Síða 1 af 1
Loftkerfi í Jeppum
Posted: 20.jún 2011, 15:06
frá stjanib
Sælir
Var að velta fyrir mér með loftkerfi í jeppum. Hvað hafa menn verið að nota eða setja í hjá sér sem eru ekki að nota A/C dælurnar sem loftdælur.
Er einhver reynsla með Viair sem artic trucks eru að selja? Þeir eru með kit sem er bæði dæla og kútur.
K.v
Stjáni
Re: Loftkerfi í Jeppum
Posted: 20.jún 2011, 19:51
frá arni87
Ég er með kitt frá þeim sem er með Viair 450C og 5 Gallona kút, það virkar flott.
Re: Loftkerfi í Jeppum
Posted: 20.jún 2011, 22:44
frá Kalli
:O) FINI :O)
Re: Loftkerfi í Jeppum
Posted: 20.jún 2011, 22:46
frá spazmo
ég er með fini á pallinum hjá mér, er mjög sáttur við hana.
Re: Loftkerfi í Jeppum
Posted: 21.jún 2011, 09:13
frá dabbi
Sælir, ég er með Viair frá ArticTrucks minnir að hún heiti 450 eitthvað,
hún er búinn að vera í bílnum hjá mér í 3-4 ár, ekki slegið feilpúst enþá. staðsetti hana í grillinu fyrir framan vatnskassan (passaði bara svo fjandi vel þar)
hún er tengd við kút, er að nota hana til að læsa framan/aftan, og pumpa í dekk. er með c.a. 100-115 psi í kútnum.
ég veit að hún er ekki eins fljót að dæla og Fini, en hún er líka mun nettari, og auðveldara að koma henni fyrir,
mbk
Dabbi
Re: Loftkerfi í Jeppum
Posted: 21.jún 2011, 22:37
frá stjanib
Sælir
Takk fyrir góð svör.
Fini hefur mjög gott orðspor á sér segja allir sem ég hef talað við, en eins og Dabbi segir þá er hún dáldið fyrirferðamikil.
Dabbi hvað ertu með stóran kút hjá þér?? Ef maður er með 5 gallona kút við þessa viair er maður þá nokkuð svaka lengi að pumpa í 38-44" dekk?
K.v
Stjáni
Re: Loftkerfi í Jeppum
Posted: 22.jún 2011, 09:34
frá dabbi
stjanib wrote:Dabbi hvað ertu með stóran kút hjá þér?? Ef maður er með 5 gallona kút við þessa viair er maður þá nokkuð svaka lengi að pumpa í 38-44" dekk?
veit nú ekki hvað hann er í lítrum, þetta er gamall kolsýrukútur, c.a. 60-80cm hár 10-15cm breiður
með kútin fullan næ ég að pumpa í 1 x 36" dekk frá ca 5-6pund í 15. svo fer dælan í gang, og er langt komin með að fylla kútin áður en maður fer í næsta dekk.
Maður er svosem ekkert lengi að pumpa í, en þetta tekur samt tíma, ég fór reyndar aðra leið, og nota utanályggjandi úrhleypikerfi, þannig að ég pumpa bara í öll í einu, það tekur slatta af tíma :D en maður er byrjaður að setja loft í strax og það er hægt.
ég hef reyndar spáð í því að setja Aircon dæli til að gera þetta með, en hef ekki komið mér í það, maður notar þetta nú ekki svo rosalega mikið.
kv
Dabbi
Re: Loftkerfi í Jeppum
Posted: 22.jún 2011, 23:36
frá Þorsteinn
5 gallon er um 25 lítrar. ég var um daginn með 115 eða 120 pund á kútnum og 9 ára gamla viaair og á 15 sec þá fór dekkið úr 2 og uppí 18 pund. dælan kveikti á sér þegar ég pumpaði í.
kv. Þorsteinn
Re: Loftkerfi í Jeppum
Posted: 23.jún 2011, 09:37
frá hobo
Þorsteinn wrote:5 gallon er um 25 lítrar.
Ekki alveg. 5 gallon eru tæpir 19 lítrar. þ.e.a.s ef gallonið er 3,78 ltr , eins og það er oftast.
Svo eru bretarnir eitthvað skrítnir og nota annað gallon, eða 4,54 ltr.
Þá eru þetta 22,7 lítrar.