Demparar til að nota með loftpúpum

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Demparar til að nota með loftpúpum

Postfrá ofursuzuki » 14.mar 2010, 21:59

Mikið væri nú gott ef einhver gæti frætt mann á því hvað verið er að nota stífa dempara með loftpúðum. Komst nefnilega að því þegar ég reif afturhásinguna
undan hjá mér að það eru alveg svakalega stífir demparar notaðir með púðunum enda hef ég aldrei alveg getað fundið þá mýkt sem sumir tala um að loftpúðar gefi. Dempurunum var líka hallað alveg helling, sjálfsagt til að minnka virknina í þeim. Mér finnst þetta hljóti að vera allt of stíft fyrir svona léttan bíl. Getur einhver frætt mig um þetta. Já og ef það skiftir máli þá eru þetta 600kg púðar.


Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Demparar til að nota með loftpúpum

Postfrá jeepcj7 » 15.mar 2010, 07:51

Það er mín reynsla að með loftpúðum er best að vera með dempara sem eru nánast dauðir saman en stífir í sundur og alls ekki gasdempara.Hef notað rancho 9000 með góðum árangri með púðum.Prófaði gasdempara með púðum í 60 cruiser og það var skelfing fjaðraði álíka vel og ferguson.:)
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Demparar til að nota með loftpúpum

Postfrá ofursuzuki » 15.mar 2010, 11:01

Góð þessi samlíking hjá þér með Fergusoninn, akkúrat það sem ég hef upplifað með þessa dempara sem voru undir hjá mér.
Þeir eru rosalega stýfir og tvívirkir en er ekki í lagi að vera með tvívirka ef þeir eru bara af réttum stífleika?
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Phantom
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 14:55
Fullt nafn: Svanur Dan

Re: Demparar til að nota með loftpúpum

Postfrá Phantom » 15.mar 2010, 19:58

Sæll Björn, er þetta undir pallsúkkuna?

Það er ekki nauðsynlegt að vera með dempara sem eru stífari sundur en saman.
Það fer eftir samsettningunni, þyngd bíls, þvermáli loftpúða, stífni dempara og staðsettningu loftpúða og dempara hvernig útkoman verður.

Mæli með að hafa balance stöngina í bæði að framan og að aftan til að taka veltinginn í stað þess að vera með of stífa sundur dempara.

Ég hef prófað bæði vökva og gas dempara og þetta virkar bæði. En það þarf að vera með rétta samsettningu annars ertu alltaf með of undirdempaðann eða yfirdempaðann bíl. Sérstaklega auðvelt á súkku með palli sem vigtar ekkert, lítill þrýstingur í púða og stífur dempari er eins og minifjöðrun sem er ekkert nema gúmmípúði.

Þú gætir prófað nýlega bíla í svipuðum þyngdarflokki. Ef þú fílar hvernig þeir fjaðra þá geturðu fundið út hvaða dempara þeir eru með. Ef að þeir henta ekki lengdarlega séð þá er hægt að fá upplýsingar um þá og finna lengri dempara með sömu stífni.
Ef vandamálið er lágur þrýstingur í púða, þá verðurðu annaðhvort að færann inn á stífu eða fá þér minni púða.

Kveðja
Svanur
GAZ69 (í smíðum)

User avatar

Höfundur þráðar
ofursuzuki
Innlegg: 270
Skráður: 31.jan 2010, 15:47
Fullt nafn: Björn Ingi Óskarsson
Staðsetning: Skagaströnd
Hafa samband:

Re: Demparar til að nota með loftpúpum

Postfrá ofursuzuki » 15.mar 2010, 20:17

Já þetta er undir Súkkunni hjá mér, er að rífa þetta allt núna útaf hasingaskiftum og ætla að færa púðana utar en þeir eru og setja nýja dempara.
Ég get sko alveg tekið undir þetta sem þú talar um hér "Sérstaklega auðvelt á súkku með palli sem vigtar ekkert, lítill þrýstingur í púða og stífur dempari er eins og minifjöðrun sem er ekkert nema gúmmípúði." þetta er bara algjörlega lýsingin á hvernig þetta var að virka hjá mér.
Björn Ingi Óskarsson
_____________________________
Nissan Patrol 260 38"
Suzuki SJ 410 Pickup 38" 1986 Seldur
Suzuki Vitara 33" 1993 R.I.P
Suzuki SJ 413JX 33" 1988 Seldur

User avatar

Phantom
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 14:55
Fullt nafn: Svanur Dan

Re: Demparar til að nota með loftpúpum

Postfrá Phantom » 15.mar 2010, 20:32

Kíktu í bílabúð Benna verkstæðið með þær upplýsingar sem þú hefur, þyngdina og loftpúðastærðina. Þeir geta mælt með einhverju fyrir þig. Ef þú vilt ekki koni, farðu samt til þeirra og fáðu að vita hvað þeir mæla með. Getur svo fengið þá stífni hvar sem þú kýst að versla.

Kveðja
Svanur
GAZ69 (í smíðum)

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Demparar til að nota með loftpúpum

Postfrá Polarbear » 15.mar 2010, 21:34

ég er einmitt með alltof stóra púða undir rassgatinu á mínum bíl og dáldið stífa dempara, Koni reyndar og stillta á mýkstu stillingu. þeir eru "loftpúða-vænir" eða nánast dauðir á samanslaginu en dempa í sundur. þetta gerir það að verkum að bíllinn er fjandi hastur og leiðinlegur þegar hann er tómur, fjaðrar mikið saman en er lengi í sundur aftur og með allskonar hopp og stæla.

En um leið og ég set meira en 200 kíló af rusli í skottið þá verður hann lovely.

ég ráðlegg þér að kaupa og setja undir dempara og púða sem gera bílinn skemmtilegan þar sem það skiptir mestu máli, eða s.s. í hlaðinni þyngd, ekki tómaþyngd. Settu allt ruslið, verkfærin og varahlutina + allt hitt óþarfa dótið í skottið/pallinn og pumpaðu bílinn í ökuhæð.. farðu svo út að keyra og ef hann er ómögulegur þá þarftu að gera eitthvað. ef hann er fínn.... þá ertu bara í góðum málum þótt hann sé leiðinlegur tómur :)

þetta er bara mín hálfa króna í innleggið...

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Demparar til að nota með loftpúpum

Postfrá jeepcj7 » 16.mar 2010, 14:25

Akkúrat vegna þess sem kemur fram að ofan í sambandi við lestun og misjafnar aðstæður er 9000 demparinn alveg snilld hann er stillanlegur á fljótlegan og þægilegan hátt jeppinn getur verið nokkuð góður bæði tómur og hlaðinn nærri óháð púða stærð og þrýstingi.Það er nefninlega oft lítið mál að gera sæmilega fjöðrun í tæki þar sem er alltaf í sömu þyngd og notað við sömu aðstæður td.torfæra,rall eða þessháttar en það bara virkar ekki í fjallajeppa.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir