 22:20
frá Brjótur
Löggan getur hjálpað í svona tilvikum, ef hún má vera að því eða lásasmiðir , en svo getur þú líka fengið þér mjótt flatjárn ca 1mm og rekið það niður með hurðarstafnum og reynt að ýta á rafmagnstakkan í hurðinni.
Re: Læstur úti úr Terrano II
Posted: 01.júl 2011, 22:39
frá Hlynurh
Fáðu þér WD40 með röri og sprautaði í cylenderinn og hjakkastu smá ætti að losna
Re: Læstur úti úr Terrano II
Posted: 02.júl 2011, 01:15
frá Freyr
Hringdu í partasölur og þá sem selja varahluti í svona bíla á netinu. Athugaðu hvaða rúða er ódýrust (helst af þeim sem eru opnanlegar því það er auðveldast að skipta um þær) og brjóttu hana til að komast inn.
Sennilega eru flestir ósammála mér og segja þér að leita til neyðarþjónustunnar eða annarra sem sjá um að opna bíla. Málið er bara að við það að spenna hurðina frá til að koma verkfærunum inn þá skemmast hurðarnar mjög oft. Þær setjast ekki eins þétt að svo í miklum vindi t.d. getur farið að gusta inn með þeim að ofanverðu. Það er hægt að rétta þær (geri það með því að setja þunnan tréklossa nálægt læsingunni og þrýsta svo efri hlutanum að bílnum) en það er eins og stálið í þeim missi spennuna við þetta og þá síga þær oft til baka í sama farið. Terranoinn minn hefur ábyggilega verið opnaður svona einhvertíman og ég þurfti að laga hurðina á honum, gerði það síðasta sumar og þarf að fara að gera það aftur. Það er margfallt betra að brjóta rúðu og skipta um hana heldur en að vera í veseni með hurðina.
Ef þú ákveður að láta spenna hurð frá til að opna bílinn, láttu þá gera það við hurðina hm. afturí því þá eru minnstar líkur á að þú finnir fyrir óþægindum ef hún skemmist við hamaganginn, hef aldrei skilið afhverju menn hætta alltaf á að eyðileggja bílstjórahurðina.
Kv. Freyr
Re: Læstur úti úr Terrano II
Posted: 02.júl 2011, 01:19
frá Freyr
Byrja samt á góðri ryðolíu, ekki WD 40 sem er multi bla bla bla drasl heldur alvöru ryðolíu frá Wurth, Kemi eða e-ð (Mega Loose ryðolían frá Kemi er sú lang öflugasta sem ég hef notað)í sílinderinn og sjá hvort það gengur, ef ekki er það rúðan.
Kv. Freyr
Re: Læstur úti úr Terrano II
Posted: 02.júl 2011, 02:28
frá Sævar Örn
vitleysa er þetta ferð ekki að brjóta rúðu það er skítauðvelt að spenna upp hurð á terrano og smella kubb á milli, því næst geturðu troðið priki inn um rifuna og ýtt á lock/unlock takkann.
einnig geturðu rifið upp þéttikantinn við rúðuna utanfrá og stungið krók þar niður og reynt að krækja í hurðarlæsingararminn, getur verið tímafrekt en tekst alltaf á endanum.
Mjög auðvelt að komast inn í nánast alla eldri japanska bíla sérlega suzuki, mmc, nissan og toyota.
Re: Læstur úti úr Terrano II
Posted: 02.júl 2011, 10:30
frá Izan
Sæll
Þetta hljómar kannski ekki svo illa það sem Freyr segir um hurðirnar og hvað gerist ef þær eru spenntar upp, ég held samt að allar hurðir fara svona. Ég t.d. held að engin hurð hafi nokkurn tíma verið spennt upp í bílnum mínum en þær eru samt ekki alveg þéttar í miklu roki.
Ég hinsvegar fór einhverntíma inn í gamlann Trooper sem ég átti með vírherðatré. Þá rétti ég bara úr honum, beygði svolítinn krók á endann og skáklippti hann með bitlausri töng. Þannig fékk ég fínann öngul sem ég krækti í læsingapinnann og togaði. Þetta tók verulega á þolinmæðina en ég þurfti ekkert að spenna eða gera neitt í þeim dúr.
Þetta er mismunandi á milli bíla hvað þarf til að opna læsta bíla og ég veit að strákarnir í Neyðarþjónustunni eru flinkir í þessu.
Ég myndi ekki gefast upp á hurðunum sjálfum. Ég myndi finna gott lásasprey (ekki olíu því að hún safnar rykinu og drullunni saman í læsingunni og teppir hana endanlega) og hjakkast á læsingunum, öllum. Málið er að það eru a.m.k. 3 lásar á bílnum sem lykillinn gengur að og einhver þeirra bara hlýtur að láta undan.
Kv Jón Garðar
Re: Læstur úti úr Terrano II
Posted: 02.júl 2011, 14:00
frá Freyr
Izan wrote:Sæll
Þetta hljómar kannski ekki svo illa það sem Freyr segir um hurðirnar og hvað gerist ef þær eru spenntar upp, ég held samt að allar hurðir fara svona. Ég t.d. held að engin hurð hafi nokkurn tíma verið spennt upp í bílnum mínum en þær eru samt ekki alveg þéttar í miklu roki.
Ég hinsvegar fór einhverntíma inn í gamlann Trooper sem ég átti með vírherðatré. Þá rétti ég bara úr honum, beygði svolítinn krók á endann og skáklippti hann með bitlausri töng. Þannig fékk ég fínann öngul sem ég krækti í læsingapinnann og togaði. Þetta tók verulega á þolinmæðina en ég þurfti ekkert að spenna eða gera neitt í þeim dúr.
Þetta er mismunandi á milli bíla hvað þarf til að opna læsta bíla og ég veit að strákarnir í Neyðarþjónustunni eru flinkir í þessu.
Ég myndi ekki gefast upp á hurðunum sjálfum. Ég myndi finna gott lásasprey (ekki olíu því að hún safnar rykinu og drullunni saman í læsingunni og teppir hana endanlega) og hjakkast á læsingunum, öllum. Málið er að það eru a.m.k. 3 lásar á bílnum sem lykillinn gengur að og einhver þeirra bara hlýtur að láta undan.
Kv Jón Garðar
Gallinn er sá að á Terrano (a.m.k. á mínum) er bara skrá í bílstjórahurðinni.
Re: Læstur úti úr Terrano II
Posted: 02.júl 2011, 16:58
frá Lada
Það er rétt sem Freyr segir, það er bara ein skrá á bílnum og hún hefur aldrei verið notuð. Svo er ekki svona venjulegur takki sem maður getur krækt í með herðatré heldur er þetta hálfgerðir veltirofi (sjá neðstu myndina í hlekknum)
http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=33&cid=192469&sid=205575&schid=cc4f52e3-6f8a-403a-8b5e-10c420297229&schpage=1
Re: Læstur úti úr Terrano II
Posted: 02.júl 2011, 20:05
frá Brjótur
þess vegna gerir þú eins og ég ráðlagði þér flatjárnið niður með RÚÐUNNI inn í hurðina til að krækja í læsinguna :)