Síða 1 af 1

vandi með start á bíl þarf að pumpa olíugjöfina

Posted: 29.jún 2011, 14:09
frá gaz69m
er með eftir líkingu af pæjero , og er í pínu vandræðum, þegar ég starta þá þarf ég að pumpa bílin til að það komi diesel in á vél er búin að skipta um leiðslur alveg að olíutanki en það er cirka 30 sm stállögn þar eftir sem ég hef ekki skipt um finn samt engan leka þar , setti olíu á bílin í gær og þá var erfiðara að fá hann í gang , er þetta merki um að loftunin í olíutanks lokinu sé klikk eða hvað .

Re: vandi með start á bíl þarf að pumpa olíugjöfina

Posted: 29.jún 2011, 18:55
frá Sævar Örn
Prófaðu að setja einstreymiloka(fæst í N1) rétt aftan við hráolíusíu, sirka 5cm og prófaðu svo að starta láta ganga og láta svo standa sólarhring og reyna aftur, ef hann er betri þá er klárt mál að olían er að síga til baka niður í tankinn eða út um rifur í lögnunum.

Ef ekkert breytist myndi ég hafa áhygjur af olíuverkinu sjálfu.