mótor spurning

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
BANGSINN
Innlegg: 147
Skráður: 29.jún 2010, 16:30
Fullt nafn: Jóhann Fannar Pálmarsson

mótor spurning

Postfrá BANGSINN » 27.jún 2011, 11:26

er með 99 RANGE ROVER með 4L motor V8 hvaða mótor er þetta og er hægt að flotja einhvað nammi inn fyrir þetta eða ;P?


Nissan Patrol 2,8 '94 46" breitur á 38" dekkjum :(

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: mótor spurning

Postfrá jeepcj7 » 27.jún 2011, 13:17

Það er allt hægt að fá í þessar vélar hægt að stækka þær í yfir 5 lítra og yfir 500 hö en það kostar alveg slatta.
Mjög sniðugt að fara og spjalla við þá í BSA í kópavogi og fá upplýsingar um verð á hlutum í svona vél.
Heilagur Henry rúlar öllu.


H D McKinstry
Innlegg: 35
Skráður: 02.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Hörður Darri McKinstry

Re: mótor spurning

Postfrá H D McKinstry » 27.jún 2011, 18:20

Eins og Hrólfur sagðir er hægt að fá allt í og við þessa mótora, allt frá heitum ás til twin turbo. Bara spurning um hvað þú villt ganga langt og hvað breytingin má kosta.

Skemmtilegast væri að byrja á að klára að smíða vélina því land rover vandar sig ekki mikið í framleiðslu, jafnvægisstilla alla íhluti vélarinnar, slípa óþarfa og fyrirstöður burt og jafna loftgöng. Næsta skref væri að setja ás sem væri valinn eftir því í hvað bíllinn er notaður og hvar þú villt vinnslusviðið. Hérna værir þú kominn með 70-90whp meira og c.a. 90Nm aukningu. Hérna værir þú líka kominnn með mjög góðann grunn fyrir frekari breytingar.

Næsta skref væri ný vélartölva og allt því tengt.


Ef þú villt frekari upplýsingar getur þú heyrt í okkur hjá Tomcat, langbest að senda mail á info@tomcat.is


Kv. Darri

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: mótor spurning

Postfrá Einar » 27.jún 2011, 19:16

Þessi mótor er upprunnin í Bandaríkjunum hannaður af General Motors og kom fyrst í bíl 1961 en hætt að nota hann eftir 1963. Þeir lentu í erfiðleikum með framleiðsluna á honum og þar á ofan gekk erfiðlega að samfæra kanana um að kaupa bíla með svona framúrstefnulegum mótorum, þeir vildu bara sitt steypujárn.
Rover keypti mótorinn af þeim einhvertímann kringum 1966 til að nota í stæðstu fólksbílunum sem þeir framleiddu og þegar Range Rover kom fram var hann valinn til að knýja hann áfram. Hann hefur verið notaður í mörgum breskum bílum öðrum en Rover t.d. Morgan, Triumph, TVR og fleirum. Í Bretlandi er mikið verið að tjúnna þessa mótora og mikið til af dóti í þá.
Þessi mótor er stundum gagnrýndur fyrir að vera ekki sérlega kraftmikill en menn gleyma oft að það á miklu ferkar að bera hann saman við 6 sílendra vélar heldur en V8, flestar útgáfur af honum eru innan við 4 lítrar í rúmtaki, upprunalega var hann 3,5 lítrar en TVR togaði hann upp í 5 lítra og tæp 350 hö. einnig hefur hann verið í Bowler Wildcat/Tomcat í svipuðum stærðum.
Hans helsti kostur er að hann er mjög léttur og fyrirferðalítill, hann er léttari heldur en margir 2 lítra 4 sílendra mótorar og Bretar hafa gert talsvert af því að setja hann ofaní litla og miðlungsstóra fólksbíla í stað 4 sílendra véla. Ég man lika eftir einum Ford Escort Mk2 rallý bíl hérna heima með svona mótor.


H D McKinstry
Innlegg: 35
Skráður: 02.feb 2010, 01:37
Fullt nafn: Hörður Darri McKinstry

Re: mótor spurning

Postfrá H D McKinstry » 27.jún 2011, 23:42

Einar wrote:Þessi mótor er upprunnin í Bandaríkjunum hannaður af General Motors og kom fyrst í bíl 1961 en hætt að nota hann eftir 1963. Þeir lentu í erfiðleikum með framleiðsluna á honum og þar á ofan gekk erfiðlega að samfæra kanana um að kaupa bíla með svona framúrstefnulegum mótorum, þeir vildu bara sitt steypujárn.
Rover keypti mótorinn af þeim einhvertímann kringum 1966 til að nota í stæðstu fólksbílunum sem þeir framleiddu og þegar Range Rover kom fram var hann valinn til að knýja hann áfram. Hann hefur verið notaður í mörgum breskum bílum öðrum en Rover t.d. Morgan, Triumph, TVR og fleirum. Í Bretlandi er mikið verið að tjúnna þessa mótora og mikið til af dóti í þá.
Þessi mótor er stundum gagnrýndur fyrir að vera ekki sérlega kraftmikill en menn gleyma oft að það á miklu ferkar að bera hann saman við 6 sílendra vélar heldur en V8, flestar útgáfur af honum eru innan við 4 lítrar í rúmtaki, upprunalega var hann 3,5 lítrar en TVR togaði hann upp í 5 lítra og tæp 350 hö. einnig hefur hann verið í Bowler Wildcat/Tomcat í svipuðum stærðum.
Hans helsti kostur er að hann er mjög léttur og fyrirferðalítill, hann er léttari heldur en margir 2 lítra 4 sílendra mótorar og Bretar hafa gert talsvert af því að setja hann ofaní litla og miðlungsstóra fólksbíla í stað 4 sílendra véla. Ég man lika eftir einum Ford Escort Mk2 rallý bíl hérna heima með svona mótor.


svona til að bæta við þetta.

Þessi mótor var upphaflega smíðaður vegna þrýstings Alcoa á bílaframleiðendur til að nota meira af áli í bíla. Vegna reynsluleysis í framleiðslu á steypuáli komu upp vissir fæðingagallar sem erfitt þótti að laga eða finna lausn við á þessum tímum. Helstu gallar voru að frostlögur flutti með sér álið sem varð að leðju í vatnskössum og blokkirnar héldu ekki olíu. Vegna þessa var framleiðslu á "buick" 215 hætt í ameríku. 1967 byrjaði rover svo að nota þessar vélar með góðum árangri. Síðan þá hefur GM reynt mjög að kaupa aftur framleiðsluréttinn á vélinni en rover neitar og vill frekar selja þeim vélar.

Saga þessarar v8 er mjög skemmtileg og LÖNG

Þessum vélum er hægt að ná uppí 1200bhp en þá styttist líftími verulega.

User avatar

Einar
Innlegg: 319
Skráður: 01.feb 2010, 00:32
Fullt nafn: Einar Steinsson
Staðsetning: Austurríki
Hafa samband:

Re: mótor spurning

Postfrá Einar » 28.jún 2011, 18:44

Hér er skemmtileg lesning um uppruna og þróun þessara véla fyrir þá sem hafa áhuga á vélafræðum:
http://www.britishv8.org/Articles/Rover-Autocar-Article.htm


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 44 gestir