Stilla 5.71;1 drif

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Sævar Örn » 28.maí 2011, 13:53

Daginn ég er að stilla 5.71 drif í 8" toyota köggli,

það sem ég skil ekki er að svo virðist sem stillirærnar á mismunadrifskögglinum nái ekki að færa kambinn nógu nærri pinjóninum.

þ.e. loks þegar pinjón fer að grípa þokkalega eðlilega í kambinn þá er róin komin út öðrum megin og alveg í botn hinum megin.



Í drifinu var áður 4,3 hlutfall sem virtist þokkalega vel stillt og þá voru rærnar nokkurnveginn fyrir miðju og virtist ekkert vandamál.


Eru menn að setja skífu undir kambinn eða er möguleiki á að ég sé með kamb úr drifi sem er einhvernveginn öðruvísi, fékk þetta nýtt ónotað en í ómerktum umbúðum tjáð þetta væri fyrir 4cyl disil 8" og allt virðist þetta ganga upp nema hvað færsluna á kambinum varðar.


Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Hlynurh
Innlegg: 120
Skráður: 21.mar 2010, 20:08
Fullt nafn: Hlynur Hilmarsson

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Hlynurh » 28.maí 2011, 14:47

eru ekki 40 tennur á kambinum og 7 á pinioninum ?? spurning um að skella inn myndum af þessu ?
svo er þessi síða með fullt af upplýsingum http://gearinstalls.com/

kv Hlynur

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Sævar Örn » 28.maí 2011, 14:55

Jú.

Málið snýst um það að á 4,3 hlutfallinu sem áður var í bílnum var pinjóninn stór, en á 5.71 er hann mjög lítill, eðlilega.

En hvernig eru menn að koma kambinum nógu nálægt pinjóninum?

Í mínu tilfelli næ ég ekki að skrúfa það það langt að það grípi "eðlilega" og því ekki möguleiki einu sinni að taka grip-tékk eða neitt svoleiðis, endaslagið er mælt í millimetrum og ábyggilega hálfur sentimetri þegar best lætur ef ég skrúfa kambinn eins nærri pinjóninum og ég get með stillirónum sem ýta á hliðarlegurnar í drifinu.



Hef margoft stillt saman drif en aldrei skipt um hlutfall sem svo miklu munar,

Munurinn á 4,3 og 5.71 pinjón er ábyggilega að litli pinjóninn er 2/3 af ummáli 4,3 pinjónsins.



Vonandi kem ég þessu frá mér á skiljanlegan hátt þó ég botni ekkert í þessu sjálfur, mér dettur helst í hug að menn séu að setja spacer undir kambinn eða að fá grennra mismunadrifshús en nú hef ég bara engar upplýsingar um þetta á internetinu og allir breytisérfræðingar búnir að loka verslunum sínum...



Veit ekki hvað myndirnar ættu að skíra. Hlutföllin eru greinilega rétt þ.e. þau eru í réttri afstöðu (low pinion 4 cyl diesel) þannig ég tel vandamálið vera fjarlægðina milli gíranna.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Startarinn » 28.maí 2011, 15:15

Er ekki málið að þú átt eftir að stilla pinjóninn rétt?
Ég skipti um kamb og pinjón í drifi sem var með 4.88 og setti 5.71 í staðinn, ég varð að renna 5.5 mm auka skinnu undir pinnjóninn, í viðbót við stilliskinnurnar sem fylgdu, til að fá eitthvað vit út úr snertingunni á tönnunum.
5.71 kamburinn er þykkari til að vega á móti því að pinjónið er minna
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Sævar Örn » 28.maí 2011, 15:20

Já það gæti vel verið, finnst þetta bara vera svo rosalega mikið. En auðvitað er það séns


Ég notaði í fyrstu tilraun skífuna sem var upphaflega undir2,0mm, og 1,2mm skífu að auki en þetta er ennþá svona.


ég prufa að setja sverara og sé hvert það leiðir mig, takk fyrir ábendinguna.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Startarinn » 28.maí 2011, 15:24

Ertu ekki örugglega með lit til að sjá hvernig tennurnar grípa?
Ef gripið er vitlaust verður drifið handónýtt á 0.1
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Sævar Örn » 28.maí 2011, 15:57

jújú og hef margoft stillt saman drif fyrir sjálfan mig áður með góðum árangri og er n.b. að fara að taka sveinspróf meðal annars í því á miðvikudaginn n.k og þetta auðvitað ágætis upprifjun til þess :)

þetta kom mér bara rosalega á óvart að það þyrfti að hækka pinjoninn svona langt upp með skinnum, en ég hef auðvitað aldrei stillt svona lágt hlutfall saman áður.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Sævar Örn » 28.maí 2011, 19:19

nu er eg alveg orðinn gráhærður



þvílíkt búinn að hræra í hæðinni á pinjóninum, alveg svo að hann rekst í mismunadrifshúsið en það gerir hann löngu áður en hann kemur nærri tönnunum í kambinum þó hann sé hertur alveg eins langt og hann kemst að pinjóninum.


nú er ég fullviss um það að þessi mismunadrifskeising einfaldlega passi ekki með 5.71:1




Þekkið þið það er það möguleiki að þetta stemmi hjá mér? s.s. að mismunadrifskeising sem orginal hélt 4.30;1 hlutfalli passi ekki með 5.71;1 hlutfalli?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá ellisnorra » 28.maí 2011, 20:27

Pabbi lenti í veseni með þetta hjá sér, var með 4.30 og loftlæsingu og svo fór pinjónslega og pinjóninn skemdist. Ég átti upp í hillu ólæstan 4.30 köggul sem ég lét hann hafa. Hann ætlaði að nota læsinguna sína og húsið út af því að það var borað fyrir loftið en það fór á endanum þannig að hann þurfti að nota húsið sem ég lét hann fá því (og bora svo í það fyrir loftið) því að drifið passaði engan veginn í, eða var í svipuðu vandamáli og þú.

