Alternator vesen

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Alternator vesen

Postfrá Hfsd037 » 15.maí 2011, 15:21

Ég er með dísel toyota hilux sem ég er nýbúinn að gera upp alternatorinn í
ég skipti um díóðunar og kolinn fyrir ca 6 mánuðum vegna þess að hann hlóð ekki inn á sig
en í gær keyrði ég þúsund vatna leiðina og sullaði smá í ánum og á meðan ég var að klára leiðina þá byrjaði hann að kveikja öll ljós í mælaborðinu og slökkti þau síðan af til skiptis
en núna þá hleður hann ekkert inn á sig, reimarnar snúast og snúa öllum hjólum eðlilega, ný kol, nýjar díóður..
dettur ykkur eitthvað í hug hvað gæti verið að?


Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Alternator vesen

Postfrá HaffiTopp » 15.maí 2011, 17:13

Jarðsambandið lélegt eða illa tengt.
Kv. Haffi


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Alternator vesen

Postfrá Izan » 15.maí 2011, 21:15

Sælll

Ég hef engin sérstök vísindi handa þér nema það að ég veit til þess að æfagamall crown bíll hagaði sér svipað þessu þegar kolin voru að gefa sig, s.s. þegar kolin náðu ekki sambandi við rótorinn missti vélatölvan (sem þótti merkilegt fyrirbæri á þeim tíma) jarðsamband og flippaði gersamlega með því að kveikja öll mælaborðsljósin og gott ef mælarnir fóru ekki á eitthvað rugl líka.

Ég er náttúrulega ekki sannfærður um að það sama eigi við um nýlegann Hilux en þótti samt rétt að segja þér frá þessu.

Allt í kringum alternatorinn getur bilað og þetta með jarðsambandið er bæði mjög auðvelt að lagfæra og enganvegin til þess fallið að skemma þó að vandamálið liggi ekki þar. Ný kol geta spænst upp ef eitthvað er á kolatornum og þau geta náttúrulega brotnað og verið gölluð, gormurinn fyrir aftan þau verið of slappur o.s.frv.

Spennustillirinn getur verið að floppa og auðvitað, þó að það sé ekki gaman getur ný díóða alveg eins eyðilagst eins og hver önnur. Statorvöfin geta verið brunnin og leitt út.

Það getur vel verið að það séu einhverjir sem geta sagt þér hvernig nákvæmlega hver bilun hagar sér en það sem ég hef þurft að eiga við er dálítið misvísandi og voðalega hæpið að draga einhverja eina ályktun um eina eða aðra bilun, þó að sumar bilanir hagi sér í grófum dráttum svipað.

Ef jarðbinding dugar ekki er ekkert annað í stöðunni en að kippa svíninu úr og kíkja inn í hann. Þvottur á gamla kolarykinu er líka bráðnauðsinlegur og vill stundum gleymast.

Bara svona nokkrir hlutir sem mér datt í hug.

Kv Jón Garðar

User avatar

Höfundur þráðar
Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Alternator vesen

Postfrá Hfsd037 » 16.maí 2011, 23:31

Bilun fundinn, kolin stóðu á sér vegna vatns og drullu sem ég var að sulla í um daginn.

takk fyrir góð svör :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur