Lakkviðgerðir/blettun

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Lakkviðgerðir/blettun

Postfrá ssjo » 20.maí 2011, 22:52

Sælir. Ég þarfnast smá skvettu úr viskubrunninum. Sonur minn keypti um daginn nánast ókeyrða Súkku (1996 árg.) af gamalli konu. Boddý og undarvagn er óryðgað en nokkar smávægilegar ryðbólur í lakki, þar sem hoggist hefur upp úr því. Búið er að fá kvartlítra af réttum lit í Poulsen og glært til að setja yfir. Nú er spurningin; hver er hin rétta leið til að tryggja að þetta bæði líti þokkalega út og ryðmyndun hætti. Læt eina mynd fylgja með.
Viðhengi
IMG_1755.JPG
sukkuryd




JHG
Innlegg: 158
Skráður: 01.feb 2010, 13:10
Fullt nafn: Jón H. Guðjónsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lakkviðgerðir/blettun

Postfrá JHG » 21.maí 2011, 00:53

Ég myndi sandblása þessa punkta með sandblástursbyssu sem er til þess gerð að taka lítið svæði (einangrar sig við það svæði).
_________________________________
Jón H. Guðjónsson

1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
1986 Pontiac Firebird Transam
2000 VW Passat 1,6
2006 Trek 5200 (racer)
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2012 Cube LTD Race (fjallahjól)

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Lakkviðgerðir/blettun

Postfrá HaffiTopp » 23.maí 2011, 20:59

Fékkstu litinn í dollu bara eða er þetta í spreybrúsa, og í hvaða "formi" er glæran? Ef maður þarf að pensla þetta á er þá ekki nauðsynlegt að þynna það út svo það sjáist síður á því að það hafi verið penslað en ekki úðað á?
Einnig skilst mér að það sé eiginlega bráðnauðsynlegt að setja einhverskonar grunn undir lakkið sjálft, bæði til að virka gegn nýrri ryðmyndun undir nýju málningunni og fela þau sandpappírsför (sé hann notaður ásamt sparsli) sem myndast.
Er nefninlega að spá í smá blettun á jeppanum hjá mér og væri gaman að fá sem flestar og bestar upplýsingar til að verkið verið sem flottast.
Kv. Haffi


Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: Lakkviðgerðir/blettun

Postfrá Kölski » 24.maí 2011, 12:06

Ég hugsa að það taki því ekki að fara spasla í þetta, ég myndi bara slípa þetta upp og setja á þetta riðeyðandi grunn, og pensla síðan. Svo fer það eftir lakkinu hvort þú þarft að setja glæru yfir. Þarft glæru yfir vatnslakk en ekki olíulakk. Er þetta mattur litur eða sanseraður.? Einnig þegar þú setur glæruna (ef þörf er) yfir þá bara úða vel á þetta svo geturu bara massabónað yfir það og gert það slétt.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Lakkviðgerðir/blettun

Postfrá HaffiTopp » 24.maí 2011, 12:17

Málið er að á bílnum hjá mér er svo skelfilega góð orginal glæran að ég tími varla að fara út í þá aðgerð að bónmassa hann. Sé þá nefninlega fyrir mér að ef ég þarf að massa þar sem ég set nýtt lakk, annað hvort í bletti eða heilmála eitthvað (eins og húddið eða álíka) þá þurfi ég að massa allann bílinn, líka það sem ég læt alveg vera að mála, til að fá jafnari áferð yfir allann bílinn. Er ekki betra að setja sparsl í dýpstu holurnar sem maður pússar uppúr til að ná þessu sléttu og fallegu? Spurning líka að leggja kaup á þessar sprautukönnur hjá Poulsen http://poulsen.is/?category=166 og gera þetta "professional" fyrst maður fer í þetta á annað borð;)
Kv. Haffi


Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: Lakkviðgerðir/blettun

Postfrá Kölski » 24.maí 2011, 12:18

En fallegast er náttúrulega að slípa þetta upp, fara svo með 200-400 sandpappír á boddýhlutinn ná glæruni af spasla í holuna og spreyja allan partinn, glæra svo vel yfir og massabóna með fínu massabóni. Og ef þú ferð þá leið mæli ég með að nota hárþurku á meðan þú bæði sprautar lakkinu og glæruni þá færðu þetta alveg slétt. Og já mæli með líka að bleyta gólfið í leiðinni svo það þyrlist ekki upp rik á meðan þú ert að þessu. ;-)


Kölski
Innlegg: 233
Skráður: 28.feb 2010, 11:18
Fullt nafn: Hlífar Vilhelm Helgasson

Re: Lakkviðgerðir/blettun

Postfrá Kölski » 24.maí 2011, 12:23

Það er til bónmassi í n1 (man ekki hvað hann heitir tékka á því á mrg.) Þetta er ótrúlega fínn massi finnur ekki fyrir kornum í honum ef þú nuddar hann samann. En hann virkar alveg lígilega og er ekki að skemma orginal glæruna. Ég mæli alls ekki með að fara með einnhvern grófan massa yfir svona viðgerðir hann er skot fljótur að taka glæruna í burtu.

User avatar

Höfundur þráðar
ssjo
Innlegg: 56
Skráður: 05.apr 2010, 10:27
Fullt nafn: Sigurður Sveinn Jónsson
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavík

Re: Lakkviðgerðir/blettun

Postfrá ssjo » 26.maí 2011, 01:06

Flott, allt á réttri leið greinlega. Lakkið er olíulakk (inniheldur leysiefni/þynni) í dollu frá Poulsen, sanserað og þeir lögðu til til, án hiks, að segja glært yfir. Hugmyndin sem ég hafði var að skafa allt ryð í burtu, niður í beran málm, og reyna að þynna barma heila lakksins í kring um blettinn. Grunna síðan í blettinn með ryðvarnargrunni, láta hann harðna vel og pensla svo lakkinu yfir. Sjá svo til að með að laga eða slétta yfirborðið með fínum sandpappír þegar lakkið er orðið vel hart og draga þynnt lakk yfir til að fylla í sandpappírsrispurnar. Og gluða svo glæru lakki yfir, en það er í sprey-brúsa. Einhver viðlíka aðferð verður allavega reynd. Öll góð ráð eru að sjálfsögðu vel þegin.


User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Lakkviðgerðir/blettun

Postfrá HaffiTopp » 26.maí 2011, 11:13

En er í lagi að massa nýja lakkið eitt og sér eða er það bara gert við glæruna þegar hún er kominn á og orðin vel hörð?
Kv. Haffi


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 33 gestir