Ég man ekki til þess að önnur skýring hafi fundist á þessu heldur en sú að drifhúsið væri eitthvað aðeins öðruvísi. Samt voru bæði drif 4.30 en einhver ár á milli þeirra, bæði úr dísel bíl.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Sævar Örn » 28.maí 2011, 20:34

Æðislegt, þetta var framdrifið hjá mér, á eftir að tékka hvort afturdrifið passi, í því er rafmagnslæsing sem ég vil alls ekki tapa.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá halendingurinn » 28.maí 2011, 23:24

sæll ég veit að í eldri hilux bílnum þá var kamburinn mjórri, lenti sjálfur í því að láta renna kamb niður til þess að passa í bíl sem ég átti.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá sukkaturbo » 28.maí 2011, 23:32

sæll þetta liggur í mismunadrifinu og kambinum hef verið með speiser þarna á milli sirka 5mm


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá halendingurinn » 28.maí 2011, 23:36

þú getur látið útbúa spacer á kambinn til þess að þykkja hann og fengið þér lengri bolta
kv. Trausti

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Sævar Örn » 29.maí 2011, 00:08

Takk fyrir upplýsingarnar, ég veit þá allavega að ég er ekki kolklikkaður sjálfur :)


Skrítið að ég finn bara alls ekki neinar upplýsingar um þetta á netinu eins vinsælir og þessir bílar eru og mikið búið að hræra í þeim, en þetta toyota dót er alveg glænýtt fyrirbrigði fyrir mér og ég enn að læra inn á þetta :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Sævar Örn » 29.maí 2011, 13:00

hæhæ, afturdrifið er eins, þannig ég verð að láta renna speiser fyrir mig, og sennilega læt ég bara stilla drifið fyrir mig líka þar sem ég er mögulega kominn með puttana í framdrif sem er nú þegar með 5.71 hlutfalli, þá ætti að vera minna mál ef því er að skipta seinna meir að setja minn kamb og pinnjón í það drif ef það brotnar.




Hvernig get ég verið viss um hve þykkur speiserinn á að vera?

Svona skv. auganu gæti það alveg passað að 5mm séu nóg, en nú vil ég helst enga sénsa
taka, hefur einhver gert þetta og man hvað speiserinn var gerður þykkur,
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá jeepcj7 » 29.maí 2011, 15:01

Er það ekki rétt munað hjá mér að það voru til misþykk hlutföll í toyota mig minnir að það hafi verið eiithvað issue með gömlu toyin 81-85.ég veit aftur á móti ekki hver þykktarmunurinn er.
Síðast breytt af jeepcj7 þann 29.maí 2011, 20:58, breytt 1 sinni samtals.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá Sævar Örn » 29.maí 2011, 17:25

Þannig eru mál með vöxtum að ég veit ekki hvaðan hásingarnar hjá mér koma, líklega eru þetta orginal kögglarnir úr rörunum því hlutfallið var 4.30 og ekkert benti til þess að þetta hefði verið opnað áður.


Að framan er líklega orginal hásingin, en hun kom undan 92 módel dc dísel hilux, en að aftan er hásing með rafmagnslás, örlítið breiðari en sú fremri og eru að framan 1stk 5mm spacer á hvorri hlið. Þannig að aftan er líklega yngri hásing 1994-1999, eða þannig skil ég þetta.




Ég ætla að fá hann Árna Brynjolfs felaga til að kikja á þetta með mér ég kann ekkert á þetta toyota dót :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


halendingurinn
Innlegg: 124
Skráður: 22.apr 2010, 14:05
Fullt nafn: Trausti Kári Hansson

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá halendingurinn » 29.maí 2011, 19:39

mig minnir að lengri boltana í kambinn getir þú fengið í véladeild heklu

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá HaffiTopp » 29.maí 2011, 20:12

Ekki til neitt sem heitir Véladeild Heklu lengur. Klettur er ekki lengur hluti af Heklu þannig að þú verður að leita þangað með svona fyrirspurnir. Bara benda á það.
Ertu ekki bara með reverse drif annað hvort þessi framhásing sem þú ert með í höndunum eða þá nýju 5:71 hlutföllin (allavega annað þeirra) ætlað í þannig hásingu? Gæti verið að það passi ekkki saman á þeim rökum.
Kv. Haffi sem veit sama sem ekkert um drif ;)


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Stilla 5.71;1 drif

Postfrá sukkaturbo » 29.maí 2011, 22:01

ræddu við jón hólm í Fjallabílum og síðan bíla búð benna hann tóta og málið er leyst kveðja Guðni á Sigló


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir