Síða 1 af 1
Snorkel
Posted: 01.jún 2011, 22:05
frá haffij
Er einhver aðlili hér á landinu að flytja inn og selja Safari snorkelin?
Re: Snorkel
Posted: 02.jún 2011, 00:13
frá Alpinus
8924030 hefur verið að selja svona fyrir Toyota og Nissan.
Re: Snorkel
Posted: 02.jún 2011, 11:00
frá Kalli
Takk
Re: Snorkel
Posted: 02.jún 2011, 16:06
frá Freyr
Sæll Haffi
Þegar pabbi keypti sitt þá sparaði hann nokkra tugi þúsunda með því að panta sjálfur í stað þess að kaupa hjá Bílabúð Benna.
Kv. Freyr
Re: Snorkel
Posted: 04.jún 2011, 19:45
frá LeibbiMagg
biddu hvað eru svona snorkel að kosta? :O
Re: Snorkel
Posted: 05.jún 2011, 16:13
frá Sævar Örn
Framleiðslukostnaðurinn er ábyggilega í kring um 2000 krónur, hér heima er þetta selt grimmt á 60-90 þúsund
Re: Snorkel
Posted: 06.jún 2011, 12:14
frá LeibbiMagg
já vá okey það er nátturulega bara glæpur og ekkert annað en má ég þá spyrja að öðru nu veit ég allveg hvaða gagn þetta gerir en hef ekki verið það lengi í þessu að eg geri mér grein fyrir þvi hvort það sé möst að hafa svona
en eru menn mikið að vaða í einhverjum stórfljótum eða er þetta líka svolítið sett á fyrir lookið?
Re: Snorkel
Posted: 06.jún 2011, 14:11
frá Freyr
Hvort þetta sé nauðsynlegt eða ekki fer eftir því hvernig þú ferðast og hvað þú notar bílinn í. Ég hef breytt loftinntakinu á öllum mínum jeppum. Oftast hef ég það nálægt hvalbaknum og jafnvel með möguleika á að tengja það inn í bíl. Aðeins 1x smíðaði ég snorkel, það var á '95 Patrol.
Ef þú hefur gaman að því að takast á við ár við ýmsar aðstæður og jafnvel stórfljót og vilt vera öruggur um að vélin taki ekki vatn inn á sig þá þarftu snorkel eða aðrar breytingar á loftinntakinu. Ef þú hinsvegar sleppir ævintýramennsku í vatnaakstri og snýrð bara við eða bíður ef þér líst illa á þá duga orginal inntökin í flestum tilfellum, samt geta menn auðvitað verið óheppnir þó þeir séu varkárir og lent í að fá vatn inn á vél.
Freyr