kúplings vandræði galloper

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

kúplings vandræði galloper

Postfrá oggi » 13.mar 2010, 18:22

kúplingin í galloper hjá félaga mínum er að stríða okkur hún tekur svo neðanlega eiginlega alveg niðri gólfi er eitthvað hægt að stilla þatta en þatta er vökvasystem á þessu eða er dælurnar farnar að slappast bara.
ps. það var sett nýtt kúplingssett í hann og skipt um vökva það breytti eingu




elvarö
Innlegg: 101
Skráður: 06.feb 2010, 15:18
Fullt nafn: Elvar Örn Sigurðsson
Staðsetning: Reykjarvík

Re: kúplings vandræði galloper

Postfrá elvarö » 13.mar 2010, 19:47

Er ekki bara loft á henni

User avatar

Höfundur þráðar
oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: kúplings vandræði galloper

Postfrá oggi » 13.mar 2010, 21:28

búin að dæla semsvarar 1 forðabúri í gegnum þær hafði eingin áhrif

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: kúplings vandræði galloper

Postfrá Sævar Örn » 13.mar 2010, 21:32

Er pressan ekki bara að gefa sig, ef hvergi lekur hvorki efri dæla né neðri dæluþræll?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: kúplings vandræði galloper

Postfrá Jens Líndal » 13.mar 2010, 22:16

Nýtt kúplingssett já, ég var nýverið að tappa lofti af svona kúplingu og það er ekkert vit í öðru en að setja slöngu uppá loft nippilinn og hinn endan á slöngunni ofan í flösku eða dollu með smá vökva í botninum þar sem slangan nær ekki lofti til að þetta verði almennilegt. Annars getur verið farið að leka inní dælunni eða þrælnum.

User avatar

Höfundur þráðar
oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: kúplings vandræði galloper

Postfrá oggi » 13.mar 2010, 22:28

er einhver leið að sjá eða finna út hvort dælan eða þrællinn sé að leka "inn í sér" ef þið skiljið hvað ég meina hehe veit ekki alveg hvernig á að koma orðum að þessu(",)


Jens Líndal
Innlegg: 98
Skráður: 01.feb 2010, 01:48
Fullt nafn: Jens Líndal Sigurðsson

Re: kúplings vandræði galloper

Postfrá Jens Líndal » 14.mar 2010, 00:08

Ættir að geta stigið á pedalann og fundið hvort hann sigi, ætti að virka eins og hver annar glussatjakkur eins og á gröfu til dæmis, ef draslið sígur þá er það oftast þéttingarnar í tjakknum :)

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: kúplings vandræði galloper

Postfrá Járni » 14.mar 2010, 17:07

Með því að klemma fyrir gúmmíhlutann af vökvalögninni geturðu staðfest að efri dælan sé í lagi.
Gott ráð við að lofttæma svona kerfi er að nota stóra sprautu, fæst í apóteki á klink, með slöngu upp á nippilinn. Þú opnar svo fyrir og dælir í gegn.
Þetta er eina leiðin til að fá sumar lagnir til að virka eðlilega.
Land Rover Defender 130 38"


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: kúplings vandræði galloper

Postfrá grimur » 14.mar 2010, 21:43

...og það þarf varla að nefna að dæla skal neðanfrá og upp, semsagt inná þrælinn til að reka loftið uppávið uppí forðabúr.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: kúplings vandræði galloper

Postfrá Járni » 14.mar 2010, 23:01

grimur wrote:...og það þarf varla að nefna að dæla skal neðanfrá og upp, semsagt inná þrælinn til að reka loftið uppávið uppí forðabúr.


En það er sjálfsagt fyrir bestu að gera það samt =)
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
oggi
Innlegg: 130
Skráður: 31.jan 2010, 22:35
Fullt nafn: johann oddgeir johannsson
Staðsetning: skagafjörður

Re: kúplings vandræði galloper

Postfrá oggi » 14.mar 2010, 23:12

takk fyrir þatta gott að við "nískupúkarnir" stöndum saman og gefum góð ráð =) hahaah(",)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 24 gestir