Síða 1 af 1

Grand cherokee 4.7 óhljóð

Posted: 03.jún 2011, 19:04
frá Stjáni
Þegar ekið er í krappa beygju mjög hægt kemur titringur í finnst okkur afturdrifið... Þá sérstaklega vinstra afturhjól (einsog víbrator) og hljóð eftir því! datt í hug að mismunadrifskúplingin í
millikassanum væri að framkalla þetta ef olíja væri vitlaus þar eða ónýt þannig ég skipti um olíju en
ekki reyndist það lausnin.
það er allt nýtt í afturdrifi og er búinn að opna það aftur og ekkert sjánlegt að þar.
datt í hug hjólalega og kippti öxli úr og legan er einsog ný en sá að slífin utanum leguna
varð eftir í hásingarstútnum en ég gat dregið hana út með puttunum mjög auðveldlega.
fannst það grunsamlegt og kjörnaði á nokkrum stöðum og límdi slífina í og hún var vel stíf í en ekki fóru óhljóðin!

Er einhver sem veit hugsanlega hvað amar að eða veit hvort þetta sé þekkt vandamál í þessum bílum?

bkv. Kristján

Re: Grand cherokee 4.7 óhljóð

Posted: 03.jún 2011, 22:57
frá oggi1
Hvernig olíu settirðu á afturdrifið ? Ef hann er með læsingu í afturdrifinu og venjulega gírolíu á því þá kemur hnökur og leiðindarvæl úr drifinu. Held þú þurfir að skipta um olíu, setja LS olíu á afturdrifið, og ekki væri verra að kaupa bætiefni fyrir læsinguna, færð það hjá h-jónsson og skella því á um leið. Keyra svo í nokkra hringi eða áttur og þá ætti hljóðið að hverfa.

Kv. Þorgils

Re: Grand cherokee 4.7 óhljóð

Posted: 06.jún 2011, 14:48
frá Stjáni
Ég gat ekki séð neina læsingu í fljótu bragði þegar ég opnaði það, sá bara venjulegt mismunadrif svona í fljótu bragði :) og get auðveldlega snúið hjólum í sitthvora átt en það má vera að það hafi farið framhjá mér þannig kannski væri ekki vitlaust að skipta út olíjunni hehe en ég man nú ekki hvaða olíja var sett á það :P

Takk fyrir þetta kv. Kristján

Re: Grand cherokee 4.7 óhljóð

Posted: 06.jún 2011, 20:05
frá Stebbi
Ef hann er með sídrifi þá er hann mjög líklega með læsingu í afturdrifinu. Þá þarftu að fara í H.jóns í kópavogi og kaupa olíu og bætiefni. Ekki nota venjulega LSD olíu.