Skipta um rör í D44

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Sigurbjorng
Innlegg: 54
Skráður: 20.maí 2011, 00:40
Fullt nafn: Sigurbjörn Gunnarsson

Skipta um rör í D44

Postfrá Sigurbjorng » 20.maí 2011, 01:44

Hefur einhver hérna skipt um rör á D44 háingu. Væri til í að fá öll þau ráð sem sem þið eigið um þetta því að ég er að velta fyrir mér að gera þetta hjá mér. Hef ekkert fundið neitt virkilega gott um þetta á netinu þannig að ef þið vitið um einhverja síðu sem tekur á þessu megið þið endilega deila henni með okkur




olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Skipta um rör í D44

Postfrá olei » 23.maí 2011, 18:11

Hér í gamla daga voru menn að skipta um rör í þessu. Það innifól að fúgúbrenna upp suðupunktana í drifkúlunni með tilheyrandi leiðindum og setja síðan tjakk inn í kúluna og tjakka rörin út. Talsvert staut að gera þetta enda stýringin fyrir rörin inn í kúluna nokkuð þröng og talsvert löng líka. Kannski væri betra að nota loftrokk og karbít til að fjarlægja suðunar..

Klofin fyrir liðhúsin (ef um framhásingu er að ræða) eru á stýringu upp á hásingarrörin og soðin að innanverðu með stóru rafsuðunni hans Dana gamla. Það er ekkert stórmál að slípa þær upp og berja klofin út af, eða hnika þeim til ef til stendur að breyta spindilhalla. Suðurnar eru þó nokkuð vel innbrenndar þannig að það þarf að slípa þetta nokkuð duglega.

En svo hafa menn líka sagað rörin í sundur og rennt rörhólk í samskeytin sem stýringu og soðið þetta saman til að sleppa við baslið að ná rörunum út úr drifkúlunni. Ef menn eru í einhverju mixi þá enn talsvert til af framhásingarrörum sem mætti nota sem hráefni, þær eru með sterkari drifkúlum sem svigna minna undan átakinu frá drifinu og margar hverjar með rörum með mikla efnisþykkt sem hægt er að sjóða út og suður.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Skipta um rör í D44

Postfrá Kiddi » 23.maí 2011, 23:38

olei wrote:En svo hafa menn líka sagað rörin í sundur og rennt rörhólk í samskeytin sem stýringu og soðið þetta saman til að sleppa við baslið að ná rörunum út úr drifkúlunni. Ef menn eru í einhverju mixi þá enn talsvert til af framhásingarrörum sem mætti nota sem hráefni, þær eru með sterkari drifkúlum sem svigna minna undan átakinu frá drifinu og margar hverjar með rörum með mikla efnisþykkt sem hægt er að sjóða út og suður.


Þessi aðferð er langalgengust og er mjög þægileg í alla staði!


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 51 gestur