Prófílgrind

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Prófílgrind

Postfrá Stjáni » 27.maí 2011, 16:42

Sælir hvort mæliði með að nota prófíl sem er
50x100x4mm efnisþykkt eða
50x100x3mm efnisþykkt
Í að smíða grind í wyllis?
Þetta þarf að þola dáldil átök enda wyllis en það munar líka dáldið í þyngd á þessm
prófílum

kv. Kristján



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Prófílgrind

Postfrá Sævar Örn » 27.maí 2011, 17:08

Ég myndi taka þann grennri.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Prófílgrind

Postfrá jeepcj7 » 27.maí 2011, 17:11

3mm er alveg yfirdrifið nóg þú átt bara eftir að sjá eftir aukakílóunum við að hafa meiri efnisþykkt jafnvel spurning með stærðina hvort þú kemst ekki af með eitthvað nettara ?
Ef hann er grindatengdur í gegnum búrið þá má grindin vera enn nettari og léttari.
Heilagur Henry rúlar öllu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Prófílgrind

Postfrá olei » 27.maí 2011, 20:00

Hvernig er fyrirhugað að umræddur willys verði, hversu langur og hvernig kram?

Ég hef smíðað prófílgrindur í tvo willys og notaði í báðum tilfellum 50x100x4. Annar var cj7 sem ég smíðaði frá grunni. Grindin í honum var bein, engir hjólbogar eða slíkt og það kom bara nokkuð vel út. Þessi bíll fékk nokkrar þokkalegar flugferðir og fl. og ég held að það megi fyllyrða að þetta grindarefni dugi mjög vel í 1700 kg cj7 með v8 og eitthvað lengdur á milli hjóla.

Hinn bíllinn er 6 hjóla bíllinn hans Guðjóns á Selfossi. Grindin í honum er tekin niður undir farþegarýminu en hækkar yfir hásingunum. Hún er að sjálfsögðu talsvert lengri en í cj-7 (meter lengri eða svo) og var of mjúk. Ég bætti síðar undir hana prófíl þar sem vægið á henni er mest til að stífa hana og það reyndist fullnægjandi lausn. Sá guli er 2,2 tonn án farþega og eldsneytis.

Varðandi svona prófíla verður að hafa það í huga að þeir eru ekki úr jafn góðu stáli og bílgrindur eru almennt og því ekki hægt að bera stærðirnar beint saman á móti bílgrindum. Ef ég væri að smíða svona í dag mundi ég kanna verð á prófíl úr betra efni - t.d stál 52 ef kíló eru stórt atriði. En þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvernig bíllinn á að vera og í hvað á að nota hann og hvernig.

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Prófílgrind

Postfrá Maggi » 27.maí 2011, 21:47

Sæll

Ef grindin á að vera bæði létt og sterk er grindartengt veltibúr málið. Léttbyggð grind úr prófílum eða rörum með stuðning frá búri sem nær niður í átakspunkta að framan og aftan, (samsláttarpúða coilover festingar osfrv.)

Getur annað hvort smíðað "spaceframe" sem er heilt búr og grind í einu stykki eða haft hefðbundna grind og boltað búrið ofaná.

Ég er í svipuðum aðgerðum, ef þú vilt aðstoð eða eitthvað þá magnusblo@gmail.com

kv
Maggi
Wrangler Scrambler


Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Prófílgrind

Postfrá Stjáni » 27.maí 2011, 21:57

takk fyrir skjót og góð svör strákar :)
pælingin er að nota bílinn í götuflokk í torfæru annað veifið til að hafa gaman af en maður veit það líka innst inni að ef úr verður að þá á það eftir að verða meira og dellan bara eftir að aukast hehe
byrja sennilega bara með gorma og dempara en draumurinn er að fara út í fox eða samb.
annars eru þessir prófílar á nokkuð góðu verði hjá ferro zink ég er að fá 6 m lengju af 4mm á ca 12.000 kall
langar að geta hafið smíði um miðjan næsta mánuð :P


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Prófílgrind

Postfrá olei » 28.maí 2011, 01:25

Ég er ekki með þetta nákvæmlega í hausnum, en man að dæmigerður cj7 er 2.5m á milli hjóla. Grindin er kannski 3,5m löng. 50x100x4 grind (báðir kjálkarnir) er þá 66kg, 3mm er 50kg, það munar 16kg gróft reiknað.

Eins og réttilega hefur verið bent á hér að ofan þá er upplagt að tengja veltibúrið við grindina á átakspunkta við hásingar fyrst að til stendur að smíða torfærubíl með alvöru veltibúri. Einfaldar stífingar duga til að þú sleppur vel með 3mm þykkan prófíl í grindina í slíkri útfærslu. Hann er samt nægilega voldugur til þess að ekki þarf að leggjast í miklar pælingar og hönnun við að hengja í hann þær festingar sem til þarf (mótor, stýri, demparar, gormar) og smíðin því tiltölulega einföld. Það er vissulega hægt að fara í grennra efni með ýmsum útfærslum en það útheimtir meiri hönnun og pælingar.


Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Prófílgrind

Postfrá Stjáni » 28.maí 2011, 11:06

Já einmitt það sem ég hafði hugsað :) einfaldara að´nota 4mm en svo á maður líka eftir að
skoða og mæla aðra bíla til að hafa einhver viðmið og skoða útfærslur til að geta skáldað eftir þeim ;)

Enn og aftur takk kærlega :)

kv. Kristján


gaz69m
Innlegg: 665
Skráður: 10.mar 2010, 11:54
Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
Bíltegund: gaz69m
Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata

Re: Prófílgrind

Postfrá gaz69m » 28.maí 2011, 15:42

en spyr sá sem ekki veit hvernig er að fá skoðun á bíl með heimasmíðaða grind er það eithvað vesen eða bara að treysta á að skoðunar menn hafi ekki hundsvit á bílgrindum
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.


Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Prófílgrind

Postfrá Stjáni » 28.maí 2011, 16:10

Það er ekkert stórmál skilst mér, bara hafa þetta í lagi að sjálfsögðu og vel gert en sem dæmi að þá er td. bíllinn hjá Sæma með röragrind og einhvernveginn fær hann skoðun :)
ég á gamla skráningu sem ég mun nú bara nota áfram þó svo að það sé/verði ekki ein skrúfa úr þeim bíl í þeim nýja hehe

User avatar

Nenni
Innlegg: 121
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Prófílgrind

Postfrá Nenni » 02.jan 2015, 18:40

Smá forvitni.
Hvor þykktin var valin ?


Höfundur þráðar
Stjáni
Innlegg: 460
Skráður: 28.apr 2010, 13:36
Fullt nafn: Kristján Már Guðnason
Bíltegund: Jeep cj5
Staðsetning: Reykjavík

Re: Prófílgrind

Postfrá Stjáni » 04.jan 2015, 12:45

Fór í 50x80x4mm :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 18 gestir