Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Postfrá ssjo » 30.jún 2011, 21:43

Sælir jeppamenn. Ég er með nýlega Hilux á 38" með SMM pallhúsi. Hlerinn að aftan er læstur með lykli. Ég opnaði lok innan á hleranum og kíkti inn hann. Aftan á sýlinernum er sveif eða armur, um 4 cm á lengd. Á hornum hlerans innavert eru lok þar sem hægt er að komast inn í hlerann. Spurningin til ykkar er hvort það sé ekki hægt að mixa nettan læsingarmótor í hlerann og taka stýristraum frá annarri afturhurðinni og hafa samlæsingu á öllum hurðum? Láta sem sagt læsingamótorinn færa arminn í á sýlindernum í læst/opið stöðu. Er einhver sérstakur mótor sem menn sjá fyrir sér í þetta?
Ég hef aldrei séð svona mótor :-), bara heyrt í nokkrum slíkum og veit að þeir eru að gera nákvæmlega þetta.




haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Postfrá haffij » 30.jún 2011, 22:30

Skrepptu bara í Nesradíó, þar færðu svona mótor á fínu verði. Svo gerir þú einmitt eins og þú varst að tala um, tengir þetta inn á samlæsingalagnirnar í bílnum.


haffij
Innlegg: 173
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Postfrá haffij » 30.jún 2011, 22:31

Umræddir mótorar líta ca svona út
Image

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Postfrá StefánDal » 01.júl 2011, 00:24

Sniðug lausn. Myndi samt ekki kalla hana skítmix. Þetta kallast frekar að hugsa út fyrir kassan. Skólabókanördar og aðrir pappakassahugsjónamenn seta það yfirleitt undir sama hatt;)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Postfrá Sævar Örn » 01.júl 2011, 00:49

Skítmixari hefði vafið baggabandi um arminn og leitt bandið svo inn í bíl, jafnvel borskrúfað það við miðjustokkinn.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Postfrá ssjo » 01.júl 2011, 09:53

Okey, er sammála þessu með skítmixið. Bagga-bandið hefði verið þeim flokki, viðurkenni það, en þetta er sem sagt í vinnslu. Þakka fyrir feedbackið.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Postfrá Izan » 01.júl 2011, 11:15

Daginn

Mér finnst leiðinlegt að vera alltaf sá neikvæði en ég sé þetta ekki fyrir mér að virki. Gæti kannski verið vegna þess að ég veit ekki hvernig snerillinn sjálfur lýtur út eða virkar en þeir læsanlegu snerlar sem ég hef umgegnist og þjóna svipuðum tilgangi gætu ekki gert þetta.

Ég held nefninlega að sveifin atarna festi hlerann aftur óháð því hvort hann sé læstur eða ekki. Læsingin virkar þannig að þegar hann er læstur geturðu ekki snúið snerlinum. Er þetta ekki rétt hjá mér?

Læsingamótor getur s.s. aldrei komið læsingunni sjálfri við. Læsingamótorarnir eru að ég best veit þannig að það er auðvelt að ýta þeim inn og út þannig að það að læsa með þeim einum s.s. láta þá halda á móti yrði ekki örugg.

Auðvitað gætirðu sett læsingamótorinn og tekið snerilinn sjálfann af hurðinni. Það myndi þýða að þú þyrftir að tengja það þannig að hann myndi bara opna á rofa innan í bílnum en ekki með fjarstýringu því að þá stæði hlerinn galopinn, og læsast með fjarstýringunni. Þetta er náttúrulega alveg hægt en ef þú gerir þetta skaltu íhuga stöðuna sem þú kemur þér í ef mótorinn klikkar.

Kv Jón Garðar

P.s. þessum pósti er ekki ætlað að draga úr framkvæmdagleðinni. Endilega athugaði þetta og leyfðu okkur að fylgjast með þróuninni.

User avatar

Höfundur þráðar
ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Postfrá ssjo » 01.júl 2011, 13:50

Jón Garðar, ég skoða þetta betur um helgina. Skil hvað þú ert að meina en þessi umrædda sveif eða armur er aftan á sýlendernum. Þegar honum er snúið (og læst með lykli) færist annar hluti sýlindersins í hak sem kemur í veg fyrir að það sé hægt að hreyfa húninn að utan (flatur sem tagaður er upp, enginn snerill). Húnninn dregur síðan læsingajárnin frá, þegar það er opið/aflæst. Ég held þessu gangandi og kem með myndir fljótlega.
S

User avatar

hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Postfrá hobo » 01.júl 2011, 14:02

Vá hvað ég vildi að verkefnalistinn minn væri svo stuttur að ég gæti verið að spá í svona dúlleríi :)


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Skítmix-lausn á lúxusvandamáli

Postfrá Haukur litli » 02.júl 2011, 15:21

Það er á leiðinni til hans Denso actuator merktur Toyota. Það er þess virði að vera með alvöru dót ef maður er að þessu á annað borð!


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 35 gestir